blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 16
fó I MATUR MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 blaA'lö Kjarval með skiptisamning Blaíió/Steinar Hugi Hótel Holt var opnað árið 1965. Einn helsti veitingamaður landsins á síðustu öld, Þorvaldur Guðmunds- son, átti heiðurinn af opnuninni en hann var þekktur sem einn fremsti og færasti gestgjafi landsins. f átján ár rak Þorvaldur einnig veitingastað í kjallara Þjóðleikhúss- ins og byggði veitingastaðinn Lídó sem vakti gríðarmikla athygli og fékk lofsamlega umfjöllun á sínum tíma. Þegar Þorvaldur rak Þjóðleik- húskjallarann var staðurinn ávallt uppfullur af fólki sem vildi lyfta sér upp og þá var oft mikið um áfeng- isdrykkju. Það kom fyrir að fólk kynni sér ekki hóf í þeim efnum og þá brá Þorvaldur á það ráð að bera fram snittur um miðnætti til að draga athygli fólks frá áfenginu. Það uppátæki vakti mikla lukku hjá gest- um hans sem skemmtu sér oftar en ekki betur þegar maginn hafði feng- ið sína fylli og fjörið gat því haldið áfram. Frá upphafi hefur Hótel Holt lagt mikla áherslu á list og þegar gengið er inn í anddyri þess blasa við lista- verk helstu listamanna þjóðarinnar. Frægt er að enginn annar en Kjarval, helsti listamaður okkar íslendinga, kom iðulega á Holtið að borða og gaf málverk í skiptum fyrir máltíðina. Einnig er í andyrinu að finna forláta standklukku sem hefur þjónað hlut- verki tímavarðar í tvöhundruð ár. Eldhúsið á Holtinu hefur löngum verið þekkt fyrir gæði og metnað. Frönsk áhrif svífa þar yfir vötnum en íslenska matarmenningin fer þó aldrei langt. Islenska lambakjötið er í stóru hlutverki á Holtinu og aldrei hefur verið settur saman matseðill sem ekki skartar íslenska lambinu. Elsti rétturinn á seðlinum hefur ver- ið óbreyttur frá 1966, graflax sem fellur í kramið hjá öllum sem hann smakka. ■ Ólafur Haukur Magnússon og Hafþór Sveinsson Láttu það eftir þér Hádegismatseðill Holtsins er í senn fjölbreyttur og létt- ur. Boðið er upp á rétti sem hafa verið á matseðlinum svo árum skipti auk þess sem alltaf eru ein- hverjar nýjungar að finna. Hádegistilboðið á Holtinu er hag- stætt og það ætti að vera á allra færi að láta það eftir sér að skreppa í dek- ur eina hádegisstund. Ólafur Haukur Magnússon og Hafþór Sveinsson eru kokkar á Holt- inu og hafa verið síðan árið 2000. „Það er létt stemning yfir hádegis- matnum hjá okkur. Fólk getur þess vegna komið i gallabuxum og peysu, það eru engar kröfur gerðar um formlegan klæðaburð svo það er lít- ið mál að skreppa bara úr vinnunni," segir Ólafur. Hádegishlaðborðið samanstend- ur af þremur réttum, forrétt, aðal- rétt og eftirrétt. Tveir réttir kosta 2200 krónur, hvort sem það er aðal- réttur og eftirréttur eða aðalréttur og forréttur. Að sjálfsögðu er fyrsta flokks þjónusta innifalin en á Holt- inu starfa aðeins fulllærðir þjónar og þjónanemar. „Við förum yfir matseðilinn á tveggja vikna fresti og breytum og bætum. Hins vegar skiptum við út fiskréttunum á vikufresti, alltaf á þriðjudögum þannig að það eru alltaf nýir fiskréttir vikulega," segir Hafþór. Ef allir þrír réttirnir eru keyptir er verðið 2800 og ef kaffi og konfekt er keypt til að gæða sér á að máltíð lokinni bætast 300 krónur við. Þann- ig að hægt er fá fyrsta flokks þriggja rétta máltíð ásamt kaffi og konfekt á aðeins 3100 krónur. Þess virði að eyða hádeginu í gamalgrónu og sögulegu umhverfi. Aðalréttur Ofnbökuð bleikja með Jerúsalem æti- þistlamauki og langtímaelduðum tómöt- um og extra virgin ólivuoiíu. ________infiinniiii ^ ,r„, IHlMtfl Forréttur BiaölH/SlemarHagi Djúpsteiktir sniglar "tempura" og langtímaeldaður kalkúnn með graskersmauki og rósmarínfroðu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.