blaðið - 03.11.2005, Síða 15

blaðið - 03.11.2005, Síða 15
blaðið FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 Mannfall í átökum lögreglu og mótmælenda Að minnsta kosti tíu féllu þegar til átaka kom annan daginn í röð á milli lögreglu og mótmælenda í Add- is Ababa, höfuðborg Eþíópíu í gær. Degi áður féllu sex mótmælendur og tveir lögreglumenn í átökum. Þetta voru einhver verstu mótmæli gegn ríkisstjórninni í marga mánuði en 36 manns fórust í mótmælum í júní á þessu ári. Öryggissveitir beittu táragasi til að dreifa hundruðum mótmælendum sem höfðu komið upp götuvígum, kastað steinum og valdið skemmdum á eignum í mið- bæ borgarinnar. Með aðgerðunum vildi fólk mót- mæla úrslitum kosninga í landinu í maí sem það telur að hafi verið föls- uð. „Við mótmælum vegna þess að ríkisstjórnin hafði af okkur kosning- arnar. Fólk fyllist reiði vegna þess hve grimm lögreglan er,“ sagði Ghe- bremichael Ayele, einn mótmælenda. Merera Gudina, varaformaður Sam- einaðs lýðræðisafls Eþíópíu, eins af minni stjórnarandstöðuflokkanna, gagnrýndi yfirvöld fyrir að beita harkalegum aðferðum til að bæla niður mótmælin. „Við sitjum á tíma- sprengju. Hún sprakk í gær og gæti sprungið aftur eftir viku eða mán- uð,“ sagði hann. ■ Læknar gera að sárum konu sem slasaðist í átökum milli mótmælenda og lögreglu í Addis Ababa í Eþíópiu. Chavez storkar Bandaríkjunum Hugo Chavez, forseti Venesúela, varaði stjórnvöld í Bandaríkjunum við því að hann kynni að gefa Kúb- verjum eða Kínverjum nokkrar af F-16 orustuþotum landsins. Chavez sagði að Bandaríkin hefðu ekki staðið við samning um að útvega varahluti í vélarnar sem þau seldu til Venesúela á níunda áratugnum. Hann gaf jafnframt til kynna að yf- irvöld í Washington yrðu ekki mjög ánægð með að andstæðingar þeirra fengju aðgang að hinum háþróuðu vélum. „Kannski sendum við þeim þær bara aftur, eða ef til vill sendum við tíu vélar til Kúbu eða Kína svo að þeir geti virt fyrir sér tæknibúnað þessara vélasagði Chavez í sjónvarpsávarpi. Venesúela keypti vélarnar í stjórn- artíð ríkisstjórna sem áttu betri sam- skipti við yfirvöld í Bandaríkjunum en sú sem nú situr en þau líta á Cha- vez sem óvinveittan þjóðhöfðingja. ■ „Doktor dauðr' í felum á Spáni Aribert Heim, austurrískur læknir sem sakaður er um að bera ábyrgð á morðum á hundruðum fanga í fanga- búðum nasista í síðari heimsstyrjöld- inni hefur verið í felum á Spáni í 20 ár samkvæmt spænska dagblaðinu E1 Mundo. Heim sem nú er 91 árs hef- ur verið eftirlýstur af stjórnvöldum í Þýskalandi. „Doktor Dauði“ eins og Heim hefur gjarnan verið kallaður, vann í fangabúðum í Mauthausen í Austurríki og myrti hundruð fanga á einkar hrottafenginn hátt, meðal annars sprautaði hann þá með eitur- efnum og gerði tilraunir á þeim sem leiddu til kvalafulls dauðdaga. El Mundo segir að Heim hafi búið á Spáni síðan 1985 og að leynihóp- urinn Odessa hafi skotið yfir hann skjólshúsi. Talið er að Odessa-hópur- inn hafi aðstoðað stríðsglæpamenn nasista við að fara huldu höfði og útvegað þeim ný nöfn. Heim var handtekinn eftir stríðið Aribert Heim eða„Doktor dauði" eins og hann hefur einnig verið kallaður. en aðeins ákærður fyrir að hafa ver- ið í þýska flughernum og var látinn laus árið 1948. Þegar sannleikurinn um fortíð hans kom í ljós árið 1962 flúði hann og dvaldi í ýmsum lönd- um þangað til að hann settist að á Spáni árið 1985. ■ Af hverju keyrði ég ekki bara Sæbrautina heim? Við sumum spurningum fást bara engin svör. Óhöpp henda okkur og við því er ekkert að gera. En þú getur brugðist við strax með því að tryggja hjá tryggingarfélagi sem gefur þér skýr svör og leggur áherslu á hraðvirkan frágang tjónamála. Staðreyndin er því miður sú að maður er hvergi 100% öruggur í umferðinni. Það er nógu erfitt að vera valdur að tjóni þó að ekki komi til mikill kostnaður að auki. Þess vegna er skynsamlegt að vera við öllu búinn og tryggja bílinn rétt. Kaskótrygging TM er ekki flókinn hlutur og það tekur enga stund að gangafrá henni. Dæmi um hvað Kaskótrygging bætir: Dæmi um hvað Kaskótrygging bætir ekki: // Tjón á bilnum þínum vegna áreksturs við aðra bifreið eða kyrrstæðan hlut, veltu, útafaksturs, bruna, grjóthruns, snjóflóðs, skriðufalls og aur- og vatnsflóðs færðu bætt. // Tjón vegna þjófnaðar, innbrots, skemmdarverka eða skemmdum rúðum færðu bætt. // Hún greiðir bílaleigubíl í allt að 5 daga verði billinn þinn óökufær eftir tjón. // Ef um vítavert gáleysi eða ásetning er að ræða bætir kaskótrygging ekki tjónið. // Þegar ökumaður telst vera óhæfur til aksturs vegna ölvunar eða lyfjanotkunar fæst tjón ekki bætt. // Ef hjólabúnaður eða undirgrind skaðast í akstri bætir kaskótrygging ekki tjónið. // Kaskótryggingin bætir ekki tjón vegna þjófnaðar eða skemmda á aukabúnaði, t.d. hjólkoppum og Ijósabúnaði. Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu f síma 515 2000 eða farðu á www.tryggingamidstodin.is og fáðu skýr svör.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.