blaðið - 03.11.2005, Page 32

blaðið - 03.11.2005, Page 32
40 I AFPREYING FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 blaöift PSP hugbún- aður frá Sony Sony hefur loksins gefið út hugbúnað fyrir eigendur PlaySt- ation Portable sem auðveldar þeim að halda utan um og flytja inn efni á tölvur sínar. Frá útgáfu leikjavélarinnar vinsælu hafa gagnrýnisraddir heyrst þar sem erfiðlega hefur reynst að nýta möguleika hennar til fullnustu þar sem hugbúnað hefur vantað. Nú er hins vegar kominn PSP Media Manager og er hægt að hlaða honum nið- ur af vefsíðu Sony fyrir tæpa 20 bandaríkjadali. Með forritinu er hægara að flytja tónhst, kvik- myndir, ljósmyndir og fleira sniðugt efni á PSP vélarnar. Halo biblía komin út Útgefandinn O’Reilly hefur ______________ gefiðútbók jkSL| f! sem á að aðstoða þá sem enn eiga eftir að klára Halo 2 tölvuleikinn. 1 bókinni sem heitir Halo 2 Hacks Tips & Took for Finishing the Fight eru allskonar brögð kennd sem eykur hæfileika spilaranna til þess að hjálpa þeim að klára leikinn. Þá er spilurum einnig bent á hina ýmsu leynistaði í leiknum sem einungis hörð- ustu spilararnir hafa hingað til fundið. Með hjálp þessarar biblíu fær leikurinn nýtt líf í tölvunni, lofar útgefandinn. 109 SU DOKU talnaþrautir Leiðbeiningar Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrauhna út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 6 8 5 1 8 9 1 2 9 4 2 5 3 7 5 1 9 5 8 3 3 9 2 5 6 8 6 9 2 Lausn á síðustu þraut 6 3 9 5 2 4 8 7 1 8 1 5 6 7 9 4 3 2 4 7 2 1 3 8 9 5 6 7 2 3 4 9 1 5 6 8 1 4 8 3 6 5 7 2 9 9 5 6 2 8 7 1 4 3 3 8 1 7 4 6 2 9 5 2 9 4 8 5 3 6 1 7 5 6 7 9 1 2 3 8 4 Sýndar næturklúbbur Tölvuleikjaspilari sem keypti ný- verið sýndarveruleika geimstöð að jafnvirði tæpra 6 milljóna króna vill breyta henni í næt- urklúbb. Með þessu vill hann einnig gjörbreyta skemmtana- munstri f heiminum. Geimstöð- in er í hlutverkaleik sem spil- aður er á netinu og svipar til Eve-online. Jafnan er skipt með hluti f leiknum og greitt fyrir með beinhörðum peningum. Simpson íjölskyldan -á næstu kynslóð leikjatölva Risar á afþreyingarmarkaði, stórfyrirtækin Electronic Arts, Twentieth Century Fox Television og Gracie Films tilkynntu í gær langtíma samning sem veitir EA rétt á að framleiöa fjölda leikja byggða á sjónvarpsþáttunum um Simpson fjölskylduna. Leikirnir verða gerðir í nánu samstarfi við starfsfólk þáttanna, og munu meðal annars handritshöfundar þeirra koma að framleiðslunni. Leikirnir koma ekki út alveg strax heldur verða þeir gerðir fyrir næstu kynslóð leikjatölva, þ.e. PlayStation 3, Xbox 360 og Nin- tendo Revolution. Samningurinn er sá fyrsti sem þessi fyrirtæki gera með sér en smáatriði hans hafa ekki verið gefin upp. Það er svosem engin nýlunda að gerðir séu leikir um Simpson fjölskylduna og meira að segja kom leikurinn The Simpsons Ro- ad Rage fyrir PlayStation frá Electronic Arts. Samningurinn sem undirritaður var í gær bendir þó til að nú verði meira lagt í leik- ina en áður. Leikirnir verða framleiddir í Redwood Shores Studio, en þeir hafa áður gert leiki á borð við From Russia With Love, Tiger Woods PGA TOUR 06, The Lord of The Rings: Tactics, The Godfather og The Sims. Hver man ekki eftir baráttu Barts viö geimverurnar á gömlu Nintendotölvunni? Símtölin á Móabar voru oft kostuleg. 0 myndunum jk minningar & koma ekki aftur Lóttu framkalla |j. mk stafrœnu myndirnar Þú hefur marga mögul ...þú sendir myndirnar á netinu, ‘ . .. þú kemur með minniskortið eða * myndavélina og við aðstoðum þig við að skoða og velja myndirnar ... þú kemur meó myndirnar á geisladiski þú kemur meó myndirnar á USB minnislykli ...hjá okkur getur þú skoðað og valið myndirnar þinar á snertiskjánum okkar Alfabakka 14 s. 557 4070 www.myndval.is Heínd Stubbs Við höfum verið að berja afokkur uppvakninga í fjöldamörgár án þess aðþeirhafi nokkurn mál- svara haft. Nú erþeirra tími kominn og gefst okkur tœkifœri að hefna uppvakn- inganna sem hinn vinalegi Stubbs. 1 leiknum Stubbs the Zombie leikur þú hinn hnyttna Stubbs, far- andsölumann sem stendur í stríði við borgina Högghöll (Punch- bowl), og svo skemmtilega vill til að hann er uppvakningur. Það sem upphaflega er hefndarför eins uppvaknings vindir fljótt upp á sig og verður að styrjöld milli lífs og liðinna. í þetta skiptið er þó barist fyrir sannleikanum, réttlæti og upphafningu ástarinnar - uppvakninganna vegna. Leikurinn gerist í framtíðinni svo vitanlega eru svifbílar á götum borgarinnar og hjálp- arvélmenni víða. Til þess að verjast óvin- unum er hægt að nota líkama Stubbs í baráttunni með því að kasta maga- sprengjum en vindgangur getur einnig reynst vel. Til þess að auð- velda verkið er náttúrulega hægt að smita hina lifandi svo þeir skipti í þitt lið og þannig má búa til heilan her upp vakninga. Leikurinn er sá fyrsti til að vinna á grunni Halo leikjanna og lofa framleiðendur að hann nýti það til fullnustu. Stubbs kemur til íslands í febrúar.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.