blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 blaöiö Ríki Evrópusambandsins á eftir áætlun Ríki Evrópusambandsins sem hafa undirritað Kyoto-bókuninaþurfa flest að grípa til tafarlausra aðgerða vilji þau ná markmiðum sínum. Aðeins Bretar og Svtar eru á réttri leið samkvœmt nýrri rannsókn. Ríki Evrópusambandsins þurfa að takmarka enn frekar útblástur frá orkuverum og þungaiðnaði vilji þau ná takmörkum sínum vegna Kyoto-bókunarinnar. Líkamsleifar rúmlega 30 manna fundust í gröf í borginni Kerbala í frak. Fjöldagröf finnst í írak Fjöldagröf hefur fundist í borginni Kerbala, sunnan við Bagdad, höf- uðborg íraks. Talið er að í gröfinni séu lík sjítamúslima sem drepnir voru af her Saddam Hussein árið 1991 í hefndarskyni fyrir uppreisn þeirra í kjölfar Persaflóastrfðsins. Uppreisn sjítamúslima var brotin á bak aftur og allt að 30.000 manns drepnir og voru margir þeirra grafnir í fjöldagröfum. Verkamenn komu niður á líkamsleifarnar þegar þeir grófu fyrir nýrri vatnsleiðslu í miðbæ borgarinnar. Þeir kölluðu lögreglu til sem girti svæðið af. Svo virðist sem karlar, konur og börn hafi verið meðal hinna föllnu. Nokkrar fjöldagrafir hafa fundist síðan ríkisstjórn Saddam Hussein var steypt af stóli í apríl 2003, einkum í suðurhluta landsins þar sem sjítamúslimar eru ráðandi og í héruðum kúrda í norðri. Af 15 ríkjum Evrópusambandsins sem hafa undirritað Kyoto-bókun- ina munu aðeins Svíar og Bretar ná markmiðum sínum að óbreyttu. Kyoto-bókunin miðar að því að draga úr losun gróðuhúsaloftteg- unda á heimsvísu fyrir árið 2012. Tíu ríki munu ekki ná settum mark- miðum nema þau gripi tafarlaust til aðgerða. Þar á meðal eru frland, ftalía og Spánn. Frakkland, Grikk- land og Þýskaland hafa fengið væg- ari viðvaranir og munu ekki ná markmiðum sínum nema þau haldi sig við fyrirhugaðar áætlanir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu breskrar rannsóknastofnunnar um opinbera stjórnsýslu (IPPR). Ekki aftur snúið Tony Grayling, framkvæmdastjóri IPPR segir að senn verði ekki aftur snúið í breytingum á loftslagi. „Við megum engan tíma missa heldur verðum við að hefjast strax handa við að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda á heimsvísu áður en óbætanlegt tjón hlýst af,“ sagði Grayling i viðtali við Breska ríkisút- varpið (BBC). Hann bætti við að lífs- nauðsynlegt væri að ríki Evrópusam- bandsins stæðu við loforð sfn um að draga úr mengun. Hann sagði ennfremur að ríki Evrópu þurfi að grípa til aðgerða þar á meðal orku- sparnaðar og fjárfesta í endurnýt- anlegum orkulindum. „Á næsta ári þurfa ESB-ríki að takmarka enn frekar útblástur frá orkuverum og þungaiðnaði," sagði Grayling. Samkvæmt Kyoto-bókuninni skuldbinda þau ríki sem undirrit- uðu hana sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar til hún verður 8% minni á ári en hún var 1990. Markmiðunum á að ná fyrir 2012. Ein af stofnunum Evrópusam- bandsins, Evrópska umhverfisstofn- unin, varaði við því í nóvember að Evrópusambandið myndi liklega aðeins ná að draga úr losun um 2,5% fyrir 2012 en ekki 8%. Krabbameinsfélagsins (T/C^ráUnrSk?íe*der zooj Vinningar Suzuki Grand Vitara, 2.990.000 kr. 35369 1 i Bifreið eða greiðsla upp í íbúð, 1.000.000 kr. 57145 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr. 116 15777 31918 49648 64988 84553 100003 116411 414 17185 32169 50316 66008 85791 101769 116628 1071 17753 32347 53793 67858 86927 103079 116975 1478 18270 37215 53930 68056 86948 103682 117260 2237 18823 37671 54195 68577 89465 104666 118398 2311 20374 38746 54349 69804 89743 105282 118791 2492 20960 40326 54455 74331 90142 105855 119721 2614 21110 40431 55595 75077 90210 107204 120310 6864 21125 40435 56493 76819 91176 108331 121315 7334 22448 40854 57307 77305 91344 109348 121776 7408 22691 41003 57962 77470 92665 110335 123012 7815 22802 41571 58995 77635 92822 110620 123120 8290 25288 42138 60161 77657 93922 111297 124378 9076 25903 42352 60924 77750 94889 111564 125833 9400 25906 43427 61123 78804 95059 111655 127777 10649 27448 43662 61706 79691 96713 112581 128665 11148 29244 45851 62308 81144 97968 112614 131273 11579 29369 46051 62549 81195 97988 113326 135076 11625 30025 46883 63173 82389 98318 113614 13843 31476 47950 64612 83643 98564 114067 15072 31482 47960 64957 84075 98838 114863 Krabbameinsfélagið þakkar é landsmönnum veittan stuðning | Krabbameinsfélagið www.krabb.is Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sfmi 540 1900. Byrjað verður að greiða út vinninga 9. janúar nk. ASMUND Þessi kaka er hreinasta snild, hröö, mikiö af liósum og eldglœringum þar sem himininn er pakinn blómum, griöarlega falleg. Þyngd: 8 kg Tími: 20 sek FlUGELDA'MA'RKABIR BIOR&UNATtSVElTAUNA FRJALST blaðið= Fyrrverandi ráðherra í lífstíðarfangelsi Fyrrverandi ráðherra í kínversku ríkisstjórninni hefur verið dæmdur til ævúangs fangelsis fyrir að hafa þegið mútur. Tian Fengshan, sem eitt sinn gegndi starfi auðlinda- og landnýtingarráðherra, var sakfelldur fyrir að hafa þegið meira en 4 múljónir júana (jafnvirði rúmlega 31 milljónar íslenskra króna) að sögn Xinhua-fréttastofunnar. Kínverska ríkisstjórnin er að reyna að vinna bug á spúlingarmálum af ótta við að þau kunni að grafa undan valdi kommúnistaflokkins. Tian er einn af þekktustu mönnum sem sakaðir hafa verið um spillingu síðan háttsettur þingmaður var tekinn af lífi árið 2000. Dómstóll- inn sagði að hann hefði misnotað stöðu sína á meðan hann þjónaði þjóðinni. Tian slapp með vægari refsingu þar sem hann játaði glæpi sína og sýndi iðrun. Hann þáði mútur frá 1995-2003 en ekki hafa verið birtar nákvæmar upplýsingar um misgerðir hans. Lest ekur á hundasleða Tvö ítölsk ungmenni létu lífið þegar hundasleði sem þeir voru á varð fyrir lest í Lapplandi í norðurhluta Finnlands á mánudag. Ungmennin, 14 ára drengur og 18 ára stúlka, voru í hópi 18 ítalskra ferðamanna sem voru í hundasleðaferð í Korpikyla, nálægt Norðurheimskautsbaug. Sam- ferðamenn ungmennanna sluppu heilir á húfi. Frekari upplýsingar um slysið liggja ekki fyrir en ekið var á sleðann þar sem akvegur og járnbrauarsporið mætast. Fangar halda ættingjum í gíslingu Vistmenn í afskekktu fangelsi í Amazon-frumskógum Brasúíu héldu enn rúmlega 200 manns í gíslingu í gær. Samkomulag hefur náðst um að leiðtogi fanganna verði fluttur á ný í fangelsið að sögn brasilískra stjórnvalda. Leiðtog- inn var fluttur í annað fangelsi í síðustu viku og sögðust samfangar hans ætla að sleppa gíslunum eftir að hann kæmi tú baka. Fangauppreisnin hófst á meðan á heimsóknartíma stóð á sunnudag í fangelsi í hinni afskekktu borg Porto Velho. Gíslarnir eru allir ættingjar vistmanna og eru konur í yfirgnæf- andi meirihluta. Fulltrúi lögreglu sagði að flestir hinna 1200 fanga sem í fangelsinu eru tækju þátt í uppreisninni. 14 manns létust í fangauppreisn í sama fangelsi í fyrra. Seinheppinn vasaþjófur Lögreglumenn í Berlín gómuðu seinheppinn vasaþjóf á árlegri jólaskemmtun sinni á dögunum. Þeir komu auga á þjófinn þar sem hann seúdist í hvern frakkavasann á fætur öðrum í fatahenginu og handtóku hann undireins. Vasa- þjófurinn gerði sér ekki grein fyrir að hér væru laganna verðir að skemmta sér enda hefði hann þá að öllum líkindum valið sér önnur fórnarlömb. Þjófurinn reyndist vera 45 ára gamall Albani með falsað vegabréf sem þar að auki var eítirlýstur fyrir ýmis önnur brot. Við seljum bílana www.bilamarkadurinn.is SmíSLjmtu+i 46 £ • S. 567 1800

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.