blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 22
22 I HEIMILI
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 blaöiö
Persónulegt og litrikt heimili
„Ég er hrifnust af því að blanda
mörgum stílum saman og nota
sterka liti,“ segir Eva Signý Berger,
nemi í búninga og leikmyndahönn-
un við Central St. Martins í London.
Síðastliðið haust festu hún og kær-
astinn hennar, Víkingur Kristjáns-
son leikari, kaup á fallegri íbúð við
Öldugötuna í Vesturbænum.
Eva hefur verið meira í London en
heima frá því þau keyptu íbúðina en
þrátt fyrir það náð að finna ýmsar
sniðugar lausnir á heimilinu sem
kosta ekki mikið.
„Mér finnst best að finna upp á ein-
hverju nýju til gera heimilið persónu-
Þennan geisladiskastand keypti Eva í
Ikea. Til að lífga upp á hann keypti hún
veggfóður i Litaver og veggfóðraði hann
að utan.
legt. Það skiptir mig líka miklu máli
að hafa það hlýlegt og heimilislegt,
ekki alltof stíliserað og fínpússað,“
segir Eva sem í sumar er að hanna
búninga fyrir íslensku óperuna.
Þar sem hún hefur lítið verið
heima er lítið búið að gera fyrir íbúð-
ina en það kemur í smáskömmtum
eins og hún segir sjálf.
„Ég er auðvitað alltaf úti á veturna
og það er meira en nóg að gera á
sumrin hér heima svo að þetta ger-
ist hægt. Það er reyndar allt í lagi, þá
hef ég nóg af hugmyndum þegar ég
loksins ræðst í að klára allt það sem
þarf að gera,“ segir Eva að lokum. ■
Sniðug lausn. Eva ákvað að nýta þennan
gamla speglaramma og hengdi þessa leik-
brúðu inn í hann. Flott og frumlegt.
loftkœling
VerÓ frá 49.900 án vsk.
ís-húsiö 566 6000
Þessi skápur fylgdi með ibúðinni en fyrri
Ibúar ætluðu að henda honum. Eva brá á
það ráð að pússa hann og mála og nú er
hann sem nýr. Stóllinn er úr setti sem Eva
fékk fyrir litið í Góða hirðinum og gerði
upp.
5^
ehf.
arðverk
Garðyrkjufræðingur,
trjáplöntusala og vélavinna
(Siqurður Ólafsson
S: 822 3650 J
Útsala
Ný sending
Leðurjakkar
Litir: svart - brúnt
hvítt - rautt
áöur 14.990
nú 11.990
Pantanir óskast
sóttar
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Sítrónur
fríska
upp á
heimilið
Hugsaðu vel
um parketið
Sítrónur eru ekki bara bragðgóðar
og henta vel í matargerð heldur eru
þær prýðilega við ýmis konar hús-
ráð.
Ef örbylgjuofninn er skítugur eft-
ir mikla notkun má sneiða niður sí-
trónu og setja í skál með vatni. Þá er
ofninn settur af stað í 5-10 mínútur.
Eftir þetta ætti að vera lítið mál að
þrífa ofninn og öll lykt að vera horf-
in.
Sama má gera til að losna við lykt
úr híbýlum. Setjið sítrónusneiðar í
vatn og skellið í bakarofninn. Still-
ið hann á ioo° og leyfið skálinni að
vera dágóða stund í ofninum. Þetta
eyðir alls kyns lykt, svo sem sterkri
matar- og reykingalykt.
Fjöldi fólks er með parket á gólfum
heima hjá sér og bölva því oft hversu
fljótt það verður ljótt og illa farið. Ef
hugsað er vel um gólfið ætti það að
endast betur og ekki þarf að leggja
mikla vinnu á sig til að halda gólf-
inu fallegu. Til að viðhalda parket-
inu eru nokkur atriði sem ber að
hafa í huga.
Ef parketið er oliuborið er best að
nota olíu til að fríska upp á það með
reglulegu millibili.
Ef parketið er lakkað er gott að
nota parketbón til að jafna það.
Samkvæmt upplýsingum frá
Parketsölunni við Hringbraut
er til efni sem heitir V6 og er
sérstaklega þróað fyrir viðar-
gólf. Það er notað á lakkaða
fleti og gerir gólfið skinandi
og fallegt. Ekki má þó nota það á ein-
staka bletti heldur þarf að nota það
á allt gólfið.
Hafa ber í huga að vatn og viður
eiga afar illa saman og þess vegna
skal aldrei skúra gólfið þannig að
það verði rennblautt. Nota skal rak-
an klút og sápu með lágu pH gildi.
Stólar og aðrar mublur geta leikið
parketið grátt og því skal ávallt festa
plasttappa undir húsgögn sem risp-
að gætu gólfið.
Því sem fæstir átta sig á er að sand-
ur fer afar illa með viðargólf. Þegar
hann berst inn á þau þvælist hann
þar undir sokkum og skóm og litlu
kornin gera fínar rispur á parket-
ið. Þess vegna skal hafa moppu við
hendina og strjúka reglulega yfir
gólfin.