blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 ! blaöiö Indverskur maður leitar skjóls í steinsteypuröri í Bombay f gær en enn eru mörg svæöi borgarinnar á kafi eftir monsúnregnið sfðustu daga. Regninu slotar á Indlandi Allt aðþúsund manns látnir eftir mestu úrkomu í sögu Indlands. Samgöngur í Bombay á Indlandi voru óðum að komast í samt horf og áður í gær þegar loksins stytti upp eftir aftakaregn undanfarna viku. Flóð og aurskriður hafa orðið hátt í þúsund manns að bana á Indlandi síðast liðna viku, þar af er helming- urinn frá Bombay. Þá er margra enn saknað og líklegt að tala látinna fari yfir þúsund áður en yfir lýkur. Hjálparstarf hefur hingað til gengið afar erfiðlega vegna vonskuveðurs og þá eru götur borgarinnar vatns- ósa og margar hverjar á kafi undir eins til tveggja metra vatni. Tugþús- undir hafa þurft að yfirgefa heimili sín, rafmagnsleysi er víðast hvar og fjárhagslegt tjón vegna náttúruham- faranna nemur milljörðum. Veðurfræðingar spá meira regni á næstunni en telja ólíklegt að það verði í sams konar mæli og regnið í síðustu viku. Úrkoman á þriðjudag í síðustu viku var sú mesta sem mælst hefur á Indlandi síðan mælingar hófust en talið er að það regn sem væntanlegt er muni aðeins blikna í samanburði við það. Sjúkdómahætta mikil Hundruð tilfella af kóleru, iðrabólgu og blóðsótt hafa verið tilkynnt í Bombay en mikil sjúkdómahætta ríkir vegna hamfaranna. Stafar það af því að fjölmörg lík og dýrahræ eru enn á við og dreif um götur borg- arinnar sem geta borið hættulega sjúkdóma, einkum ef þau eru ekki fjarlægð svo dögum skiptir. Þá hafa vatnsveitur og vatsnból eyðilagst eða mengast vegna mikils skolps. Hundruð sjúkraliða vinna nú að því að hlúa að særðum, dreifa klór- töflum til fólks og brenna lík sem finnast. Fjölmargir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir úrræðaleysi og krafist rann- sóknar á flóðinu og aðgerðum stjórn- valda. „Við höfðum ekkert rafmagn eða vatn í fjóra daga og við komumst ekki út úr húsi þar sem vatnsflaum- urinn náði upp að bringu og bílar voru á kafi. Símalínur lágu niðri og ekkert hægt að gera“, sagið einn ibúanna á svæðinu. Monsúnregn á Indlandi verða hundruðum að bana ár hvert í þessu næst fjölmennasta landi heims. ■ bjornbragi@vbl. is Sat saklaus inni í tvo áratugi DNA-sýni sannaði að tveggja barna faðir var ranglega dcemdur fyrir nauðgun á 48 ára gamalli konu árið 1986. Tveggja barna faðir frá Pittsburgh í Bandaríkjunum, Thomas A. Dos- well, var á dögunum látinn laus eftir nærri tveggja áratuga fangelsisvist fyrir glæp sem hann framdi ekki. Árið 1986 var Doswell dæmd- ur til 13-26 ára fangelsisvistar fyrir að nauðga 48 ára gamalli konu á sjúkra- húsi í borginni. Á meðan á fangelsisvist hans stóð var Doswell fjórum sinnum neitað um reynslulausn þar sem hann neitaði að gangast við meintum glæp sínum. DNA-sýni hefur nú loks sannað það sem hann hefur haldið fram alla tíð; að hann sé saklaus. Fórnarlamb nauðgunarinnar og annað vitni bentu á Doswell þegar lögregla sýndi þeim myndir af átta mönnum sem mögulega áttu að hafa framið verknaðinn. Á þeim Thomas A. Doswell tíma voru myndir af mönnum sem áður höfðu verið kærðir fyrir nauðg- un merktar með bókstafnum „R.“ Hefur Doswell alla tíð haldið því fram að ástæðan fyrir því að bent var á hann sé sú að mynd hans var merkt með „R.“ Ástæðan fyrir merkingunni var sú að fyrrverandi kærasta hans hafði sakað hann um að hafa nauðgað sér en Doswell var sýknaður af þeirri kæru. Var mynd Doswells sú eina af myndunum átta sem merkt var með „R.“ Yfirvöld fyr- irhuga nú að bera DNA-sýnið sem tekið var úr fórnarlambinu við alrík- isgagnabanka en hafa engan grunað- ann enn sem komið er. Þakkiátur fyrir að réttlæt- inu sé loksins fullnægt „Ég er þakklátur fyrir að vera kom- inn heim“, sagði Doswell við AP- fréttastofuna sem ræddi við hann á heimili móður hans á mánudag, sama dag og hann var látinn laus. „Ég er þakklátur fyrir að réttlætinu hefur loksins verið fullnægt. Rétt- arkerfið er ekki fullkomið, en það virkar.“ Saksóknarar höfðu mótmælt þeirri skipun dómara að láta rann- saka DNA-sýni úr Doswell. Niður- stöður rannsóknanna sýndu hins vegar að sæði sem tekið var úr fórn- arlambinu var ekki Doswells og var hann því látinn laus úr fangelsi og dómurinn felldur niður. Fjölskylda hans fagnaði ákaflega þegar dómari kvað upp úrskurðinn á mánudag. Hvorki Doswell né fjölskylda hans kváðust reið vegna fangelsisvistar hans. „Ég gæti ekki gengið um og verið reiður og bitur“, sagði Doswell í farsíma og var það í fyrsta sinn sem hann talaði í slíkt tæki. „Það myndi bara gera þetta ennþá verra.“ Dos- well notaði fangelsisvist sína til að ná sér í háskólagráðu og lærði einnig að tala spænsku. Þá lærði hann á sjö hljóðfæri, m.a. gítar, saxófón, flautu, trommur og trompet. Kærasta Dos- wells kvaðst himinlifandi yfir að sjá Doswell heima en ekki í fangelsinu. ,Nú getum við haldið áfram að lifa lífi okkar“, sagði hún. ■ Kyrkislanga undir uppþvottavélinni Stefanie Leafty, húsmóðir frá Misso- uri-fylki, hafði ástæðu til að öskra upp y fir sig þegar hún teygði sig und- ir uppþvottavélina á heimili sínu og ætlaði að ná í það sem hún hélt að væri leikfang. Leafty greip hins veg- ar í hvorki meira né minna en eins og hálfs metra langa kyrkislöngu sem hafði hreiðrað um sig undir vélinni. Kyrkislöngur kunna vel við sig í heitu og röku loftslagi og þótti slöngunni því uppþvottavélin eðli- lega kjörinn staður til búsetu. Leafty-fjölskyldan hafði búið í húsinu í tvo mánuði en ekki tekið eftir slöngunni fyrr en atvikið átti sér stað á sunnudagskvöld. Heimilis- hundurinn hljóp að vélinni þegar hann heyrði ópin I húsmóðurinni og snusaði af slöngunni en Leafty dró hann hins vegar burt á afturlöppun- um og flúði með fjölskylduna út úr húsinu. Eiginmaður Leafty og vinur hans náðu kyrkislöngunni undan vélinni og komu henni fyrir í kodda- veri og hyggst fjölskyldan nú selja dýrið. Fyrrum leigjandi íbúðarinnar játaði að slangan hefði verið í sinni eign. Hún hefði hins vegar sloppið burt og reyndi eigandinn ekki að finna hana þar sem hann var að eig- in sögn kominn með leið á henni. ■ Stunginn til bana í strætisvagni 28 ára gamall Lundúnabúi, Richard Whelan, var stunginn til bana í strætisvagni í norðurhluta borgar- innar eftir að hafa lent í erjum við hóp unglinga í vagninum. Maður- inn var á leið heim ásamt kærustu sinni síðla kvölds og sátu þau í efri hluta tveggja hæða vagnsins. Hópur- inn var með skrílslæti í vagninum og hóf að kasta frönskum kartöflum í kærustu mannsins. Þegar Whelan kvartaði við ungmennin og bað þau að hætta réðst einn úr hópnum að honum og stakk hann sex sinnum með hníf sem hann bar á sér. Aðrir farþegar vagnsins reyndu að hlúa að Whelan án árangurs því hann lést þegar hann kom á sjúkrahús. Árás- armaðurinn, sem var að sögn vitna hettuklæddur blökkumaður um tví- tugt, gekk hins vegar hinn rólegasti út úr vagninum og hélt út í nóttina. Athygli vekur að besti vinur Whel- ans, Ciaran Cassidy, var á meðal þeirra sem létust I hryðjuverkaárás- unum I Lundúnum 7. júlí. Hafði Whelan stýrt leit að Cassidy áður en tilkynnt var að hann hefði verið á meðal þeirra látnu í lestinni. Þá hef- ur móðir Cassidy látið hafa eftir sér að Whelan hafi sýnt fjölskyldu sinni ómældan stuðning í að komast yfir sorginavegnadauðaCiarans. ■ Þriggja vikna gamall Assamese Macaque api sýgur fingur sinn i dýragarði f Shanghai í gær. Apinn situr f fangi starfsmanns dýragarðsins þar sem móðir hans hefur ekki getað nært hann sjálf. Assamese Macaque er sjaldgæf apategund sem lifir í fjalllendum sunnan- og suðaustanverðrar Asíu og Norður-Afríku. Þúsundir þeirra eru þó hýstir á rannsóknarstofum, f dýra- og skemmtigörðum og haldnir sem gæludýr á heimilum víða um heim.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.