blaðið - 16.12.2005, Síða 4

blaðið - 16.12.2005, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaðiö Hávaðamælingar í Reykjavík: Glymjandinn í grunnskólum meiri en í lík- amsrækt Myndbandamarkaðurinn: Myndbandsspólan kveður innan fárra mánaða BlaoiO/Stemar Hugi Aðeins vinsælustu myndirnar eru enn gefnar út á VHS og hefur orðið algjör viðsnúning- ur á þessu ári í framboði á myndum á DVD formi. Gamla myndbandsspólan mun að öllum líkindum hverfa endanlega af íslenskum leigu- og sölumark- aði í byrjun næsta árs samkvæmt framkvæmdastjóra Myndmark. DVD tæknin hefur eftir frekar hæg umskipti undanfarin ár endanlega náð yfirhöndinni hérlendis og færri og færri myndir eru gefnar út á myndbandsspólum. Kaupa bara stærstu titlana ÍVHS Mikill kippur hefur orðið á sölu DVD tækja í ár m.a. vegna lækkandi verðs og þá virðist nýr markaður hafa opn- ast í sölu á myndefni i DVD formi. Að sögn Hjördísar Jónsdóttur, sölu- manni hjá Bræðrunum Ormsson, eru myndbandstækin nánast alveg horfin úr söluhillunum. „Það hefur verið mikil söluaukning á DVD tækjum undanfarin ár og allir þessir stærstu framleiðendur sem við erum með eru hættir að framleiða mynd- bandstæki. Einu myndbandstækin sem maður er að sjá núna eru þau sem eru sambyggð DVD og VHS.“ 1 kjölfar aukinnar útbreiðslu DVD tækja hefur útgáfa á myndefni í því formi aukist á kostnað myndbands- spólunnar. Stefán Unnarsson, fram- kvæmdastjóri Myndmarks, segir að nú sé svo komið að aðeins stærstu og vinsælustu myndirnar séu gefnar út á myndbandsspólum. „Við erum að tala um að leigurnar eru bara að kaupa allra stærstu titlana í VHS, þessar risamyndir. Núna eru í mesta lagi 15 til 20% af útgefnum myndum að fara á VHS og ég reikna með að í mars á næsta ári muni VHS endan- lega hætta að koma út. Mér sýnist Héraðsdómur: Átta mánuöir fyrir kynferðisbrot Karlmaður var í gær dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára gamalli stúlku í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í bætur, auk sakar- kostnaðar eða samtals hálfa milljón króna. 1 dómnum kemur fram að for- saga málsins sé sú að stúlkan kynnt- ist manninum á spjallrás textavarps Sjónvarpsins. Síðar þróuðust sam- skiptin yfir í sms-sendingar. Þann 3. janúar sl. hittust þau svo í fyrsta skipti og ók maðurinn með stúlk- una upp í Öskjuhlíð þar sem hann hafði kynmök við hana. í framburði stúlkunnar kom fram að hún hafi frá byrjun gert honum ljóst að hún væri 13 ára gömul, en maðurinn hélt því fram að hún hefði sagst vera 14 ára. Breyttir hagir höfðu áhrif á refsingu Maðurinn hefur þrisvar fengið dóma og þar á meðal fyrir rán og M SUDDKL BHDP.‘IS jölagjöfín 2005 06610015 Vinnumálastofnun: Milljóna gat Ekki er gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til Vinnumálastofn- unar þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að ný samþykkt starfsmanna- leigulög muni kosta stofnunina milljónir króna á hverju ári. „Þetta er þó nokkur kostnaður en hér innandyra hefur verið áædað að hann geti verið á bilinu 12 til 15 milljónir" segir Gissur Péturs- son, forstjóri Vinnumálastofnunar. Rekstur stofnunarinnar kostar um 450 milljónir á ári og Gissur full- yrðir að svigrúm sé innan hennar til að takast á við ný verkefni. „Við reynum að flytja verkefni á milli deilda til að dreifa álagi“ segir Gissur, en segir ennfremur að ein- hver fjárframlög þurfi til að bregðast við því gati sem myndast hefur. Vöruskiptahalli: 160% hækk- un milli ára Vöruskiptahalli ársins gæti numið hátt f 90 milljörðum króna á þessu ári að desember undanskildum samkvæmt spá geiningadeildar Islandsbanka. Þetta er um 160% hækkun í krónutölu milli ára. í Morgunkorni í gær segir að útlit sé fyrir að vöruskiptahalli í nóvember verði á bilinu 10,5 til 12,5 milljarðar króna, sem er svipaður halli og var á öllum þriðja ársfjórðungi í fyrra. ■ Hljóðmælingar á vegum Umhverfis- sviðs Reykjavíkurborgar, leiða í ljós að hávaði í mötuneytum grunnskóla er meiri heldur en í svonefndum spunasölum líkamsræktarstöðva. Niðurstöður hljóðmælinganna sýndu að í mötuneytum fimm valinna grunnskóla í Reykjavík var háværasta hljóðbil í einum þeirra mun hærra en gefið er upp í viðmið- unarreglum Umhverfisráðs eða 117 dB. „Þetta verður að teljast alvarleg niðurstaða,“ segir Gunnar Kristins- son, heilbrigðisfulltrúi, sem gerði mælingarnar fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar. Gunnar segir að háværustu hljóðbil í tveimur öðrum skólum hafi verið mjög nærri hámörkum viðmiðunarreglnanna (108 dB og 109 dB, sem sé óvið- unandi að hans mati. Telur hann niðurstöður sýna að úrbóta er þörf, sérstaklega þar sem um er að ræða daglegt umhverfi grunnskólabarna. „Ef borið er saman meðaltal mælinga kemur f ljós að meðal- tal háværasta hljóðbils er hærra í grunnskólunum en á líkams- ræktarstöðvum," segir Gunnar. Hávaði í spunasölum mældist nokkru lægri en búist var við, en í mötuneytum reyndist hann aftur á móti hærri en menn héldu. „Það áht að hávaði í spinningsölum í líkamsræktarstöðvunum sé langt fyrir ofan viðurkennd mörk virðist því ekki eiga við rök að styðjast," segir Gunnar. í kjölfar þessara niðurstaðna hefur verið ákveðið að gera hljóð- mælingar strax á næsta ári í öllum mötuneytum grunnskólanemanda í Reykjavík. Auk þess verða gerðar hljóðmælingar í íþróttasölum og í völdum kennslustofum. Munu niður- stöðurnar verða notaðar til þess að skoða hvort og hvar úrbóta er þörf. Gunnar segir að varanleg heyrna- skemmd geti orðið á sekúnbubroti við einn hljóðtopp yfir 140 dB og að jafnvel dvöl í hávaða yfir 115 dB geti valdið varanlegum skemmdum, þótt sú dvöl sé undir einni sekúndu. Maðurinn ók með stúlkuna upp í Öskju- hlfð. líkamsárás. I framburði hans kom fram að hagir hans væru mjög breyttir nú og hefði hann snúið baki við fyrri félagsskap, hann væri í sambúð, ætti lítið barn og væri í fastri vinnu. Samkvæmt dómnum var litið til þessa við ákvörðun refs- ingar. Einnig kemur fram að hann hafi haft í krafti reynslu og aldurs, en hann er 25 ára, yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni jafnframt sem honum var ljós aldur hennar frá upphafi. ■ Algjör viðsnúningur áþessu ári á myndbandamarkaði. Reiknað með að myndbandsspólan hverfi endanlega afmarkaði í byrjun nœsta árs. Hreinn Vílhjálmsson Mögnuð bók“ „Örlög Hreins Vilhjálmssonar eru ótrúleg.. Hann óð í gegnum fjóshaug mamilífsins en sagan hans glitrar eins og perla.“ - Eirnr Kárason „Þetta er í fárnn orðum sagt mögnuð bók.“ Erlendurjónsson, Mbl. „Hreinn er feikilega vel skrifandi og hefur ekki glatað töffaraskapnum." Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljós stefna í það. Þróunin hefur verið tiltölulega hæg hér á landi en við vitum t.d. að á Bretlandi er VHS alveg dottið út.“ Þá segir Stefán að aukin sala á myndefni í DVD formi ekki hafa valdið neinum samdrætti hjá myndabandaleigunum og rekst- urinn í ár sé svipaður og árin þar á undan. Allir búnir að eignast DVD Smári Vilhjálmsson, eigandi Snæ- lands Videó, segir að umskiptin hafi fyrst og fremst orðið á þessu ári og að mikill samdráttur hafi orðið í útleigu á myndbandsspólum en að sama skapi hafi útleiga á DVD diskum aukist. „Útleigan er orðin 80% DVD og 20% VHS. Það eru bara allir búnir að eignast DVD spil- ara.“ Smári segir að útleiga hafi ekki minnkað í kjölfar aukinnar sölu á DVD myndefni og þá segist hann ekki ætla að hætta að leigja mynd- bandsspólur . „Við gerum ráð fyrir því að hafa VHS eitthvað lengur. Allavega eins lengi og kostur er,“ segir Smári. ■

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.