blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 26
26 IGARÐAR
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 blaöiö
Góð ráð Heimis
Janussonar
fyrir garðvinnuna
- Klippingar
Pegar aðgerðarleysið er alls-
ráðandi er upplagt að fara
á næstu vélaleigu, leigja
sér hekkklippur og renna eina
umferð yfir öll limgerðin i garð-
inum.
Mikilvægt er að klippa bara árs-
vöxtinn (þessa grænu sprota) og
fara ekki of innarlega. Þeir sem
ætla að halda áfram að skrópa
í líkamsræktinni geta tekið sér
handklippur, öðru nafni limskæri,
(hljómar hræðilega) og gert þetta
þannig. Það tekur aðeins meiri
tíma og er orkukrefjandi = meiri
bruni.
Einnig er timabært fyrir þá
sem formklippa kvisti að gera það
núna svo þeir blómstri eitthvað
næsta ár. Margir þeirra blómstra
mest á fyrri ársprota.
Upplagt er að fjarlægja stærri
greinar af trjám núna þegar tré-
ið lokar sárum mjög hratt. EKKI
mála í sár trjánna - það er oftast
til óþurftar.
Klippið eða sagið uppvið svo-
kallaðan greinarkraga (það eru
fellingarnar við stofninn og er
eins og greinin komi þar út).
Alls ekki fara í kragann eða
skilja eftir stubb út úr honum, ein-
göngu við hann.
Rósir mega í raun bíða en ef
þyrnarnir eyðileggja sokkabux-
urnar í sífellu þá er bara að klippa
þessa óþurftargrein alveg af með
beittum klippum.
Svo er alltaf gaman að rölta út í
garð og klippa sér útsprungna rós
til skrauts og yndisauka.
Annars er það með hekkklipp-
ingar að það er hægt að gera
meiri skaða á limgerði með því að
klippa ekki en að klippa vitlaust.
Drífið ykkur út til þess að prófa
- þetta vex allt saman aftur.
Ég mundi nú bíða með að
klippa sligaða berjarunna fram á
næsta vor til þess að missa ekki
uppskeru. Reyndar bera 3-7 ára
greinar yfirleitt mestan ávöxt,
svo fara þeir að dofna.
Hvar era geitungarnir?
Geitungar, eða vespur eins og þeir
eru oft kallaðir, hafa ekki náð mikilli
fótfestu hér á landi þetta sumarið.
Ástæðan er sú að síðasta sumar
var ekki farsælt fyrir þessa litlu
innflytjendur. I maí í fyrra var fjöldi
geitungadrottninga gríðarlegur og
allar líkur bentu til þess að mikið
geitungafár væri í uppsigi.
Fram eftir júlí gengu þessi
spádómar eftir en í byrjun ágúst
hrundi stofninn og eftir það sást
varla geitungur. Ástæður þess eru
enn á huldu en sérfræðingar hafa þó
sterkar getgátur uppi um dularfulla
geitungahvarfið.
Líklegast þykir að hitabylgjan í
fyrra sem mönnum er enn í fersku
minni hafi átt þar stóran hlut að
máli. Hitabylgjan kom í kjölfar
vætutíðar og þá skapast þannig
skilyrði í jarðveginum að sveppa- og
gerlamyndun eykst mikið. Viðþessar
aðstæður verða lífsskilyrði geitunga
slæmar. Því er talið flest geitungabú
hafi þá orðið þessu að bráð. Ekki
tókst þó að sýna fram á þetta með
óyggjanlegum sönnunum þar sem
ekkert bú fannst til rannsóknar.
Ekki hafa þó allir geitungar
dáið þar sem margir hafa orðið
vitni af einum og einum á stangli.
Þeir sem óttast þessar smáu verur
eins og pestina eru því farnir að
kvíða haustinu því þá verða þeir
oft árásargjarnir. Lítið er hægt að
gera til að forðast árásargjarna
geitunga annað en að læra að lifa
með þeim. Hætta að banda út öllum
öngum og garga þegar þeir nálgast
því þeir bregðast illa við áreiti
eins og skiljanlegt er. Þeir stinga
aldrei nema þeim þyki ástæða til
og þess vegna er best að gefa þeim
ekki ástæðu með ólátum og óþarfa
tilþrifum.
Það sem þarf að passa er að hafa
flugnanet á barnavögnum svo þeir
geri sig ekki heimkomna hjá sofandi
ungabörnum. Einnig er varasamt að
drekka sæta drykki úr flöskum eða
dósum þar sem geitungarnir sækja
í sætuna og gætu laumað sér ofan í
drykkjaílát. Best er að nota glös sem
auðveldlega ér hægt að sjá ofan í. Það
sem ber að hafa sérstakan vara er ef
barn fær stungusár í munn. Þá er
ráðlegast að hafa tafarlaust samband
við lækni. Geitungastungur eru
vanalega skaðlausar en geta
bólgnað upp og valdið töluverðum
óþægindum.
Heimild: Vefur
Náttúrustofnunnar íslands.
Efl Electrblux
4 Hö m/drifi
Verðkr. 29.900,-
Vérð áóur kr. 39.900,-
S Hö m/drifi
Verðkr. 37.900,-
Verðáöurkr. 49.900,-
18,5 Hö
Verð kr. 199.000,-
Verð áður kr. 299.000,
NYTT
Briggs & Strattón orf
4 gengis (Þarf ekki að blanda
oliu við bensin - minni hávaði)
Tilboðkr. 24.900,-
Partner 34cc Verð kr. 14.900,-
^ Verðáður
Partner 1850w 24'900’'
Verdkr. 9.900,-
Flymo loftpúðavélar
Verðfrákr. 18.900,-
4,75 Hö án drifs
Verðkr. 25.900,-
Verðáðurkr. 34.900,-
Siattuueiamarkaðurinn
Fellsmúla s: 517 2010