blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 24
24 I TRÚMÁL
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 blaðið
ilforitir í miðbœnum
-fávitafœlur á góðu verði
Nornirnar á Vesturgötunni Blaiiö/SteinarHugi
Við Vesturgötuna opnaði
lítil verslun í gærmorgun sem
hefur á boðstólum heldur
óvenjulegan varning. í glugga
útidyrahurðarinnar hangir við-
vörun til þjófa og ræningja sem
sendir hroll niður eftir bakinu.
Valdsvið Securitas nær ekki út
fyrir gröf og dauða. Innandyra
blasir við ýmislegt galdradót,
rúnir, spádómsspil, galdrakass-
ar og tákn, jurtir, reykelsi og
ýmislegt fleira og í einu horn-
inu stendur alíslensk véfrétt
sem veitir ráðgjöf um erfið
málefni. Verslunina reka tvær
nornir, Eyrún Skúladóttir og
Eva Hauksdóttir. Þær stefna á
að veita ýmsa þjónustu og bjóða
einstaklinga og hópa velkomna
í skuggsýna en hlýlega versl-
unina. Samtal við nornirnar
leiðir í ljós að hin fornu fræði
heiðingjanna hafa í reynd aldr-
ei horfið úr daglegu lífi íslend-
inga, þrátt fyrir siðaskiptin.
fslendingar áhugasamir
um hið yfirskilvitlega
Nornimar eru svartklæddar, svona
eins og venjan er og þær bjóða til
kaffidrykkju en í versluninni má
tylla sér við borð og fræðast nánar
um hina gleymdu náttúru. Eyrún
segir að þær stöllur hafi lengi þekkt
í sér nornina, verslunin hafi komið
til af öðru.
„Það er griðarlega mikill áhugi al-
mennings á galdri og hinu yfirnátt-
úrulega. Við erum búnar að vera að
undirbúa verslunina og um leið og
nafnið var komið upp í glugga fór
að flykkjast hingað áhugasamt fólk.
Það komu miklu fleiri heldur en
okkur gat órað fyrir og straumurinn
hefur verið stöðugur. Eva bætir því
við að aldursskiptingin hafi komið
þeim á óvart. „Hingað koma krakk-
ar og fólk um sjötugt og allt þar á
milli, bæði karlar og konur. Til að
forvitnast um hvað við erum að gera
og mér sýnist áhuginn jafn mikill í
öllum aldurshópum. En áherslurnar
eru mismunandi eftir aldri og kyni.
Konur á Islandi hafa alltaf verið að
vinna með jurtir og seyði en karlar
meira í kveðskap og rúnum og þetta
sjáum við hérna í búðinni."
Galdratól gegn glötuðum gæjum
Nornirnar segja að þær bjóði upp á
lausnir við ýmsum kvillum svo sem
fyrir konur sem laða að sér einskis-
nýta menn eða tómar skuldir. „Fólk
er aðallega að forvitnast en það sem
hefur vakið hvað mesta athygli eru
galdratólin, uppskriftir af göldrum
og tæki til að framkalla galdur. Við
erum líka með spádómsspil og rúna-
borð og ýmislegt fleira sem fólki þyk-
ir áhugavert og spennandi en galdr-
arnir hafa vakið meiri athygli enda
hafa þeir ekki verið í boði í búðum á
Islandi," segir Eva. Eyrún bætir því
við að hægt sé að fá ýmsa galdra í
pökkum þar sem allt fylgir með.,,1
honum er allt sem þú þarft að nota
1 galdurinn. Ef þú þarft að kveikja
á kerti, þá er kerti í pakkanum og
svo auðvitað leiðbeiningar um hvað
það er sem þú átt að gera. Pakkarn-
ir eru með einstökum göldrum, t.d.
fávitafæla eða skuldafæla en þeir
eru mjög vinsælir." Eva tekur fram
að þó séu galdrarnir ekki allir jafn-
auðveldir viðfangs. „Sumir pakkarn-
ir eru þannig úr garði gerðir að fólk
verður að verða sér úti um ýmislegt
til galdursins. Til dæmis ástargaldur
þar sem vantar kannski hár af þeim
sem þú elskar. Ef umræðir galdra
sem beinast að öðru fólki þá þarf við-
komandi að útvega sér ýmislegt til
galdursins sem við getum ekki selt.
hollt að bölva einhverjum í sand og
ösku frekar en að valda einhverjum
óbætanlegum skaða.“ Eva grípur orð-
ið og segist í reynd ekki vilja tala um
svartagaldur. „Ég reyndar er þeirrar
skoðunar og trúi því að þegar þú
verði meira úr því sem maður á.
Hins vegar er ekki mjög auðvelt að
særa til sín fé. Enda er mjög Hklegt
að einhver annar eigi þá. Það er til
dæmis erfitt að særa til sín rafræn
veðbréf," segir nornin glottandi. „Já,
galdrar eru ekki einföld leið til að
fá það sem ég vil núna,“ segir Eva.
„Galdur er miklu frekar aðferð til
að hrinda af stað röð heppilegra
tilviljana. Sem þú getur nýtt þér
ef þú hefur dugnað og manndóm í
þér til þess. Fólk segir oft við mig:
Jáhá, ertu i peningagöldrum, ertu
þá ekki búin að vinna í Lottóinu?
En þetta er auðvitað ekki þannig að
þú segir hókus pókus og farir síðan
heim og horfir á sjónvarpið og þá fá-
ir þú bara lottóvinning. Hins vegar
ef þú beitir peningagaldri, þá gerist
eitthvað, ég veit ekki einu sinni al-
mennilega hvað það er. Ég veit bara
að þetta virkar. Þú færð atvinnutil-
boð, góða viðskiptahugmynd, meiri
aukavinnu eða þá að verðbréfin þín
hækka. Þú færð tækifæri, en þú
þarft að hafa fyrir því.“
Velgengnifræðingar og
rúnir í nútímanum
Nornirnar, sem eru ekki alveg sam-
mála um hvað Guð er segjast ekki
hræddar við fordóma og ofsóknir
þrátt fyrir brennandi dæmi sögunn-
ar. Enda vilja þær meina að hver met-
söluhöfundurinn á fætur öðrum
notist við fræðin án ofsókna. „Ég
held að þegar þú galdrar, sérstak-
lega gagnvart sjálfum þér þá gerist
eitthvað í undirmeðvitundinni sem
opnar augu þín fyrir tækifærum,"
segir Eva. „Helstu velgengnisfræð-
ingar nútímans vinna eftir þessum
aðferðum. Þeir ákveða nákvæmlega
hvað það er sem þeir vilja og þeir
skrifa það niður. Og hvað er það ann-
að en rúnagaldur? Þessu er Eyrún
sammála. „Máttur orðsins, máttur
táknanna og svo þessi sálfræði sem
menn eins og Bryan Tracy og Dale
Carnegie nota og hvað þeir heita nú
allir þessir menn. Það er alltaf það
sama: Settu þér markmið, segðu þau
upphátt, skrifaðu þau niður, horfðu
á sjálfan þig, sannfærstu. Þetta er
raunverulega að taka einhverja ósk,
breyta henni í markmið og beina
orkunni markvisst að einhverjum
punkti,“ segir Eyrún. Og hún vill
meina að allir hafi í sér kraftinn
og reyni að beita honum, oft á dag.
„Það er í raun enginn undanskilinn.
Það reyna allir að galdra oft á dag.
Til dæmis ef þú ert að flýta þér og
það er rautt ljós framundan þá seg-
irðu; gult, gult, gult. Eða ef kakan er
að falla í ofninum, þá segirðu; ekki
falla, ekki falla, ekki falla. Við segj-
um hluti sem eru fáránlegir, órök-
réttir og við erum alltaf að reyna að
hafa áhrif,“ segir Eyrún. „Já, og þeg-
ar unglingur skrifar nafnið á þeim
sem hann elskar í hendina á sér,“
bætir Eva við. „Hann er að reyna
að staðfesta ósk um að það verði eitt-
hvað samband úr þessu. Það reyna
þetta allir." ■
ernak@vbl.is
Handgert íslensk rúnaborð úr Nornabúðinni. Þar er lögð áhersla á íslenskan varning þó
þar megi einnig nálgast erlend galdratól.
Engin líffærasala
Eva segir að galdrar séu miserfiðir
og henti misvel fyrir fólk. „Auðveld-
ustu galdrarnir og þeir sem ég mæli
með fyrir byrjendur eru þeir sem
snúa að manni sjálfum, svokallað-
ir velgengnisgaldrar. Það eru þeir
galdrar sem allir geta framkvæmt
og þú þarft ekkert að hafa neina yf-
irskilvitlega hæfileika til þess. Þetta
er ekki eins dularfullt og fólk virðist
halda. Eyrún segir einnig að fólk
þurfi ekki að hafa áhyggjur af því
að galdrarnir séu eitthvað hættuleg-
ir. „Það er til dæmis miklu betra að
fólk kukli í svartagaldri og reyni
að hefna sín á þann hátt heídur en
að fara með felgujárn heim til þess
sem á að hefna sín á. Ef þú finnur
hefndarhug þá er venjulega um að
ræða innbyrgða reiði og vonbrigði
sem þarfnast útrásar. Þannig að ég
myndi halda að það væri beinlínis
beitir endurgjaldsgaldri séu áhrifin
ekki þau að sá sem fyrir galdrinum
verður sé stjórnlaus um það sem ger-
ist. Viðkomandi mun í raun refsa sér
sjálfur. Hann mun gera það með því
að fara illa með peningana sína, éta
á sig spik, drekka of mikið brenni-
vín eða eitthvað þess háttar en þú
galdrar ekki neina sjúkdóma í mann.
Ekki þá nema með einhverjum rosal-
ega flóknum aðferðum og líffærum
úr dauðu fólki sem við getum auðvit-
að ekki selt hérna. Heilbrigðiseftirlit-
ið myndi aldrei samþykkja það.“
Ekkert hókus pókus
Eyrún segir að fólk sé áhugasamast
um peningagaldra. „Hér náttúru-
lega er mammon dýrkaður eins og
alls staðar annarsstaðar á íslandi.
Það er hægt að galdra, hafa áhrif á
sjálfan sig þannig að maður læri að
fara með peninga, þannig að manni
99.......................................
...og líffærum úr dauðu fólki sem við getum
auðvitað ekki selt hérna. Heilbrigðiseft-
irlitið myndi aldrei samþykkja það.