blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 ! blaöiö Gallup-könnun: Gísli Marteinn talinn sigurstranglegastur Vilja „stóra bróður" við bæjarmörkin Mikill meirihluti íbúa á Seltjarn- arnesi vilja að settar verði upp ör- yggismyndavélar við bæjarmörk sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins í gær. Þar segir að í könnun sem IMG Gall- up gerði fyrir Seltjarnarnes í vetur hafi meðal annars verið könnuð af- staða Seltirninga til uppsetningar öryggismyndavéla í forvarnarskyni gegn innbrotum og skemmdarverk- um. Samkvæmt könnuninni eru tæp- lega 66% þeirra sem afstöðu tóku hlynntir notkun eftirlitsmyndavéla til að sporna gegn afbrotum. Fjórð- ungur þeirra sem svara eru andvígir öryggismyndavélum og er andstað- an mest hjá aldurshópnum 18-24 ára og meðal einhleypra. ■ Stórum körf- um fækkar Að loknum rúmlega mánaðar löngum sameiginlegum leiðangri íslendinga, Þjóðverja og Rússa, þar sem tilgangurinn var að meta stofnstærðir karfa í úthafinu, þykir áberandi að magn karfa sem er 40 sentimetrar og stærri hefur farið minnkandi allt frá árinu 1999. Alls mældust rúm 550 þúsund tonn af karfa með bergmálsaðferð og er tal- ið að heildarmagn karfa í úthafinu, á svæðinu frá lögsögu Kanada að Islandi, sé ríflega 1,2 milljón tonn. Samkvæmt viðhorfskönnun IMG Gallup, telja borgarbúar Gísla Mar- tein Baldursson líklegastan leiðtoga- efna sjálfstæðismanna í Reykjavík til að velta R-listanum úr sessi og leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum. „Ég er afar þakklátur fyrir þá trú, sem Reykvíkingar virðast hafa á Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL) segir grafalvar- legt að leikurum í „Flags of our fathers“, kvikmynd Clints Eastwoods, sé gert að skrifa undir verksamning þar sem þeir eru gerðir ábyrgir fyrir leikmunum og þurfi að greiða tvær milljónir króna fyrir týnda eða tapaða hluti. Þó tekur hann fram að þeir sem leika í mynd- inni séu ekki félagar í FÍL. „Ég held að þessir krakkar viti ekki hvað þeir eru að gera, því miður. Mér finnst þetta stór- alvarlegt mál og að fólk taki þetta að sér skil ég ekki. Það gerir sér enga grein fyrir því að það eru verktakamenn sem þurfa að greiða sína skatta og skyldur“, segir Randver. Hann bendir á að aukal- eikararnir séu ekki slysatryggðir og spyr hvað gerist komi eitthvað upp á. Starfa á eigin ábyrgð 1 samningnum sem leikararnir gera við Eskimo Group ehf. samþykkja þeir að starfa algjörlega á eigin ábyrgð. Þannig verður Éskimo ekki gert ábyrgt mér, sérstaklega vegna þess að ég hef ekki lýst yfir framboði,“ segir Gísli Marteinn í samtali við Blaðið. Ég er ennþá að velta framtíðinni fyrir mér og tek þessu með jafnaðargeði. Þessi könnun hefur ekki afgerandi áhrif á það hvað ég geri í þeim efnum. En auðvitað þykir mér vænt um að borgarbúar virðast samkvæmt þess- fyrir líkams-, heilsu- eða íjárhagstjóni ef slík tjón verða. Randver segir að svona sé þetta ekki í samningum FlL og kæmi aldrei til greina. Þá segir hann engin fordæmi um það sem segir um leikmunina og greiðslu verði þeim ekki skilað. Geturekkitjáð sig Þegar haft var samband við Eskimo var bent á Andreu Brabin ff amkvæmd- arstjóra. Hún hins vegar gat ekki tjáð sig um máhð og vildi ekki segja hvers vegna svo var. „Samningurinn er svona og þetta eru verðmætir munir sem eru á setti og er verið að gera fólki grein fyrir því svo þeir skih sér i lok dags. Fólki er frjálst að skrifa undir eða ekki, það er enginn að neyða neinn til þess að skrifa undir þennan samning. Það er nóg af fólki sem vih taka þátt í þessú', sagði Andrea. Hún gat ekki tjáð sig um það hvort samningurinn kæmi fráframleiðendummyndarinnar. ■ ari könnun hafa nokkra trú á mér í það mikla verkefni, sem bíður okkar sjálfstæðismanna í borginni.“ Annars vegar voru borgarbúar spurðir hvern þeir teldu líklegastan, til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í næstu borgarstjórnar- kosningum í Reykjavík, en velja mátti milli fimm manna, sem allir hafa verið nefndir sem hugsanlegir oddvitar sjálfstæðismanna í kom- andi borgarstjórnarkosningum. Þar varð Gísli Marteinn Baldursson hlutskarpastur, en 36,9% svarenda nefndu hann. Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son, núverandi oddvita, nefndu 29,7%. Þá var sama spurningin lögð fyrir menn, nema hvað nú gátu þeir aðeins valið á milli þeirra tveggja, sem mest fylgi fengu í fyrri spurn- ingunni. Þá sótti Vilhjálmur eilítið í sig veðrið en þó ekki nóg og töldu 53,6% svarenda Gísla Martein sigur- stranglegri frambjóðanda. Konunum líst betur á Gísla Martein Athyglisvert er að þegar svörin eru greind eftir kynjum í síðari spurn- ingunni reyndist sáralítill munur á fylgi þeirra Gísla Marteins og Vil- hjálms meðal karla, en 51% þeirra nefndu Gísla Martein en 49% Vil- hjálm. Á hinn bóginn var munur- inn verulegur meðal kvenna, en 56% Sigurður G. Guðjónsson (einn eig- enda Blaðsins), svaraði í gær bréfi frá Fjármálaeftirlitinu um málefni Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Hafði Fjármálaeftirlitið meðal annars farið fram á að sjá kaupsamning á stofnfjárhlutum í sjóðnum, sem og að hann geri grein fyrir ástæðum fyrir kaupunum. Sigurður staðfesti í samtali við Blaðið í gær að hann hefði neitað að afhenda samning- inn, sem og að hann gæti ekki séð hvað það kæmi Fjármálaeftirlitinu þeirra leist betur á Gísla Martein og 44% á Vilhjálm. Sú niðurstaða kann að skipta máli, en undanfarin ár hafa kannanir leitt í ljós að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur átt undir högg að sækja meðal kvenna á meðan hann hefur haldið fyrra fylgi sínu og vel það meðal karla. Til þess að vinna borgina aftur má því leiða að því rök að sjálfstæðismönnum sé nauðsynlegt að sækja meira fylgi til kvenna, en honum hefur tekist í und- anförnum kosningum. „Ég er mjög ánægður með það að njóta svo mikils trausts með- al kvenna,“ segir Gísli Marteinn. „Ekki síst vegna þess að það hefur stundum vantað á að konur fylktu sér um sjónarmið Sjálfstæðisflokks- ins í þeim mæli, sem maður hefði óskað. En vonandi er þetta til marks um að þar verði breyting á.“ Könnunin var símakönnun, fram- kvæmd á tímabilinu 23. júní til 26. júlí. Endanlegt úrtak voru 1102 Reyk- víkingar á aldrinum 18-75 úra sem valdir voru af handahófi úr þjóð- skrá. Fjöldi svarenda var 629, sem þýðir að svarhlutfall var 57,1%. Nýleg könnun bendir til þess að af- ar mjótt sé á munum milli R-listans og Sjálfstæðisflokksins í borginni og eru sjálfstæðismenn sjónarmun yfir R-listanum I fylgi. ■ við af hverju hann hefði keypt um- ræddan hlut. Blaðið sagði frá því í gær að Fjár- málaeftirlitið kannaði nú hvort myndast hafi virkur eignarhluti í Sparisjóði Hafnarfjarðar, og er um- rætt mál angi af því. Sigurður segir að þrátt fyrir kaup sín á stofnfjár- hlut í Sparisjóði Hafnarfjarðar sé hann ekki að mynda virkan eignar- hlut í sjóðnum, og því sjái hann ekki ástæðu fyrir eftirgrennslan Fjár- málaeftirlitsins nú. ■ Bla6i6/Cúndi Leikarar í Flags of our fathers: Vita ekki hvað þeir gera Neitar að afhenda kaupsamning i/i/l W ,agaP.is 09 sl< fardu inn “ » tj|b oS'm FJALLAHJOLABUÐIN FAXAFENI 7 S: 5200 200 MÁN - FÖS. KL. 9-18. LAll. KL. 10-16 WWW.gap.ÍS MHop On - Hop Offv' Eigafullt erindi á íslenskan markað Rekstur svokallaðra „Hop On - Hop Off“ ferðamannavagna hefur gengið vel það sem af er sumri að sögn Einars Steinþórssonar, fram- kvæmdastjóra SBK. „Vissulega er þetta í fyrsta skipti sem þetta er gert hérlendis þannig að við renndum frekar blint í sjóinn“, segir Einar. „Væntingarnar voru að þetta myndi standa undir sér fyrsta sumarið og ekki skila tapi. Við sjáum fram á að vera réttu megin við núllið í haust og þykir það ánægjuefni.11 Einar seg- ir að starfsemin hafi farið hægt af stað en júní og júlí hafi verið mjög góðir mánuðir. „Við horfum á hvern dag fyrir sig en að jafnaði eru þetta um fimmtíu eða sextíu farþegar á dag sem ég hugsa að sé þverskurður afþeim ferðamönnum sem koma til landsins.“ Hann segir að komið hafi á óvart hversu margir íslendingar hafi nýtt sér þjónustu vagnanna. Að sögn Einars munu bílarnir aka fram í september en sinna minni verkefn- um í vetur. Fullt erindi í Reykjavík Einar telur starfsemi sem þessa eiga fullt erindi í Reykjavík. „Þetta er viða í borgum erlendis þannig að við teljum að með þeim ferðamanna- fjölda sem hingað kemur þá geti þetta gengið upp og það hefur sýnt sig.“ Því munu „Hop On - Hop Off“ vagnarnir keyra áfram um götur borgarinnar að ári og um ókomna tíð. „Það er öruggt að við munum halda áfram og jafnvel bæta í,“ segir Einar en vill ekki segja til um hvaða breytingar verða á rekstrinum. Þó nefnir hann að til greina komi nýjar leiðir.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.