blaðið - 03.11.2005, Page 30
38 I ÍPRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Stjórnarformaður Arsenal vill semja frið
Peter Hill-Wood, stjórnarformaður
enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal,
vill að Arsene Wenger framkvæmda-
stjóri Arsenal og Jose Mourinho fam-
kvæmdastjóri Chelsea, semji frið og
hætti þessu orðaskaki sínu í fjölmiðl-
um. Að undanförnu hafa orð á við
gluggagægi og heimskur verið höfð
eftir þeim “félögum” í garð hvors
annars og þetta er nokkuð sem ekki
er þessum mönnum og knattspyrnu-
félögum sæmandi að mati Peter Hill-
Wood. Það er alveg hægt að taka
undir þau orð stjórnarformannsins
og svona nokkuð virðist eingöngu
eiga við framkvæmdastjórana í
ensku úrvalsdeildinni. Við erum
ekki að sjá þetta í ítalska boltanum,
þeim spænska eða þýska. Afhverju?
Fátt um svör.
X-FILES Mourinho um Wenger
Jose Mourinho segist hafa 120 blað-
síður um tilvitnanir Arsene Wen-
Keflavík verður
að vinna í kvöld
í kvöld klukkan 19.15 mætast Kefla-
vík og finnska liðið Laappenranta í
Evrópukeppninni í körfuknattleik.
Ekkert annað en sigur kemur til
greina hjá Keflvíkingum sem töp-
uðu fyrri leik liðanna í Finnlandi,
lokatölur 92-77 og þar voru Finnarn-
ir sterkari á endasprettinum. Keflvík-
ingar héngu lengi vel í þeim, ef þann-
ig má að orði komast, en í fjórða
leikhluta sýndu Finnarnir mátt sinn
og megin. Sigurður Ingimundarson
þjálfari Keflavíkur býst við erfiðum
leik í kvöld en sagði þó samtali við
Blaðið í gær að hans drengir ætluðu
sér sigur í leiknum. Allir leikmenn
Keflavíkur eru í góðu formi, engin
meiðsli hrjá leikmenn og því allt í
standi.
„Þeir eru með sex mjög góða leik-
menn og tvo góða bandaríkjamenn.
Þeir eru með góðar skyttur og svo er
leikstjórnandi danska landsliðsins
hjá þeim og er að spila mjög vel.
Hvar felst möguleiki Keflavíkur í
leiknum í kvöld?
„Við þurfum að vera betri í fráköst-
unum en í fyrri leiknum. Við lágum
þar heldur betur í Finnlandi og ef
við höfum betur í fráköstunum í
kvöld þá vinnum við“, sagði Sigurð-
ur Ingimundarson þjálfari Keflavík-
ur um Evrópuleikinn í kvöld gegn
Laappenranta frá Finnlandi. ■
ger þar sem Wenger sé að ræða um
Chelsea og sig. í breskum fjölmiðl-
um gengst þessi doðrantur Mourin-
ho undir nafninu X-Files, í höfuðið
á frægri sjónvarpsþáttaröð.
Þegar Jose Mourinho kom til
Stamford Bridge í júní 2004 og tók
við Chelsea, sagði hann um Wenger
og Sir Alex Ferguson. „Ef þeir koma
ekki nálægt mér, þá kem ég ekki ná-
lægt þeim. Ef þeir aftur á móti koma
nálægt mér, þá verð ég tilbúinn að
svara fyrir mig og það af enn meiri
hörku", lét Mourinho hafa eftir sér
fyrir rúmu ári.
Fram að þeim tíma hafði einskon-
ar stríð geisað á milli Sir Alex Fergu-
son og Arsene Wenger. En þarna var
kominn nýr útlendingur í deildina
með nóg af peningum. Á eftir kom
Mourinho og virðist sem Sir Alex og
þá einkum og sér í lagi Arsene Wen-
ger hafi snúið sér til Jose Mourinho
til að kýtast útí.
Þetta er nú meiri sandkassaleikur-
inn sagði einhver um þessi ummæli
þeirra félaga í garð hvors annars og
það má alveg taka undir þau orð.
Sir Alex og Mourinho mætast á Old
Trafford á sunnudag og ætli þeir tak-
ist í hendur fyrir leik og eftir leik? ■
Þórður Guðjónsson til ÍA:
Lét hjartað ráða hvert hann fór
Knattspyrnumaðurinn Þórður Guð-
jónsson sem leikið hefur með enska
knattspyrnuliðinu Stoke City er á för-
um til íslands og leikur hér á landi í
Landsbankadeildinni á næstu leiktíð.
Tvö lið hafa verið nefnd oftast í sam-
bandi við Þórð að undanförnu og þau
eru íslandsmeistarar FH og ÍA. Full-
yrt var fyrir nokkrum dögum í frétt-
um á Stöð 2 að Þórður færi til FH en í
gær tók hann ákvörðun um að ganga
til liðs við sitt gamla félag lA. Þórður
er 32ja ára gamall og hefur ekki verið í
náðinni hjá framkvæmdastjóra Stoke
City að undanförnu. Þórður Guðjóns-
son lék síðast með félagsliði hér á
landi árið 1993 þegar hann lék með
ÍA. Hann fór frá ÍA til þýska liðsins
Bochum og fór síðan þaðan til Genk
í Belgíu. Frá Belgíu fór hann á ný til
Bochum og svo var förinni heitið til
Stoke City.
En varþetta erfið ákvörðun fyrirÞórð
að taka?
„í raun og veru ekki. Ég er búinn að
taka mér góðan tíma í þetta og er sátt-
ur við niðurstöðuna. Eg fylgdi hjart-
anu og valdi hjartansleið ef ég má
komast þannig að orði“, sagði Þórður
Guðjónsson í samtali við Blaðið í gær.
En voru mörg lið að reyna að fá Þórð
til sín?
„Já, það voru nokkur lið en fyrir
mér komu aðeins tvö lið til greina all-
an tímann. lA og FH voru liðin sem
ég hugsaði um en þessir aðilar höfðu
strax samband við mig. Hér á Skagan-
um er björt framtíð og fullt af ungum
og efnilegum strákum. Ég hlakka til
að taka þátt í þessu með Skagamönn-
unum“, sagði Þórður Guðjónsson í
gær.
Þórður og hans fjölskylda er ný-
búin að kaupa sér hús á Akranesi
og gerðist það í síðustu viku. Þórður
er enn á samningi hjá Stoke City en
samningur hans við félagið rennur
út í júní á næsta ári. Hann hyggst þó
reyna að gera starfslokasamning við
Stoke þannig að hann verði tilbúinn í
slaginn með ÍA á réttum tíma næsta
sumar.
„Já, næsta skref hjá mér er að ræða
við þá hjá Stoke og athuga hvaða
möguleikar eru í stöðunni um að rifta
samningi mínum við félagið. Ég hef
ekki trú á að það verði neitt vandamál.
Þeir hafa sýnt mínum málum góðan
skilning þannig að þetta á allt eftir að
fara vel“, sagði Þórður Guðjónsson að
lokum í samtali við Blaðið í gær. ■
15% afsláttur af öllum fótboltaskóm hjá okkur í nóvember Láttu qá þig og geröu góö kaup
LIÐIÐ MITT
í KVÖLD KL. 20.00
Böddi Bergs tekur á móti stuðningsmönnum ensku liðanna sem skeggræða um
leikmenn, væntingar og drauma ásanit því að fjalla um gullaldarár hvers liðs.
rSík .
1 mf
| ( 9* TRYGGÐU PER ÁSKRIFT í SÍMA 800 7000. Á WWW.ENSKI.IS E0A l' NÆSTU VERSLUN SÍMANS. EnsHp% B 0 L T 1 N