blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGUST 2005 Maöiö West Ham reynir aðnáíAdebayor Alan Pardew framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United gerir miklar vonir um að fá hinn 2i.árs gamla ffamherja Mónakó, Emmanuel Adebayor, til liðs við Hamrana. Adebayor og forráðamenn Mó- nakó eru ekki samstíga þessa dagana eftir að leikmaðurinn lenti uppá kant við þjálfara félagsins. Adebayor sem er landsliðsmaður Togo er sagður vera verðlagður á 685 milljónir íslenskra króna en forráðamenn West Ham voru í Mónakó um síðustu helgi. Þeir gera sér mikl- ar vonir um að ná í Adebayor þar sem áhugi Mónakó á Louis Saha leikmanni Manchester United er mikill og ef Adebayor fer til West Ham er talið nánast öruggt að Mónakó bjóði í Saha. Ballack til rauðu djöflanna? Breska blaðið The Guardian skýrði fr á því í gær að þýski landsliðsmaðurinn Michael Ball- ack sem leikur með þýsku meist- urunum í Bayern Munchen, sé á förum ff á Bayern eft ir lok næstu leiktíðar. The Guardian telur sig vera með mjög traustar heimildir fyrir því að Baliack og Manchester United hafi náð samkomulagi um að hann komi til félagsins eftir næstu leiktið. Samningur leikmanns- ins við Bayern Munchen rennur út næsta sumar en Michael Ballack er einn aðalleikmaður- inn í hði Bayern Munchen og þýska landsliðsins. Það yrði vissulega mikið áfall fyrir þýsku meistarana að missa Ballack til Manchester United en orðrómur um það hefur verið í gangi að undanfömu. Michael Ballack er heimilt að skrifa undir hjá United í janúar næstkomandi. HvertferOwen? Miklar vangaveltur em í Bret- landi um hvert fótboltastjarnan Michael Owen fari fyrir næstu leiktíð. Owen sem er samnings- bundinn spænska stórhðinu Real Madrid fer nánast örugglega ffá félaginu þar sem Real Madrid keypti nýverið undradrenginn Robinho sem er ffá Brasilíu og þá var Julio Babtista einnig keypt- ur til Real. Það er alveg klárt að Vanderlei Luxemburgo þjálfari Real Madrid komi til með að nota Robinho, Ronaldo og Raul ffekar en Michael Owen á næstu leiktíð. Owen verður að hugsa um ff amtíð sína og þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að úr- shtakeppni Heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu er næsta sumar. Mörg hð hafa verið nefhd að undanförnu sem hugsanlegir kaupendur á leikmanninum og nægir í því sambandi að nefna, Liverpool, Manchester United, Arsenal, Chelsea og nú síðast Newcastle United. Rafael Benitez ffamkvæmdastjóri Liverpool og Arsene Wenger ff amkvæmdstjóri Arsenal sögðu fyrir helgi að þeir ætluðu sér ekki að bjóða í Owen og Chelsea virðist einnig vera hrokkið úr skaft inu. Keppnin virðist því vera orðin á milli Manchester United og Newcastle United en Graeme Souness stjóri hjá Newcastle hefúr löngum verið mikill aðdáandi þessa 25 ára gamla sóknarleikmanns. Spurningin virðist því vera hvort Owen verði í svart-hvítu í vetur eða í rauðu og hvítu. ísland mætir Kolumbíu á Laugardalsvelli i7.ágúst UEFA Super Cup • Mónakó • 26. ágúst 2005 LiverpaoJ FC CSKA Mosl Skréðu þig í FótboiUiklúbb MdstorCard á www.kreditkort.is, notaðu MasterCard* kortiö þitt til 11. ágúst og þú gætir vcrið á lciðinni é stórlcik í Mónakó: UEFA Champions League meistararnir I Liverpool mæta UEFA Cup meisturunum í CSKA Moskvu. Meira i www.krcditkort.is A-landslið íslands og Kolumbíu mæt- ast á Laugardalsvellinum íyágúst næstkomandi í vináttulandsleik í knattspyrnu. Landslið Venezúela átti að koma hingað en þeir afboð- uðu komu sína og því urðu forráða- menn KSÍ að bregðast skjótt við ef við ætluðum að fá landsleik á þess- um degi. „Venezúela gat ekki komið og afboð- aði komu sína á síðustu stundu og við urðum því að hafa snar handtök í að verða okkur úti um annan leik. Það tókst sem betur fer og við erum mjög ánægðir með að fá Kolumbíu hingað til lands. Þetta er feykilega sterkt lið og nægir í því sambandi að nefna að þeir eru í 25.sæti á styrk- leikalista alþjóða knattspyrnusam- bandsins", sagði Geir Þorsteins son framkvæmdastjóri KSÍ í samtali við Blaðið í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem landslið þessara þjóða mætast á knatt spyrnuvellinum og frá Kolumbíu hafa nokkrir þekktir leikmenn komið og nægir í því sambandi að nefna hinn hárprúða Carlos Valderama og Freddie Rin- con. Kolumbía hefur fjórum sinnum komist f úrslitakeppni Heimsmeist- aramótsins, 1962,1990,1994 og 1998. Þeirra besti árangur í úrslitakeppn- inni er í 16-liða úrslit. Kolumbía er nú sem stendur í 5.sæti suður-amer- íkuriðils undankeppni HM. Liðið er með 20 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en fjögur efstu liðin komast í úr- slitakeppni HM. Liðin sem Kolumb- ía er að keppa hvað harðast við að komast til Þýskalands eru Paraguay sem hefur 22 stig og Ekvador sem er með 23 stig en Kolumbía á eftir að mæta báðum þessum liðum áður en undankeppninni lýkur. Frægasti leikmaður hjá Kolumbíu í dag er án efa framherjinn Juan Pablo Angel sem leikur með enska úrvalsdeild- arliðinu Aston Villa. Það verður sannarlega gaman að fylgjast með þessum snjalla leikmanni á Laugar- dalsvellinum þann i7.ágúst. Ásgeir og Logi völdu 1 nýliða í hópinn Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigur- vinsson og Logi Ólafsson völdu í gær landsliðshópinn gegn Kolumbíu og 1 nýliði er í hópnum. Valsmaður- inn Bjarni Ólafur Eiríksson er í leik- mannahópi íslands en Bjarni Ólafur hefur leikið feikivel með Valsmönn- um í sumar og er verðlaunaður með sæti í A-landsliðshópi Ásgeirs og Loga. Hópurinn er annars skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Árni Gautur Arason Kristján Finnbogason Aðrir leikmenn: Heiðar Helguson Auðun Helgason Ólafur Örn Bjarnason Kristján Örn Sigurðsson Indriði Sigurðsson Gylfi Einarsson Veigar Páll Gunnarsson Stefán Gíslason Grétar Rafn Steinsson Kári Árnason Válerenga KR Fram Hermann Hreiðarsson Charlton Brynjar Björn Gunnarsson Reading Arnar Þór Viðarsson Lokeren Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea Tryggvi Guðmundsson FH Fulham FH Brann Brann Genk Leeds United Stabœk Lyn YoungBoys Djurgárdens Hannes Þ. Sigurðsson Viking Stavanger Helgi Valur Daníelsson Fylkir Haraldur Freyr Guðmundsson Aalesund Jóhannes Þ. Harðarson Start Bjarni Ólafur Eiríkssq^ Valur ÍÞRÓTTIR Valtýr Björn Island steinlá fyrir Dönum bikarnum í kvöld íslenska drengja- landsliðið í knatt- spyrnu átti ekki mikla möguleika gegn jafnöldrum sínum frá Dan- mörku í gær þegar Norðurlandamótið hófst hér á landi. ís- land og Danmörk eru í A-riðli og íslensku piltarnir lentu snemma 0-1 undir. Danir bættu síðan þremur mörkum við áður en flautað var til leiksloka og strák- arnir hans Lúka Kostic lentu eigin- lega á vegg í fyrsta leiknum. Byrjunarlið (slands í gær var þannig skipað: Haraldur Björnsson var í markinu. Aðrir leikmenn voru, Guðmundur Kristjánsson, Jósef Kristinn Jósefs- son, Björn Orri Hermannsson sem var fyrirliði, Fannar Þór Arnarsson, Jón Kári ívarsson, Aron Einar Gunn- arsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Viktor Unnar Illugason, Steinn Gunnarsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson. írland og Noregur mættust einnig í gær í A-riðli mótsins og þar unnu írar 3-2.1 B-riðli gerðu Færeyjar og Svíþjóð 1-1 jafntefli og England vann Finnland 3-2. Island mætir írum í dag í Kefla- vík klukkan 14.30. ■ Fyrri leikur undanúrslita VISA-bik- arkeppni KSÍ í karlaflokki fer fram í kvöld. Þá mætast á Laugardalsvelli Fram og FH. Leikur liðanna hefst klukkan 19.40 og eins og flestir vita verður leikið til þrautar. Ekkert jafntefli er í gildi í kvöld. Það verður að segjast eins og er að hefðin er svo sannarlega með Fram en ekki FH ef árangur í bikarkeppn- inni er skoðaður. Fram hefur leikið alls 14 sinnum til úrslita og unnið 7 bikartitla en FH hefur þrisvar sinn- um leikið til úrslita í bikarkeppn- inni en aldrei unnið. Síðast lék FH til úrslita í bikarnum fyrir þremur árum gegn ÍA þar sem skagamenn urðu bikarmeistarar. Framarar léku síðast til úrslita fyrir tveimur árum þegar Fylkir vann Fram 3-1 í úrslit- um. Fram varð síðast bikarmeistari árið 1989 þegar þeir unnu KR 3-1 í úrslitum. FH verður án tveggja sterkra leikmanna FH-ingar verða án tveggja sterkra lykilmanna í kvöld. Tommy Niels- en er enn meiddur og Davíð Þór Viðarsson tekur út leikbann. Heim- ir Guðjónsson fyrirliði hefur verið meiddur í baki en hann er leikfær í kvöld. „Ég er alveg klár í slaginn í kvöld. FH hefur náttúrulega aldrei unnið bikarinn og það er kominn tími til að breyta því. Verkefnið í kvöld er krefjandi og við ætlum að standa okkur í kvöld. Okkur hefur oft ekki gengið neitt sérstaklega vel með Fram en vonandi verður breyt- ing á því í kvöld. Við ætlum okkur í stærsta leik sumarsins sem er bikar- úrslitaleikurinn. Fram er með góða leikmenn og ég sá þá á móti Þrótti og þeir eru með fljóta leikmenn í fram- línunni sem við verðum að vera vel vakandi varnarlega séð. Staða Fram- ara í deildinni segir ekki til um rétta mynd að mínu mati með getu liðsins, þannig að þetta verður hörkuleikur“, sagði Heimir Guðjónsson fyrirliði FH um leikinn gegn Fram í kvöld í samtali við Blaðið í gær. Framarar verða án írans Ross McClynn sem er meiddur og Kim Norhölt leikur ekki meira með í sum- ar þar sem hann er með slitna hásin. Eggert Stefánsson sem hefur verið meiddur verður í leikmannahópi Fram í kvöld. Þá er Hans Mathiesen einnig tilbúinn í slaginn en hann var meiddur og þá verður Sviinn Jo- han Karlefjárd í hópnum hjá Fram í kvöld. Ríkharður Daðason fyrirliði Fram er bjartsýnn fyrir leikinn gegn FH í kvöld. „Ég er fullur tilhlökkunar. Það er úrslitaleikur í boði og ef það er ekki nóg fyrir mann að hlakka til þá veit ég ekki hvað það á að vera. Við erum á uppleið að mér finnst og síðustu tveir leikir hafa verið ágætir. Mér fannst við hafa spilað vel gegn FH þegar við mættum þeim í deild- inni fyrr í sumar en núna er það bik- arinn. Þeir eru búnir að vera mjög góðir í sumar en það styttist í að FH tapi leik. Það er engin pressa á okkur. Það reikna allir með sigri FH í þessum leik en við ættum að geta mætt afslappaðir í leikinn í kvöld“, sagði Ríkharður Daðason fyrirliði Fram í samtali við Blaðið í gær Leikinn í kvöld dæmir Egill Már Markússon og honum til aðstoðar verða Einar K.Guðmundsson og Einar Sigurðsson. Varadómari í leiknum í kvöld verður svo Ólafur Ragnarsson. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.