blaðið - 16.12.2005, Síða 14

blaðið - 16.12.2005, Síða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. MATVÖRUVERÐIÐ Skýrsla norrænna samkeppnisyfirvalda um matvöruverð á Norðurlöndum í samanburði við það sem gengur og gerist í löndunum í kring hefur vakið verðskuldaða athygli. Þar kemur fram að matvara kostar 42% meira en í Evrópusambandslöndunum. Það er hneyksli og það er óþolandi. Sumir benda á að við flytjum mikið inn af matvöru og það kosti sitt. Niðurstaða skýrslunnar er samt sú að við flytjum ekki nóg inn af matvöru, því þetta háa verð megi að miklum hluta rekja til innflutningshafta á búvöru, Það ætti ekki að koma nokkrum á óvart. Það segir sig sjálft að í okkar harðbýla landi kunni mönnum að nýtast mörg færi betur en að yrkja jörðina og ala feitan búsmala. Nýútkomin skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE) tekur i sama streng, en höfundar hennar telja það bráðnauðsynlegt að tsland gangi úr G-10 hópnum, en þar ræðir um þau tíu lönd heims, þar sem landbúnaður nýtur mestrar verndar og neytendur eru um leið hlunnfarnir í hvað mestum mæli. Blaðið tekur undir það og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að láta vinda frjálsræðis blása um engjar og fjós líkt og á öðrum sviðum. Að fleiru er þó að hyggja. Samjöppun á matvörumarkaði er mikið áhyggjuefni, en í skýrslunni kemur fram að Baugur hafi 43% markaðshlut- deild. Aðeins í Svíþjóð þekkist meiri markaðshlutdeild, en þar hefur ICA- keðjan 45,2% hlut. Er þó rétt að hafa í huga að sú keðja er mun laustengdari en við þekkjum hér á landi. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss, sem rekur matvöru- verslanirnar Nóatún, Krónuna og 11-11, vakti hins vegar máls á því í gær að tölurnar úr hinni norrænu könnun væru úreltar. Kvað hann Baug hafa 55% markaðshlutdeild um þessar mundir. Jafnframt sagði hann að inn- lendir framleiðendur og birgjar væru ofurseldir hinum markaðsráðandi aðila og sagðist hafa vissu fyrir því að menn óttuðust viðbrögð Baugs færu þeir í samstarf við aðra. Til þess að bæta gráu ofan á svart þyrfti Kaupás svo að kaupa auglýsingar í fjölmiðlum í eigu Baugs, sem vitaskuld væri ótæk aðstaða. Það sér hver maður í hendi sér að það er vægast sagt óeðlilegt að Baugur hafi slíka yfirburðastöðu, en það hefur gerst með uppkaupum fremur en eigin vexti. Hún verður ekki til þess að stuðla að heilbrigðri samkeppni, hvað þá lægra vöruverði. Og Baugurinn hringar sig utan um fleiri markaði en matvöru. Stór hluti þingheims lætur hins vegar sem ekkert sé, Neytendasamtökin eru á jötunni og Samkeppniseftirlitið muldrar að ástandið sé nánast jafnslæmt í sumum löndum öðrum. Er ekki tími til kominn að menn vakni við hinn vonda draum? Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. Auglýsingar 510 3744 blaöi á 1 —Bi F Við tölum íslérisku ! |0- GPS tæki með stýrikerfi á ísl^nsku Hjálparaðg^íðic á íslensku Áuðvelt að læra á ! Breyta reitum Korfg uppeetning Punktar LeiSir Feril íkró Flókrtari aSgeráir Valkoetir Veður Mintn .........ja X'V. 16 • Kópavogi • wwwaukaraf.is • <0 585 00CX) 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaðið Spennusaga ársins? Slakt gengi KR á 8. áratugnum og almennur skortur á afþrey- ingu hér á landi á þeim tíma urðu þess valdandi að ég fékk nokkurn áhuga á pólitík þegar ég var að slíta barnsskónum. Ég fylgd- ist t.d. grannt með bæjar- og borgar- stjórnarkosningum jafnt sem alþingiskosningum allt frá falli við- reisnarstjórnarinnar 1971 en þá var ég aðeins 8 ára. Playstation-tölva og FIFA-leikur með sæmilegri grafík hefðu líklega komið í veg fyrir þennan áhuga en engu slíku var vitanlega til að dreifa á þessum árum. Flest dagblöðin las ég reglulega. Ég byrjaði á íþróttasiðunum, fikraði mig þaðan yfir í teiknimyndasög- urnar en var engan veginn mettur af afþreyingu eftir þann lestur. Þess vegna las ég líka leiðarana og fréttir úr pólitíska argaþrasinu. KR-ingur = sjálfstæðismaður Kosningavökurnar voru síðan miklar hátíðarnætur, ekki síst vegna þess að dagblöðunum á kjör- dag fylgdu kosningahandbækur sem ég kepptist við að fylla út á meðan ég fylgdist með kosningatölum í sjónvarpinu. Fljótlega tók ég afstöðu með Sjálf- stæðisflokknum, að mig minnir á ekkert traustari forsendum en ég hef gert á fullorðinsárum: einhvern veginn fannst mér hann trúverðugri og ábyrgari en hinir þegar rætt var um efnahagsvandann (sem ég botn- aði kannski ekki mikið í) og síðan spilaði kaldastríðshugarfar inn í þetta. Vinstri flokkarnir höfðu auk þess tekið af okkur Kanasjónvarpið og verklýðshreyfingin var sífellt að æsa til verkfalla sem bitnuðu á starfsemi móður minnar. Stór og sterkur Sjálfstæðisflokkur var nokkur uppbót fyrir máttleysi KR- inga á þessum tíma. Hins vegar var ég aldrei aðdáandi Geirs Hall- grímssonar, mér leist svona álíka illa á hann og þjálfara sem nær ekki árangri og maður vill skipta út fyrir sigurvegara. Uppreisnarandi unglingsáranna og tímabundin fátækt á þrítugsaldri fjarlægðu mig síðan flokknum tíma- bundið en það er önnur saga. Águst Borgþór Sverrisson Völundarhús valdsins Eftir kosningar missti maður hins vegar þráðinn því erfitt var að átta sig á því sjónarspili sem stjórnar- myndunin var. Hvers vegna var t.d. Framsóknarflokkurinn kominn með forsætisráðuneytið árið 1978 eftir stórtap í kosningum? Hvers vegna gufaði stórsigur Alþýðu- flokksins upp í vonlausu vinstri stjórnar samstarfi? Hvers vegna var hálfur Sjálfstæðisflokkurinn skyndi- lega kominn í vinstri óðaverðbólgu- stjórn árið 1980? Nýlega kom út bókin Völundarhús valdsins sem rekur atburðarásina í stjórnarmyndunum á íslandi í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Þar var háð skák sem var miklu flóknari en kosningarnar. Annaðhvort er ég svona sérkennilegur eða höfundur bókarinnar er óvenjulipur penni því lesningin er æsispennandi. Stjórnar- myndanir voru flókin þraut á þessum tima þar sem vinstri stjórnir voru tíðar en sprungu ávallt með látum, klofningur var í Sjálfstæðis- flokknum og almenn tortryggni og jafnvel ótti ríkjandi í pólitíkinni vegna kalda stríðsins og ógnvæn- legs efnahagsvanda. Sérkennilegt er að fá óljósar barnshugmyndir mínar um stjórnmálaforingjana staðfestar: Geir Hallgrímsson var viðkunnan- legur maður en of varkár og hikandi. Ennfremur rennur upp fyrir mér við lesturinn hvers vegna ég bar alltaf virðingu fyrir Ólafi Jóhannessyni, þessum þunglamalega manni með hægan framsóknartalanda og skað- brunnar tennur. Virðingin stafar af því að hann var í senn afar klókur og heiðarlegur. Það er ágæt blanda í persónuleika stjórnmálamanns: refur með siðferðisvitund. Höfundur er rithöfundur. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Pað hefur reynt á þolrifin hjá 365 miðlum að koma Nýju fréttastöðinni (NFS) á laggirnar. Vinnuaðstaðan þykir lítil og léleg og þessar fyrstu vikur hefur vinnuálagið verið nánast ósæmilegt og ekkert útlit fyrir að það skáni. Af þeirri ástæðu munu margirstarfsmenn 365 vera farnirað hugsa sér til hreyfings. Við garðhliðið bfður Páll Magn- ússon, útvarpsstjóri RÚV, kampakátur með nýtt útvarpslagafrumvarp í rass- vasanum. Nú þegar er hann bú- inn að ná í einn flóttamann frá NFS, en það er Ingólfur Bjarni ^ m Sigfússon, einn allra besti liös- maður fréttastofunnar. Kunnugir telja líklegt að Brynja Þorgeirsdóttir sé næst f röðinni. Stuðningsmenn Stefáns Jóns Haf- stein og Dags B. Eggertssonar eru sagðir grautfúlir út (það frumkvæði, sem Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarstjórl, tók með þvl að hækka laun láglaunakvenna hjá borginni. Þeirsegja fullum fetum að það sé dýrasti kosningavíxill, sem sleginn hafi verið í prófkjöri, og tala um ábyrgð- arleysi. Þingmenn flokksins, eins og Björgvin G. Sigurðs- son og ofurbloggarinn Össur Skarphéðinsson, sem lík- lega hefur mest áhrif á skoðanamótun meðal Samfylkingarmanna, hafa hins vegar fagnað ákvörðun hennar. Ekkert hefur þó frést af af- stöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns, sem hætti við að styðja Steinunni til að geta gert hinn óháða hirðsvein sinn, Dag B. Eggertsson, að borgarstjóraefni flokksins. Dagblaðið DV hefur verið gagnrýnt talsvert undanfarin tvö ár fyrir óvægna umfjöllun um menn fremur en málefni og þykirýmsum, sem það sýni ekki nægilega aðgát í nærveru sálar. Nú hefur hin geistlega stétt greinilega fengið nóg, enda sálgæsla hennar hlutskipti, því í Morg- unblaðinu í gær skrifar sr. Bolli Pétur Bollason um fréttaflutning DV, sem hann telurósiðlegan. „Þau eru alveg skýrþau neikvæðu áhrif, sem DV hefur, ogþau eru svo víðtæk, að fáir geta gert sér grein fyrirþví og allra slst blaðamenn DV, sem fylgja vístbara ákveðinni ritstjórnar- stefnu. Ég á óskaplega erfitt með að vera sammála þeirri stefnu, sem hefur eftirfarandi að kjarna;„við hlífum engum". Sú reynsia sem ég verð fyrir i starfi mínu knýr mig hreinlega tilmótstöðu... Égþykistlíkavitaoghefheyrt þau rök að það sé skylda dagblaðsins að flytja fréttir. Mér finnst alveg hreint dgætt að fá fréttir, en ég lítekkiáþað sem fréttirþegar markmiðið virðist gangaútá það að knésetja fólk, sparka íþað liggjandi og ala á vanvirð- ingu i garð náungans."

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.