blaðið

Ulloq

blaðið - 16.12.2005, Qupperneq 18

blaðið - 16.12.2005, Qupperneq 18
18 I ÝMISLEGT FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 blaAÍÖ Fyrirgefning og hamingja Fyrirgefningþarfnast mikillar íhugunar Flestir telja að það sé orðið of seint til að fyrirgefa þegar hjónabandi eða sambandi er að ljúka. Hvernig í ósköpunum er hægt að fyrirgefa makanum fyrir framhjáhald, lygi eða bara almennt virðingarleysi? Það er til of mikils mælt....eða hvað? Fyrirgefning er grundvallarskilyrði fyrir hamingjuríku sambandi hvort sem það er að fyrirgefa yfirmanni þínum fyrir hroka, fyrirgefa móður þinni fyrir nafngift þína eða fyrir- gefa eiginmanninum fyrir að eyða of miklum tíma í tölvunni. Það er ekki alltaf auðvelt að fyrirgefa, en án fyrirgefningar muntu ekki jafna þig á reiðinni sem gjörðir hins aðilans ollu þér. Reiði getur stofnað sambandi þínu íhættu. Aukþess get- urðu skaðað önnur sambönd í lífi þínu með reiði og ofsa. Veikleikar fyrirgefnir Það er ekki auð- velt að fyrirgefa svik, misnotkun eða missi, en með fyrirgefningu geturðu unnið þig að nýrra og hamingjuríkara sam- bandi. Án fyrirgefningar geturðu sannarlega ekki lagað samband sem er í slæmum málum. Með því að fyr- irgefa þá ertu ekki að bjóða maka þínum upp á að halda áfram að mis- nota þig, halda fram hjá þér eða gera líf þitt að helvíti. Þess heldur þýðir fyrirgefningin að þú horfir fram hjá verknaðinum og einstaklingnum. Það merkir að þú fyrirgefur veik- leika einstaklingsins sem hann eða hún getur ekki stjórnað. Reiði sem hefur ein- ungis áhrifáþig Að fyrirgefa merkir ekki að þú munir vera í lélegu sambandi ef maki þinn getur ekki breytt hegðun sinni. Að fyrirgefa merkir ekki að þú þurfir að vera vinur þess einstak- lings sem stundaði kynlíf með maka þínum. Að fyrirgefa merkir ekki að þú munir halda áfram að vera vinur einstaklings sem kemur illa fram við þig. Að fyrirgefa merkir ekki að þú skulir hætta við að sækja rétt þinn varðandi yfirmann sem beitti þig fordómum. Með því að fyrirgefa gjörðir annarra þá fjarlægirðu reiði í brjósti þér sem hefur einungis áhrif á þig og engan annan. Æðrulaus fyrirgefning Fyrirgefning er mikilvæg í árangurs- ríkum samböndum og þá ekki einna helst vegna þinnar eigin geðheilsu frekar en nokkurs annars. Ef ein- hver hefur gert eitthvað á þinn hlut þá getur það étið þig upp að innan og haft afdrifaríkari afleiðingar en hægt er að óra fyrir. Þó er mikilvægt að fyrirgefning komi frá hjartanu því að fyrirgefa bara til að fyrir- gefa gerir lítið gagn. Fyrir- gefning verður að vera æðru- laus og hrein. Oft þarfnast fyrirgefning mikillar íhug- unar og hún verður að vera vegna eigin hamingju en ekki hamingju annarra. Fyrirgefning er ekki eitt- hvað sem er nauðsynlegt, nema bara til handa sjálfri/sjálfum þér. Nauðsynlegast er alltaf að fyrir- gefa sjálfum sér fyrir hvaða mistök sem maður hefur gert um ævina. svanhvit@vbl.is 99........................................ Efeinhver hefur gert eitthvað á þinn hlutþá geturþað étið þig upp að innan og haft afdrifa- ríkari afleiðingar en hægt er að óra fyrir. Fyrirgefning er grundvallarskilyrði fyrir hamingjuríku sambandi l|> Þann 17. desember verður sannkölluð jóla og barnahátið í BryggjuBúllunni Við ætlum að vera með sannkallaða barnahátíð og um leið styrktarsöfnum handa UMHYGGJU, félagi langveikra barna. 10% af allri íssölu frá og með 1 jan til 31 okt 2006 renna til UMHYGGJU *§5 Á laugardeginum milli kl. 13 -16 verða Stekkjastaur og Giljagaur að afgreiða á staðnum. í tilefni að komu jólasveinanna útbúum við uppáhalds JÓLAÍSINN þeirra handa öllum börnum, þar verður einnig hægt að láta taka jólamynd af sér með jólasveinunum gegn 300 kr. gjaldi, sem rennur óskipt til Umhyggju. ;>[?: Jólasveinarnir leysa alla krakka út með mjög svo "óvæntum" glaðningi Til að auka á spennuna þá getum við því miður vegna "plássleysis" ekki sagt frá öllu því skemmtilega sem verður í boði. En við lofum að það verður æðislega gaman og sannkölluð háfíðarstemming því margt verður til gamans gert og mikið af ýmsu góðgæti í boði frá velgjörðaaðilum hátíðarinnar. :?k Komdu með alla fjölskylduna, öll börn og alla vinina á sannkallaða BARNA - JÓLAHÁTÍÐ milli kl. 13 og 16 og hjálpaðu okkur að gleðja aðra um leið og við gleðjum þig með stuðningi góðra fyrirtækja. Gfr-jLta w mm hrttfkftty j Sgilt » VMtfiumMjgwi wi&tm J ^ I

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.