blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 33
Maöið MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005
MENNING I 33
Metsölulisti ferðamannabóka
1. Lost in lceland - enska.
Sigurgeir Sigurjónsson
2. Faces of the North - enska.
Ragnar Axelsson
3. Independent People
(Sjálfstætt fólk á ensku).
Halldór Laxness
4. Sagen und Márchen
auslsland
(fslenskar þjóösögur á þýsku)
5. Lost in lceiand - þýska.
Sigurgeir Sigurjónsson
Salan miðast við sölu f verslunum
Pennans Eymundssonar og bóka-
verslunum Máls og menningar
daganal 5.-31. júlí.
Slóvanskur kór í Skálholtskirkju
í kvöld, miðvikudaginn 3. ágúst kl.
20:00, kemur slóvanski kórinn Ob-
ala Koper fram á Sumartónleikum
i Skálholtskirkju, en það er ein af
nýjungum Sumartónleika í ár að
bjóða upp á kvöldtónleika á virk-
um dögum. Á efnisskrá verða verk
eftir Sergej Rachmaninov, Felix
Mendelssohn Bartholdy, Vytautas
MiSkinis, Mario Castelnuovo Te-
desco, Ambroí Copi, Aldo Kumar
og þjóðlög frá Istra í Slóveníu.
Slóvenski kórinn Obala Koper
var stofnaður árið 1977 og hefur
núverandi stjórnandi kórsins, Am-
broí Copi, stjórnað honum frá ár-
inu 1998. Kórinn flytur tónlist af
ýmsum toga en leggur áherslu á
flutning slóvenskrar samtímatón-
listar. Kórinn tekur reglulega þátt
í keppnum og vann til sinna 11.
gullverðlauna í merkustu keppn-
inni í heimalandi sínu, í Naáa pe-
sem í Maribor.
Ambroí Copi stjórnandi og
tónskáld fæddist árið 1973. Hann
stundaði nám í tónsmíðum og
píanóleik við Ljubljana tónlistar-
háskólann en þaðan útskrifaðist
hann með láði árið 1996. Auk þess
að stjórna Obala Koper stjórnar
hann kvennakórnum Iskra, kamm-
erkórnum Nova Gorica, háskóla-
kórnum í Primorska og kennir
tónfræði við framhaldsskólann í
Koper.
Að venju er ókeypis aðgangur á
Sumartónleika í Skálholtskirkju.
Einnig mun kórinn koma fram
á tónleikum í Bessastaðakirkju
fimmtudaginn 4. ágúst kl. 20:00
og í Reykholtskirkju laugardaginn
6. ágúst kl. 16:00. —
Ambroz Copi er stjórn-
andi slóvanska kórsins
Obaia Koper sem kemur
fram á sumartónleikum í
Skálholtskirkju f kvöld.
íslensk og frönsk
orgeltónlist i
Hallgrimskirkju
Fimmtudaginn 4. ágúst leikur Stein-
grímur Þórhallsson á orgeltónleik-
um í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir
eru á vegum Sumarkvölds við orgel-
ið og hefjast kl. 12 að hádegi. Þeir eru
styrktir af Félagi íslenskra organleik-
ara en ágóðinn rennur til viðhalds
orgelsins.
Einn liður í hádegistónleikunum á
fimmtudögum er að kynna íslenska
orgeltónlist og á efnisskrá Steingríms
eru fyrst þrir íslenskir sálmaforleikir.
Þetta eru Guði sé lof því gæskan ei
dvín eftir Atla Heimi Sveinsson, fes-
ús, mín morgunstjarna eftir Gunn-
ar Reyni Sveinsson og Lofið Guð eft-
ir Þorkel Sigurbjörnsson.
Siðari hluti efnisskrárinnar er til-
einkaður stóru frönsku orgelsinfón-
íutónskáldunum Widor og Vierne. 6.
orgelsinfónía Widors er af mörgum
talin ein fallegasta sinfónía hans og
úr henni leikur Steingrímur Interm-
ezzo og Finale en eftir Vierne leikur
hann Finale úr 1. orgelsinfóníunni
op* 14-
IFAW í gegn-
um linsuna
IFAW samtökin halda ljósmynda-
sýningu í Reykjavík á skrifstofu
samtakanna á Skólavörðustíg 22a,
frá 3. til 17. ágúst n.k. Ber hún heit-
ið IFAW í gegnum linsuna. Til sýnis
eru áhrifamiklar myndir sem sýna
margvísleg verkefni IFAW víða
um heim. Meðal stærstu verkefn-
anna er björgun fugla sem lenda í
olíumengun, umönnun gæludýra
meðal fátæks fólks og verndun fíla
sem ógnað er af veiðiþjófum svo eitt-
hvað sé nefnt. Á sýningunni á Skóla-
vörðustig má einnig finna myndir
frá íslandi þar sem IFAW hafa stutt
við bakið á sjálfbærri hvalaskoðun
en staðið staðfastlega gegn veiðum
á hval. ■
Potter þýddur
á mettima
Þúsundir þýskra Harry Potter að-
dáenda höfðu ekki þolinmæði til
að bíða eftir þýðingu á nýju Potter
bókinni, Harry Potter and the Half-
Blood Prince, og þýddu hana því á
tveimur dögum. Þýskur þýðandi
bókarinnar fékk 77 daga til að ljúka
við verkið en það nægði aðdáendun-
um ekki. Þeir bundust samtökum á
netinu og skiptu milli sín köflum
og komu þýðingunni á netsiðu sína.
Þýska útgefandanum ku ekki vera
skemmt.
Hide and Seek
Sá sem vill
komast að
leyndarmálinu
verður að spila
leikinn. Robert
DeNiro er í
aðalhlutverkinu í
hörkuspennandi
sálfræðitrylli.
Miss
Congeniality 2
Hún er hið full-
komna andlit
leyniþjónustunnar.
Sandra Bullock er
komin aftur sem
lögreglukonan
Gracie Heart í
bráðhressri
gamnamynd.
Danny The Dog
Þjónaðu engum
herra... Jet Lee,
Morgan Freeman
og Bob Hoskins í
þrælgóðri spennu-
og hasarmynd sem
kemur verulega á
óvart.
Million Dollar
Baby
Töfrarnir felast í
að fórna sér fyrir
draum sem enginn
sér nema þú.
Óskarsverðlaun
sem besta mynd
ársins auk þrennra
aðra. Meistaraverk
sem allir verða sjá.
Hitch
Níutíu prósent af
því sem maður
segir, segir
maður ekki með
orðum. Will
Smith, Kevin
James og Eva
Mendes í frá-
bærri gaman-
mynd.
Constantine
Helvíti bíður hans.
Himnaríki hafnar
honum. Jörðin
þarfnast hans.
Keanu Reeves er
John Constantine
sem er í æsilegri
baráttu við myrkra-
öflin í frumlegum
ævintýratrylli.
Meet The
Fockers
Og þú sem hélst að
ÞÍNIR foreldrar
væru eitthvað
skrítnir. Stórstjörn-
urnar Robert
DeNiro, Ben Stiller
og Dustin Hoffman
í sprenghlægilegri
framhaldsmynd.
The Prince & Me
Sum ævintýri eru
engin ævintýri.
Julia Stiles í
laufléttri róman-
tískri gamanmynd
sem kemur öllum í
gott skap.
Closer
Þeir eru ófáir sem
halda því fram að
Closer sé ein besta
mynd sem gerð var
á síðasta ári og
hefur hún verið
hlaðin lofi og viður-
kenningum enda
toppleikarar í öllum
aðalhlutverkum.
Assault on
Precinct 13
Eina leiðin út
liggur beint í
dauðann. Ethan
Hawke og Laur-
ence Fishburne
fara á kostum í
dúndurgóðri
hasar og
spennumynd.