blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 37

blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 37
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 INNLENDAR FRÉTTIR I 37 ■ Fjölmiðlar Áfram Palli! Á dögunum var Páll Magnússon ráð- inn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sem e.t.v. átti ekki að koma mörgum á óvart. Að öðrum umsækjendum ólö- stuðum hafði hann einfaldlega mesta reynslu til starfans. Þar fyrir utan held ég að hann hafi líka marga aðra kosti, sem sumir eru áþreifanlegir en aðrir ekki. Af þeim tel ég það langmikilvæg- ast að hann þekkir lífið utan RÚV. Það hefði verið gersamlega skelfilegt ef í útvarpsstjórastól hefði sest núverandi starfsmaður Ríkisútvarpsins, upptek- inn af innanhúspólitík, fullur af göml- um hugmyndum og samdauna stofn- uninni með þægindi starfsmanna fremur en hagsmuni hlustenda að leiðarljósi. f þeim viðtölum, sem Páll hef- ur veitt eftir að ráðning hans varð kunn, hefur hann í sjáífu sér ekki farið mikið út í það hvaða breyting- ar hann telji nauðsynlegt að gera á Rikisútvarpinu. En hann hefur kynnt að hann muni gera breyting- ar og það eitt vekur vonir. Við lestur viðtalanna hefur líka orðið ljóst að Páll er enginn óvinur Ríkisútvarpsins, eins og sumir virt- ust óttast á þeirri forsendu einni að hann hefði starfað lengi fyrir helsta keppinaut RÚV. Vafalaust varpa margir öndinni léttar vegna þess. Eins er það sjálfsagt mikill akkur fyrir stofnunina að hinn nýi útvarpsstjóri hefur verið fréttastjóri og hefur því næman skilning á þeim veigamikla og viðkvæma þætti Ríkis- útvarpsins sem fréttaflutningur er. Það sem mér þykir þó langmikil- vægast í því, sem fram hefur kom- ið hjá Páli undanfarna daga, er að hann hefur fyrstur útvarpsstjóra leyft sér að spyrja þeirrar spurning- ar opinberlega, sem vafist hefur fyr- ir ýmsum, en varla hefur mátt impra á. Fyrr en nú að Páll spyr hennar og allt í einu kinkar þjóðin íbyggin kolli og tekur undir að þetta sé góð spurning. Spurningin er þessi: „Til hvers er Ríkisútvarpið?“ Svarið er auðvitað ekki einhlítt, en ég hygg að Páll sé á réttri leið með að ná niðurstöðu um það. Ef menn telja á annað borð nauðsynlegt að reka Ríkisútvarp - sem undirritað- ur er raunar ósammála - er eins gott að menn hafi markmiðin á hreinu, þannig að reksturinn fari ekki út í tóma vitleysu. Eins og hefur gerst á umliðnum áratugum. Fyrir vikið er Ríkisútvarpið að grauta í öllu og ger- ir ekkert vel. RÚV sinnir ekki lögboðnum skyldum sínum með sómasamleg- um hætti, en fer síðan langt út fyrir heimildir sínar í öðru. RÚV hefur þannig stundað plötuútgáfu, versl- unarekstur, heldur úti fréttavef og svo framvegis. Þetta má RÚV auðvit- að ekki gera frekar en að reka bóka- forlag, ísbúð eða gefa út dagblað. Samt er það nú þannig og þó játað hafi verið í ársskýrslum að þetta sé nú ekki alveg í samræmi við lögin hefuryfirstjórnin talið það til marks um að breyta þurfi lögunum! Það er einmitt svona rugl, sem ég treysti á að Páll uppræti. En það þarf meira til. Það þarf að komast að því hver sé kjarninn í starfsemi RÚV og hvernig hann verði best fóstraður. Hlutverk þess er ekki að keppa við aðra ljósvakamiðla, svona út af fyrir sig. Menningarhlutverkið á ekki að felast í því að metast við Stöð 2 um það hver sé með betri sápuópeur, ör- yggishlutverkið á ekki að velta á því hvort spennandi fótboltaleikur sé í loftinu eða ekki og nauðungargjöld viðtækjaeigenda eiga ekki að niður- greiða kostnað auglýsenda. Enn sem komið er bendir allt til' þess að Páll sé á réttri leið, en svo verður maður að bíða og sjá hvern- ig honum reiðir af í Efstaleitinu og hvernig nýju útvarpslögin verða að lokum. En þangað til annað kemur í Ijós segi ég bara: Áfram Palli! Andrés Magnússcm 21:00-23:00 21.30 Kokkar á ferð og flugi (2:8) (Surfing the Menu) Áströlsk matreiðslu- og ferða- þáttaröð þar sem tveir ungir kokkar, Ben O'Donog- hue og Curtis Stone, flakka á milli fallegra staða í Suðurálfu og töfra fram Ijúffenga rétti ur hráefninu á hverjum stað. 22.00 Tfufréttir 22.20 HM íslenska hestsins (1:4) 22.30 Lffsháski - Fjórir þættirl (15:25) (Lost) Atriðl í þáttunum eru ekki við hæfi barna. e. 21.30 Strong Medicine 3 (14:22) (Samkvæmt læknisráði 3) 22.15 Oprah Winfrey (Mother's Controversial Confession) Oprah Gail Winfrey er valdamesta konan i bandarlsku sjónvarpi. Spjallþáttur hennar nýtur fádæma vinsælda en Opruh er fátt óviðkomandi. Gestir hennar koma úr öllum stéttum þjóðfélags- ins en fræga fólkinu þykir mikilsvert að koma fram I þættinum. 21.00 Provldence Syd telur sig hafa fundið hinn eina rétta og svo virðist sem Jim hafi náð sér að fullu. Robbie og Joanie myndast við að koma undlr sig fótunum með misjöfnum árangri. Hér eru á ferðinni lokaþáttaröðin af þessum frábæru þáttum um Hanson-fjölskylduna (bllðu og strlðu. 22.00 Law&Order 22.45 JayLeno 21.40 Sjáðu 22.00 Kvöldþátturinn Beinskeyttur spjall- og skemmtiþáttur þar sem viðburðir dagsins eru hafðir að háöi og spotti. Stjörnur og afreksfólk af öllum svlðum samfélags- ins koma I viðtöl og verða spurð spjörunum úr. Kvöldþátturinn veltir sér upp úr undarlegum hlið- um á þjóðfélagsmálunum og tiðarandanum og er með fingurinn á púlsinum á skemmtanalifinu. 22.20 Meistaradeildin - Gullleik (Juventus - Man. Utd. 21.4 1999) 22.00 Slackers (Slugsarar) Frábær gamanmynd um þrjá háskólastúdenta sem eru að fara að útskrifast frá hinni virtu Hold- en-menntastofnun. Aðalhlutverk: Devon Sawa, Jason Segel, Michael C. Maronna. Leikstjóri, Dewey Nicks. 2002. Bönnuð börnum. 23:00-00:00 00:00-6:00 01.20 Dagskrárlok 23.00 Kóngur um stund (11:18) Hestamenn eru þekktir fyrir að vera skemmtilegt og lífsglatt fólk og hér fáum við að kynnast mörgum þeirra, landsþekktum sem lltt þekktum. Umsjónarmaður er Brynja Þorgeirsdóttir og hún fjallar um allar hliðar hestamennskunnar 1 þætti sínum. Það verða þvl óvæntar upþákomur og sumarstemning á Stöð 2 (allt sumar. 23.25 The Man In The Moon (Karlinn i tungllnu) Aðalhlutverk: Sam Waterston, Tess Harper, Gail Strickland. Leikstjóri, Robert Mulligan. 1991. Leyfð öllum aldurshópum. 01.00 MileHigh (15:26) (Háloftaklúbburinn 2) Bönnuð börnum. 01.45 Medical Investigations (16:20) (Læknagengið) 02.30 Cocktail (Kokkteill) Bönnuð börnum. 04.10 Fréttir og Island (dag Fréttir og fsland 1 dag endursýnt frá þvl fyrr í kvöld. 05.30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 23.30 CSI: Miami (e) Horatio Cane fer fyrir friðum flokki réttarrann- sóknafólks sem rannsakar morð og limlestingar (Miami. Þættirnlr hafa vakið mikla eftirtekt og eru systurþættir hinna vinsælu CSI og CSI:NY. f hverjum þætti rannsaka Horatlo og félagar eltt tll tvö afar ógeðfelld mál sem oftar en ekki eiga sér stoð 1 raunverulegum sakamálum sem upp hafa komiö. Horatio Cane er leikinn af David Caruso. 00.15 Cheers(e) 00.40 TheO.C. 01.20Hack 02.05 Óstöðvandi tónlist 22.45 David Letterman Þaö er bara einn David Letterman og hann er konungur spjallþáttanna. Góðir gestir koma 1 heimsókn og Paul Shaffer er á sínum stað. 23.30 JoanOfArcadla (5:23) 00.15 Kvöldþátturinn 01.30 Seinfeld3 (The Alternate Side) Þriðja þáttaröðin og með grinistanum og Islands- vininum Selnfeld og vinum hans. 00.10 Bandarlska mótaröðin i goifl (US Bank Championship) 00.00 Girl Fever (Stelpufár) Chad er búinn að hitta draumadlsina slna. Hún heitir Hope en stúlkan sú er alltof niðurdregin til að geta endurgoldið tilflnnlngar Chads. En hann deyrekki ráðalaus enda staðráðinn I að vinna hjarta hennar með öllum tiltækum ráðum. 02.00 Last Action Hero (Slðasta hasarmyndahetjan) Bönnuð börnum. 04.10 Slackers (Slugsarar) Bönnuð börnum. ■ Af netinu... Ég er ekki að sjá það fýrir mér að ein- hver borgi 300 kr. fyrir blað sem er lélegt og bætir hér um bil engu við núverandi blaðaflóru. Sjónvarps- stöðin Sirkus meikar kannski sens, en þetta blað er algjör sirkus. http://bollason.blogspot.com/ Á föstudagskvöldið horfði ég á þátt- inn hans Guðmundar Steingrims- sonar með öðru auganu. Reyndar horfði ég á hann með báðum augun- um, en á öðru eyranu hafði ég símtó- lið og með munninum var ég að tala í símann hálfan þáttinn, þannig að ég er ekki alveg áreiðanlegasti gagn- rýnandinn. En það sem ég sá fannst mér skemmtilegt. Mér finnst Guð- mundur sætur, klár og fyndinn (allt sem prýða má einn mann) þó að ég sé illa að mér um stjórnmála- og lífs- skoðanir hans eða innræti að öðru leyti. Þekki hann heldur ekki neitt, hef bara einusinni talað við hann ofurölvi í einhverju útgáfupartýi fyrir heilum mannsaldri siðan (man sumsé ekkert hvað okkur fór á milli) og svo sá ég að hann sat fyr- ir framan mig á Batman begins um daginn. Það fer soldið í taugarnar á mér að sjá fólk strax afskrifa þátt- inn hans Guðmundar á hinum og þessum bloggsíðum. Er ekki nokk- uð augljóst að stressið sem fylgir því að stýra fyrsta þættinum á glænýrri sjónvarpsstöð er allnokkurt? „For kræing át lát“, það var talið niður í útsendinguna, eins og talið er nið- ur í nýja árið á gamlárskvöld! Ættu þau mannkerti sem treysta sér ekki einusinni til að skrifa undir nafni á kommentakerfum bloggsíða ekki að taka svolítið mið af því? Ég bar kennsl á eðlilegt stress hjá Guðmundi, en líka góðan húmor og skemmtilegheit, sem ég hef ein- mitt átt að venjast úr pistlum hans í Fréttablaðinu og víðar. Ég spái því að ef sjónvarpsstöðin Sirkus end- ist eitthvað, þá mun Guðmundur standa sig stórvel og áreiðanlega verða besti þáttastjórnandi okkar æslendinga frá upphafi. http://www.thorunnh.blogspot. com/ Þú getur hætt að reykja námskeið með Guðjóni Bergmann ^ Skráning á www.vertureyklaus.is Næsta námskeið á Hótel Loftleiðum 12. og 13.ágúst,KK* Haustið 2005 verða námskeið á Akureyri, ísafirði og Egilsstöðum. ■ Hvernig finnst þér málfarið í íslensku útvarpi? Friðbjörg Svana ívarsdóttir „Mér finnst það ekki nógu gott. Það er of mikið slangur.“ Einar Ingvarsson „Það er allt í lagi, ekkert sem ég tek eftir.“ Ásta Einarsdóttir ,Það er mikið um enskuslett- ur.“ Halla Ósk Óskarsdóttir „Það er skelfilegt, afbakað, beygingar og annað.“ Sigríður Rósa Kristinsdótt- ir „Það er ekki nógu gott. Það er of mikð af slettum og vitlaus- um beygingum.“ . Helgi Guðmundsson Mér finnst það oft vera fárán- legt en það er bara gaman að því.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.