blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: A r og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
NÝR RISIÁ FJÁRMÁLAMARKAÐI
Stór hluti almennings er löngu hættur að fylgjast með sviptingum
á fjármálamarkaði. Ný félög spretta upp svo að segja daglega og
það er bara á færi sérfræðinga að fylgjast með hver á hvað. Auður
safnast saman á fáar hendur og bilið milli þeirra sem eiga eitthvað og
þeirra sem eiga lítið breikkar sífellt. Ein táknmynd þessara breytinga
sést í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær. Þar eru forstjórar
sem eru nánast með hundraðföld laun verkafólks. Er nema von að al-
menningur skilji ekki hvað er að gerast. Málið er í raun einfalt - Island
er að verða eign fárra.
I gær var síðan tilkynnt um nýjustu leikfléttuna í íslensku viðskipta-
lífi sem tryggir enn frekar stöðu þeirra sem hlut eiga að máli. Burðarási
verður skipti á milli Straums og Landsbankans. Á sama tíma var síðan
tilkynnt að Burðarás hefði keypt hlutabréf í Keri, sem á meðal annars
Olíufélagið ESSO og rúmlega helmingshlut í Samskipum. Og til að bæta
um betur voru keypt bréf í Eglu hf., sem á rúmlega 11% hlut í Kaupþingi
banka. Þessar sviptingar, sem eru einhverjar þær mestu sem orðið hafa
í íslensku viðskiptalífi eru að sjálfsögðu hið besta mál fyrir hluthafa í
viðkomandi félögum. Einingarnar verða sterkari og betur i stakk bún-
ar til að takast á við samkeppni, bæði hér innanlands og utan. Margir
mun fylgjast með þróun mála í Islandsbanka í kjölfarið og eru marg-
ir þeirrar skoðunar að líkur hafi aukist á að hann verði sameinaður
Landsbanka.
Islenskar fjármálastofnanir hafa verið að skila ævintýralegum hagn-
aði á síðasta ári og þessi mikli hagnaður hefur endurspeglast í launum
Iykilmanna bankanna. Almenningur verður þó tæpast var við gróðann
eða hagræðinguna sem fæst með sameiningum. Vextir hérlendis eru
enn einhverjir þeir hæstu sem þekkjast á vesturlöndum og þjónustu-
gjöld mala gull fyrir bankana. Sjálfir eru þeir á kafi í hlutabréfabraski
og í krafti auðsins geta þeir stýrt verðlagningu á ófullkomnum íslensk-
um hlutabréfamarkaði, sem þegar er hátt verðlagður. Hér er ekki verið
að segja að þeir geri það en spurningar hljóta að vakna um hvað séu
eðlileg völd í okkar örsmáa þjóðfélagi. Vilja Islendingar að fáir sterkir
aðilar stjórni landinu eða að völdunum sé dreift aðeins meira? Hvar
liggur hagur okkar? Það verður hver að svara fyrir sig.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar. Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðaisími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Simbréfáauglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunbtaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
110 Reykjavík • Sími: 535 9000 • Fax: 535 9090 • www.bilanaust.is
Bildshofða 9
14 I ÁLIT
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 200S blaðið
Er trúarstríð
í heiminum?
Meðal algengustu
fullyrðinga um
heimsástandið
anno 2005 er að
skollið sé á trúar-
stríð milli íslams
Ármann Jakobs- Og kristni. Og
son, fslensku- meðal algengra
....***£' orða í þessari orð-
ræðu er bókstafs-
trúarmaður en það er aðeins eitt
fjölmargra margnotaðra orða
þar sem stafirnir t,r og ú koma
fyrir i þessari röð. Það er eins og
flestallir sem taka þátt i umræð-
unni séu sannfærðir um að í nútím-
anum sé mikið deilt um trúarbrögð.
En ég held ekki. Og nú er rétt að taka
strax fram að mér býður við fólki
sem tekur þátt í stjórnmálum og seg-
ist láta trúarbrögð stjórna sér, hvort
sem viðkomandi heitir Bush eða
Khameini eða Bin Laden. En það er
ekki vegna þess að ég sé andvígur trú-
arbrögðum þó að ég hafi aldrei talið
mig til trúaðra manna. Ekki heldur
vegna þess að ég sé þeirrar skoðunar
að trúarbrögðin séu yfirskin, þó að
ég sé raunar þeirrar skoðunar. Held-
ur vegna þess sem þau eru yfirskin
fyrir en það er nánast ævinlega aft-
urhaldssemi og andúð á flestöllum
tegundum frelsis sem nútímamann-
inum hefur sem betur fer hlotnast
frá dögum frönsku byltingarinnar.
Bæði Bandaríkjunum, Iran og flest-
um hryðjuverkasamtökum sem mest
kveður að i nútímanum er stjórnað
af afturhaldsmönnum. Skoðanir
þessara manna eru hvorki grund-
vallaðar á Biblíunni né Kóraninum
heldur eru þessi rit notuð til að rétt-
læta afturhaldssemi og fastheldni
við ýmsar fornar dyggðir en þó
einkum hatur og óbeit á öllum sem
hugsa og hegða sér öðruvísi en aftur-
haldsmanninum þóknast. Áberandi
er hversu allt þetta svokallaða trú-
aða fólk hefur mikið dálæti á dauða-
refsingu og raunar hvers konar refs-
ingum og ofbeldi. Sama gildir um
margs konar frelsi sem til að mynda
konum hefur hlotnast á seinustu öld,
þó að afturhaldsmaðurinn taki að
sjálfsögðu mið af aðstæðum í heima-
landinu og nágrannalöndum þess.
En enginn þarf að efast um raun-
verulegan hug afturhaldsmanns-
ins til frelsis annarra en sjálfs sín.
Þeir sem vilja stjórna með trúar-
brögð sem grundvöll eru mestir
andstæðingar frelsisins. Ekki vegna
þess að þeir séu trúaðri en aðrir
heldur vegna þess að trúarbrögðin
hafa löngum verið notuð til að tak-
marka frelsið og þeir sem vilja nota
þau núna hafa sama markmið, að
stjórna hegðun annarra. En þetta
hefur ekkert með trú að gera heldur
ætti átakalína nútímans að standa
milli afturhaldsmanna og annarra,
þó að það veki raunar ákveðinn
óhug hversu mjög nútíminn mótast
af innbyrðis striði ólíkra fylkinga aft-
urhaldsmanna. Enn flóknari verða
átakalínurnar því að afturhaldssinn-
arnir geta sumir verið frjálslyndir á
ákveðnum sviðum, oftast til að vinna
raunverulegum málstað sínum hylli.
Þannig hafa margir íslamskir flokk-
ar náð alþýðuhylli með því að taka
félagslegt réttlæti upp á arma sina.
Ekki má þó rugla þeim saman við
raunverulega sósíalistaflokka því
að hin trúarlega skírskotun fer illa
saman við það frjálslyndi sem fylg-
ir sannri félagshyggju sem snýst
um rétt allra, ekki bara meirihlut-
ans (og enn síður yfirstéttarinnar).
Aðrir afturhaldssinnar (til dæmis
Bush) þykjast hlynntir til dæmis
kvenréttindum og þeir notuðu þau
jafnvel sem yfirskin í prufustríðinu
við Afganistan. En um leið berjast
þeir gegn margs konar frelsi kvenna,
svo sem launajafnrétti, getnaðar-
vörnum, fóstureyðingum og þar
fram eftir götunum. Jafnvel þó að
slíkir menn hefðu kannski í raun og
veru góðar fyrirætlanir á einhverj-
um sviðum er grundvallarstefna
þeirra frelsisskerðing með skírskot-
un til trúar og það er ekki stefna
sem frelsissinnar geta sætt sig við.
Ekkert af þessu er „vestrænt“ eða
,austrænt“ og það drepur málinu á
dreif að snúa umræðunni á þá braut,
enda er slíkt hjal aðeins leið ákveð-
inna stjórnmálamanna til að troða
ákveðnum pakka af gildum sem
sum eru jákvæð en önnur neikvæð
upp á fólk í okkar heimshluta og fá
það til að taka við pakkanum sem
heild án þess að grandskoða inni-
haldið. Það skulum við ekki gera. Og
við skulum ekki heldur láta gabbast
til að halda að við þurfum að taka af-
stöðu með og móti kristni og íslam.
Um það snúast nútímastjórnmál
ekki heldur er þetta brella ýmissa
ólíkra tegunda afturhaldssinna til
að ná völdum og hrinda afturhaldi
sínu í framkvæmd.
AfMúrnum
En það hlust
ar enginn!
Fyrir nokkru dvaldi
ég í Berlín stutta
hríð og notaði laus-
an tíma aðalega til
að kynnast stríðs-
hrjáðri sögu þessar-
Eiríkur ar kyngimögnuðu
Bergmann borgar sem varð að
stTórnmáM- táknmynd kalda
fræðingur striðsins með reisn
............. Berlínarmúrsins.
Þar sem ég dvaldi
í Prenzlauer Berg hverfinu í austur
- Berlin kynntist ég jafnaldra minum
sem upplifði söguna vitlausu megin
við múrinn, það er að segja austan
megin. Hann hafði verið landa-
mæravörður annarstaðar við landa-
mæri Þýskalandanna tveggja en hið
örlagaríka kvöld 9. nóvember 1989
var hann staddur í Berlín og flyktist
ásamt tugþúsundum annarra út á Al-
exander torg og krafðist þess að múr-
inn yrði rifinn niður. Ég fékk hann
til að lýsa reynslu sinni fyrir mér.
Múrinn rifinn
Nokkru áður höfðu Ungverjar hætt
að stöðva austur- Þjóðverja sem
flýðu þá leiðina vestur yfir svo
austur - þýskum stjórnvöldum var
vandi á höndum. Hinn alræmdi
Eric Honecker hafði hröklast frá
völdum nokkrum dögum áður og
austur - þýsk stjórnvöld freistuðu
að snúa þróuninni við með því að
heimila ferðalög beint milli aust-
ur - og vestur Þýskalands. I sjón-
varpsviðtali þetta nóvemberkvöld
missti fulltrúi stjórnarinnar Gunter
Schabowsky út úr sér af eintómum
klaufaskap að hliðið til vesturs yrði
opnað þá þegar, en það hafði þó
ekki enn verið afgreitt í stjórninni.
Umsvifalaust rauk mannfjöldinn
á Alexandertorgi út að múrnum
og hóf að rífa hann niður á meðan
landamæraverðirnir, kollegar þessa
nýja félaga míns, horfðu skelkaðir á.
Þeim hafði ekki verið sagt frá þess-
um breyttu háttum.
Tjáningarfrelsið í hnotskurn
Ég hlustaði af andakt á félaga minn
lýsa líðan sinni og upplifun á þessari
merku stund. Sjálfur var ég heima í
stofu hér í Reykjavík og fylgdist með
sögunni gerast í sjónvarpinu í ör-
uggri fjarlægð, En það var líka merki-
leg stund fyrir mig að hlusta á sögu
þessa austur - þýska félaga míns
núna sextán árum seinna. Eg spurði
hann hvernig líf hans hafi breyst síð-
an en hann býr enn nokkurn veginn
á sama stað og fyrir hrun múrsins.
Svar hans var að helsta breytingin
fælist Hklega í því að nú gæti hann
áhyggjulaust sagt það sem honum
býr í brjósti, síðan hugsaði hann
sig um í stutta stund áður en hann
bætti við; “en það hlustar enginn!”
Ætli þetta sé ekki tjáningarfrelsið
í hnotskurn eins og annar félagi
minn hér á íslandi orðaði það þegar
ég sagði honum þessa sögu.
eirikurbergmann.hexia.net