blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 10
10 J ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 blaöiö Pattstaða vegna kjarnorkuáætlunar Norður-kóreskur sendifulltrúi seg- ir að fjölþjóðaviðræðurnar í Peking um kjarnorkuáætlun landsins hafi engum árangri skilað og hafi siglt í strand. Búist er við að viðræðurn- ar sem staðið hafa yfir í átta daga muni halda áfram í dag. „Ástandið er slæmt“, sagði Kim Kye-gwan, en bætti við: „Við munum gera okkar allra besta til að ná samkomulagi." Norður-Kóreumenn vilja að öryggi landsins og aðstoð við það verði tryggð eigi þeir að slaufa kjarnorku- áætlun sinni. Bandaríkjamenn hafa hins vegar ekki fallist á þessa skil- mála. Sendifulltrúi Bandaríkjanna, Christopher Hill, tók í sama streng og Kim. „Það er enn augljóslega mik- ill ágreiningur á milli Norður-Kór- eumanna og hinna ríkjanna", sagði Hill. Ríkin hafa itrekað þrýst á N- Kóreumenn að láta af áætlun sinni og segja að það myndi marka tíma- mót. Sex ríki sitja fundinn; Norður- og Suður Kórea, Bandaríkin, Kína, Rússland og Japan.. Auk tryggingar á aðstoð og öryggi vilja Norður-Kóreumenn ennfrem- ur að refsiaðgerðir gegn landinu verði aflagðar og kjarnorkuógn Bandaríkjamanna gegn landinu hætti. Norður-Kórea hefur lofað þvi að landið muni gangast á ný við NPT-sáttmálanum, sem hefur það að markmiði að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna, og senda aftur út alþjóðlega vopnaleitarmenn náist lausn á deilunni. Kjarnorkudeilurnar blossuðu fyrst upp árið 2002 þegar Banda- rikjamenn ásökuðu Norður-Kóreu- Kínverskur herlögregluvörður stendur vörð við hlið norður-kóreska sendiráðsins í Pek- ing í gær þar sem sendifulltrúar sex ríkja reyndu að ná niðurstöðu i deilum um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. menn um að reyna að þróa kjarn- úr NPT-sáttmálanum og tilkynnti orkuvopn. Deilurnar hörðnuðu svo snemma á þessu ári að það byggi yf- verulega þegar landið dró sig út ir kjarnorkuvopnum. ■ V/SA BIKARINN Undanúrslit karla Miðvikudaginn 3. ágúst kl. 19:40 Fram - FH Laugardalsvöllur Fimmtudaginn 4. ágúst ki. 19:40 Valur - Fylkir Laugardalsvöllur Miðaverð: Aðgangseyrir 1.000 kr. ef greitt er með VISA-kredltkorti. Fullt verð fyrir 17 ára og eldri 1.200 kr. Fyrir 11 -16 ára 300 kr. Frítt fyrir 10 ára og yngri. ítarleg umfjöllun um bikarlelkl sumarslns á www.visa.ls/bikarlnn Lögregla hitti fjölskyldu Menezes Mun greiða allt að 65 milljónir ísl. króna í bcetur en fjölskyldan er ósátt sem áður. Breska lögreglan heimsótti á mánu- dag fjölskyldu brasilíska rafvirkjans Jean Charles de Menezes sem myrt- ur var af lögreglumönnum í Lund- únaborg þann 22. júlí síðastliðinn. Báðust fulltrúar lögreglunnar afsökunar og ræddu fjárhagslegar bætur fyrir morðið. Er það vilji lög- reglunnar að styðja fjölskylduna fjárhagslega á meðan rannsókn á málinu fer fram. Samkvæmt Peter Collecott, sendiherra Bretlands í Brasilíu, mun rannsóknin þó taka langan tíma en að henni lokinni verður hægt að ákveða endanlega fjárupphæð sem lögreglan mun reiða af hendi. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að lögreglan sé lík- leg til að greiða Menezes-fjölskyld- unni allt að 65 milljónir íslenskra króna í bætur. í Gonzaga, heimabæ fjölskyldunnar, eru meðallaun vinn- andi fólks rúmar 8.000 íslenskar krónur á mánuði. Samkvæmt talsmanni fjölskyldunn- ar vildu þau hvorki ræða málsatriði fundarins né hvort einhverjar bætur hefðu verið boðnar. 1 Gonzaga ríkir mikil reiði vegna málsins og bæði Menezes-fjöl- skyldan og al- menningur í Brasilíu hafa krafist þess að þeir lög- reglumenn sem ábyrgð bera á dauða Jean Charles verði dregnir til ábyrgðar. Utan við ráð- húsið héngu borðar með utanáskrift- um á borð við: „Hryðjuverk verða ekki stöðvuð með yfirgangi og morðum" og „Sársauki fjölskyldu Je- an Charles er sársauki Gonzaga, við Jean Charles de Menezes « syrgjum. Menezes-flölskyldan sárreið Talsmaður breska sendiráðsins í Brasilíu sagði að megintilgangur- inn með fundinum hafi verið að láta í ljós samúð breskra stjórnvalda og hryggð. Á meðal sendinefndar bresku lögreglunnar var aðstoðar- lögreglustjóri Scotland Yard, John Yates. „Ég held aftur til Lundúna með mikinn skilning á líðan og til- finningum fjölskyldunnar og bras- ilíska fólksins. Ég get vel skilið sorg þeirra vegna dauða saklaus manns. Þau eiga mína dýpstu samúð og ég get fullyrt að okkur þykir þetta afar leitt“, sagði Yates. Fjölskyldumeðlimir Menezes- fjölskyldunnar yfirgáfu ráðhúsið í Gonzaga, þar sem fundurinn fór fram, án þess að ræða við fjölmiðla. Fulltrúar Breta óvelkomn- ir í jarðarförina Jean Charles de Menezes var jarðað- ur í Gonzaga síðastliðinn föstudag og hátt í 10.000 manns fylgdu hon- um til grafar. Fulltrúum breskra yf- irvalda var ráðlagt að halda sig fjarri útförinni vildu þeir ekki stofna sér í hættu. Morðið á Brasilíumanninum vakti gríðarlega athygli um heim allan en hinn 27 ára gamli Menezes var skotinn átta skotum með þeim afleiðingum að hann lést samstund- is. Töldu lögreglumenn að um sjálfs- morðsárásarmann væri að ræða og sáu sig því nauðbeygða til að myrða hann og hindra þannig að hann gæti, ef grunurinn væri á rökum reistur, sprengt upp lest sem hann stökk inn í. ■ Hrottalegt morð á táningsstúlku 18 ára gamall piltur frá New Jersey er í haldi lögreglu fyrir hrottafengið morð á nágrannastúlku sinni. For- eldrar hinnar 16 ára gömlu Jennifer Parks tilkynntu lögreglu um hvarf dóttur sinnar sem þau sáu síðast á föstudagskvöld og hófu mikla leit að henni. Lögreglumaður fann svo lík hennar á sunnudag í farang- ursgeymslu jeppa í eigu nágranna þeirra. Hinn 18 ára gamli Jonathan Zar- ate, úr næsta húsi við Parks-fjöl- skylduna, bauð Jennifer heim til sín að horfa á sjónvarp skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugar- dags. Reiddist hann henni af ein- hverjum ástæðum og réðst á hana með hnefahöggum áður en hann stakk hana til bana í kjallara heim- ilis síns. Því næst sagaði hann af henni fæturna og faldi lík hennar í farangursgeymslu jeppa föður síns. Zarate fór á jeppanum snemma á sunnudag, ásamt tveimur félögum sínum, að á sem hann fyrirhugaði að henda líkinu í. Lögreglumanni sem ók hjá þóttu piltarnir helst til grunsamlegir og fann líkið í farang- ursgeymslunni þegar hann kannaði málið nánar. Yfirvöld rannsaka nú heimili Zarates og grafa í garðinum í von um að finna hnífinn sem notaður var við morðið og önnur sönnunar- gögn. Zarate er í gæsluvarðhaldi en hefur neitað sök. Verði hann dæmd- ur á hann yfir höfði sér allt að lífs- tíðarfangelsi. Félagar Zarate, annar þeirra aðeins 14 ára gamall, verða ákærðir fyrir ólöglega meðferð á líki og fyrir að reyna að eyðileggja sönnunargögn. ■ Bannað að skerða hár á höfði indíána Dómstóll í Bandaríkjunum komst um helginna að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að snyrta hár indíána sem situr í fangelsi þar í landi. Ind- íáninn, Billy Soza Warsoldier, hefur ekki snyrt hár sitt í 25 ár af trúar- ástæðum, og þurfti á dögunum að sæta sérstakri refsingu fyrir að neita að hár hans yrði klippt. Samkvæmt fangelsisreglum þar sem hann afplánar nú mega fangar ekki vera með lengra hár en 8 cm. og er það að sögn af öryggisástæð- um. Hár Billy Soza var hinsvegar mun lengra. Dómarar sem fjölluðu um málið sögðu hinsvegar að ekkert gæfi til kynna að sítt hár ógnaði ör- yggi í fangelsinu og því sé óheimilt að neyða indíánann til að sæta hár- snyrtingu. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.