blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 28
28 I SNYRTIVÖRUR
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 blaðið
Náttúrlegt útlit í fimm skrefum
Kinnalitur. - sumarlegt og sœtt í sólinni
Rakakrem og
léttur farði.
Settu dag- eða rakakrem á vel hreins-
að andlitið. Settu þarnæst þunnt lag
af uppáhalds meikinu þínu, helst
einhverju sem er ekki of þykkt. Ef
þú þarf ekki að hylja mikið, settu þá
bara rakakrem.
^Hyljari
og púður.
Notaðu hyljara í aðeins ljósari tón en mei-
kiðsemþúsettirá.Settuhannámeðbursta
undir augu, á bólur eða á ójöíh svæði þar
sem þess þarf með. Nuddaðu létt með
fingurgómunum yfir svo að ekki myndist
flekkir. Létt púðuriag er svo fallegt yfir til
þess að setja jafhvægi á andlitið.
3Ljós augn-
skuggi.
Notaðu ljósan og kremkenndan
augnskugga í náttúrulegum lit.
Settu litinn á með fingurgómun-
um yfir allt augnlokið og gakktu úr
skugga að þú þekir alveg út að augn-
beini. Settu síðan aðeins dekkri
augnskugga (samt ljósan) neðst á
augnlokið.
Notaðu bursta svo að liturinn verði
ekki of skarpur.
Því næst er settur maskari á efri og
neðri augnlokin auk þess sem snið-
ugt getur verið að setja hvítan blýant
í innri línu augans sem er fyrir ofan
neðri augnhárin, en þannig verða
augun bjartari og stærri.
4]
"Þá er komið að léttum kinna-
lit en fallegur og bjartur litur á kinn-
beinin gerir gæfumuninn. Passaðu
þó upp á að dreifa vel úr litnum svo
þú sért ekki bara með tvo áberandi
hringi á kinnunum, en það viltu síð-
ur.
Gloss.
Síðast en ekki síst er það glos-
sið. Ljósbleikur litur er t.d. mjög
náttúrulegur og gerir heildarútlitið
frísklegra, auk þess sem varirnar
verða kyssilegri.
Þá er þetta einnig góð upplífgun fyr-
ir annars náttúrulegt andlitið.
Snyrtisnjallrceði fyrir karla
úr bókinni 'queer eye for
the straightguy'.
Jennifer Lopez hefur jafnan látið sjá sig náttúrulega farðaða enda gullfalleg og má við
því að sniðganga litadýrðina.
Húðstípun
heima fyrir
- Mýkri ogfallegri húð
Komin er á markað nýjung frá snyrti-
vörufyrirtækinu Origins, Modern
Friction, en það er krem sem gerir
konum kleift að framkvæma árang-
ursríka húðslípun heima.
Kremaður massinn bætir áferð
húðarinnar, minnkar finar línur og
jafnar út húðlitinn. Massinn inni-
held-
Ktní. , Úudirn Frictio'1
ur hrísgrjónasterkju, en þar sem
hún er náttúrulega klístruð hefur
hún þann eiginleika að draga úr
húðinni óhreinindi og fitu. Húðin
virðist yngri og endurlífgast án allra
óþæginda eða aukaverkana, en ólikt
hefðbundinni húðslípun þá er eng-
inn sársauki, roði eða flögnun sem
fylgir notkun á vörunni. Afar
heppilegt fyrir þær sem
vilja bæta húðina án
þess að leita til snyrti-
stofa eða læknis.
Berið á 2-3 í viku á
þurra hreina húðina.
Efnið fer strax að vinna
á húðinni. Nuddið var-
lega í hringlaga hreyf-
ingum í 30 sekúndur
og hreinsið með vatni.
Við það breytist mass-
inn í freyðandi löður
sem hreinsar húðina
enn dýpra. ■
Andlitsbað:
Það má ýmislegt segja um innsæi
kvenna og handbragð en það gæti
komið þér þægilega á óvart þó ekki
væri fyrir aðrar sakir en þær hversu
máttugt og bætandi það getur verið.
Andlitsbað er úrvals aðferð til að
gera vorhreingerningu á húðinni,
flá (dauðar) frumur og örva heil-
brigða starfsemi þar á bæ (m.ö.o. að
uppræta óæskilega þróun í myrkvið-
um svitaholanna með fagmannlegu
handbragði). Við mælum með and-
litsbaði á sex vikna fresti eða svo.
Heilsulindir og snyrtistofur annast
þess háttar og þá gefst tækifæri til
þess að verða sér úti um góð ráð
varðandi húðsnyrtivörur.
Handsnyrting/Fótsnyrting:
Hvað mælir gegn því að líta al-
mennilega út - alveg frá toppi til
táar? Verið ófeimnir, strákar mínir,
við erum ekki að tala um lakkaðar
táneglur og iljanudd (ekki að það
sé neitt athugavert við það). Þetta
snýst um að láta dedúa við fæturna
á sér, t.d. áður en þær verða til sýn-
is í næstu sólarlandaferð og huga
að nöguðum nöglum með það fyrir
augum að heildarsvipur verði. Og
síðast en ekki síst: Til þess að auka
vellíðan.
Rakstur með hníf:
Sjóðheitt reifi á andlitið! Löðrandi
kinnar! Hárbeitt eggin á slagæðina
og... ef þú hefur heppnina með þér:
Nefhárasnyrting í kaupbæti - fram-
kvæmd af náunga sem þú hefur aldr-
ei séð áður.
Tilhlýðileg klipping:
Ef þú hefur vanið komur þínar á
gömlu góðu rakarastofuna á horn-
inu síðustu þrjá áratugi væri ekki úr
vegi að prófa nýja hárgreiðslustofu.
Tvímælalaust þess virði þó ekki væri
af annarri ástæðu en þeirri að þar er
oftast yfirfullt af sætum stelpum
sem eru í sífelldu og sérlega þokka-
fullu flangsi hver utan í annarri, í
stað roskinna karla með portúgals-
spira á pjáturkönnum. p
halldora@vbl.is
FRIR PRUFUTIMI
Bailine byggir ó 3 grundvallarntriðum
• Leiðbeiningum um mataræði
• Likamlegri þjálfun
• Andlegri þjálfun
Töhrustýrt þjóliunartæki
• Mótar, sfyrfe/r, þjálfar, grenn/r, nuddar
• Eykur brennslu
• Eykur orku og almenna vellíðan
Fyrir konur 78 ára og eldri
Vegmúli 2 108Reykjovík sími 568 0510 www.bailine.
Náttúrulegur sólar-
farði frá CHANEL - Fyrir allar konur
Snyrtivörufyrirtækið CHANEL býð-
ur upp á afar góðan kost fyrir þær
konur sem vilja vera náttúrulegar
og í senn með fallega áferð á húð-
inni. 'Bronze universel de Chanel'
er bronslitaður og léttur púðurmeik-
farði sem gefur andlitinu fallegan
gljáa án þess að manneskjan líti út
fyrir að vera förðuð. Farðinn fyllir
að auki upp í allar fínar línur og
húðin verður falleg og jöfn, en lit-
ur húðarinnar jafnast einnig út
og gerir það að verkum að heildar-
ásýnd er með sem bestu móti. Þá
er þetta góður undirfarði undir
hvaða meik sem er og svokallað
'glowing lúkk' kemur í gegn. Eins er
flott að setja farðann á og setja svo
sólarpúður eða kinnalit yfir. Allar
konur geta notað vöruna, en einung-
is er einn
=RSEL DE CHAN&
CHANEL
litur í boði þar sem að hann hentar
öllum húðgerðum og jafnast þeim
lit sem fyrir er.
Aðalatriðið er þó að farðinn er
mjög náttúrulegur
°8 nranneskjan
lítur frísklega
út. Allar konur
ættu að prófa
enda ekki
hægt að vera
með þykkt lag
af meiki yfir
sumartímann.