blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 14
blaðið= mam ■■■ Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. KJARADÓMI „LEIÐBEINT“ Rétt fyrir jól sendi formaður Kjaradóms forsætisráðherra bréf þar sem hann rökstuddi úrskurð dómsins um laun alþingismanna og embættis- manna. Það má meira að segja taka undir að það sjónarmið Kjaradóms, að þeir, sem hann úrskurði laun, hafi ekki samningsrétt um kjör sín og því sé það beinlínis lögbundin skylda Kjaradóms að gæta að því að á þessa aðila sé ekki hallað. Eins má færa fyrir því rök að það skipti máli að laun æðstu ráðamenn séu í einhverjum takt við það sem gerist meðal æðstu stjórnenda í einkageiranum svo hann sogi ekki til sín alla bestu syni og dætur þjóðarinnar, en til starfa fyrir almenning fáist aðeins meðalskussar eða valdafíklar. Þá má minna á það sjónarmið að þeir, sem standa við stjórnvölinn, þurfi að vera vel haldnir í launum, þó ekki væri nema til þess að minnka hættuna á því að þeir geti orðið öðrum háðir fjárhagslega. Launaþróun er viðkvæmt mál á íslandi, þar sem návígið kallar á frekari samanburð en ella, og við þekkjum hvernig launaskrið getur farið af stað eins og hendi sé veifað og verðbólgan siglir beint í kjölfarið, öllum til skaða. Stjórnmálamenn leggja enda flestir áherslu á að varðveita þurfi stöðugleika efnahagslífsins, meðal annars með varfærni í samn- ingum um kaup og kjör. 1 gær greindi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, frá þvi að hann hefði svarað bréfi formanns Kjaradóms, þar sem þess var farið á leit að dómurinn endurskoðaði úrskurð sinn um laun þjóðkjörinna fulltrúa. Er ekki allt í lagi? Kjaradómur fékk þetta óöfundsverða hlutverk af því að stjórnmálamenn vildu ekki lengur véla um eigið kaup. Síðan gerist eitthvað og þá sendir ráðherra leiðbeiningu til dómsins! Hvar eru hinar hástemmdu yfirlýsingar um aðgreiningu valdsins? Ef stjórnmálamenn vilja af einhverjum ástæðum fara að krukka í eigin laun aftur eiga þeir einfaldlega að gera það með lögum og þá vita allir hvar ábyrgðin liggur. Síðasti ráðherra til þess að reyna að „leiðbeina" dómendum með þessum hætti var framsóknarmaðurinn Jónas Jónsson frá Hriflu. Hefur pólitískur arftaki hans ekkert lært á þeim 73 árum, sem síðan eru liðin? Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaösins. Dreifing: íslandspóstur. 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 i blaöið W -A«T/tKK-.- og <]leíile<)a háiíé. Milljón er markmiðið Maður les þær fregnir að innan skamms verði íslendingar orðnir 300.000 og manni finnst nú heldur til um það, þó ísland komist nú ekki úr hópi dvergríkja fyrir það eitt. Það þarf meira til. Þjóðin verður sumsé ámóta fjöl- menn og íbúar Coventry á Englandi. Það er kannski ekki alveg forsíðuefni stórblaða heims og samanburður- inn tæpast til þess falllinn að blása mönnum kapp i kinn. En af því að ég hef komið til Coventry (fyrir mis- skilning raunar) þá veit ég sem er, að ekki er allt sem sýnist þegar litið er á hráar tölurnar. Af því að íslendingar hafa kosið að vera sjálfstæð þjóð í eigin ríki, lítum á íslenska menningu sem einstakt fyrirbæri og erum aukin heldur með mikilmennskubrjálæði.semerknúið áfram af réttmætri minnimáttar- kennd, þá er bragurinn hér engan veginn eins og í Coventry. Okkur finnst sjálfsagt að hér ríki öflug sam- keppni fjölmiðla, stjórnmálamenn kýta um það hvort óperan eigi að vera í höfuðstaðnum eða Kópavogi og við erum engu deigari en áður við að metast við umheiminn um hverjir séu bestir í heimi, að tilliti teknu til höfðatölu vitaskuld. Það má brosa að þessu, en svei mér ef ég held ekki að þetta sé holl afstaða, svona almennt og yfirleitt. Við erum hæfilega upptekin af stöðu okkar 1 heiminum: okkar íslendinga og hvers og eins. Kostnaðurinn En þetta kostar og maður borgar það nú ekki allt með jafnglöðu geði. Ég þarf ekkert sendiráð í Mapútó og enn síður f Helsinki. Mér skilst að efasemdir um Sinfóníuna hafi aukist síðustu daga og hvað má þá segja um annað tildur í kringum for- setaembættið? En maður borgar nú samt frekar en að fara út og hlaða götuvígi, eins og tíðkast f Frakk- Andrés Magnússon landi af minnsta tilefni. Að hluta til er það vegna þess að við getum leyft okkur talsverðan munað. Menn geta deilt um skipt- ingu kökunnar þar til þeir blána upp, en hitt liggur fyrir að íslenska þjóðar- kakan hefur aldrei verið stærri. En um leið og íslendingar hafa auðgast hratt og örugglega höfum líka notið annars, en það er íslenska lífeyriskerfið, sem stendur ólíkt traustari fótum en flestir grannar okkar þekkja og kunna að súpa seyðið af fyrr en varir. Um leið hafa lífeyrissjóðirnir verið bakhjarlar útrásarinnar, sem mest er um rætt, og getur auðgað ísland enn frekar, þó þeir aurar skili sér raunar misvel til baka inn í landið. Frekari fjölgun I þessu samhengi skiptir máli að Islendingum er enn að fjölga. Þegar litið er til hagtalna á meginlandi Evrópu sést nefnilega fljótt að meiri- hluti þeirra ber dauðann í sér. I orðs- ins fyllstu merkingu. Þar hefur þró- unin nefnilega verið sú að færri og færri eignast færri og færri börn. I Þýskalandi horfa menn t.d. fram á það að innan 30 ára verði meirihluti landsmanna yfir fimmtugu. Það segir sig sjálft að slíkt þjóðfélag er ekki til stórræða líklegt. Þegar við það bætist lífeyriskerfi þar sem vinn- andi fólk dagsins er að borga lífeyri fyrir gamalmenni dagsins er ekki á góðu von. Þegar fram í sækir verður hver vinnandi maður með hátt í tvo aldraða á sínu framfæri í gegnum lífeyrissjóðakerfið. Vonandi fara Islendingar ekki svipaða leið, þó ýmsar blikur séu raunar á lofti í mannfjöldaspám. Þess vegna skiptir miklu máli að Islendingar hafi frelsi og svigrúm til þess að auðgast frekar. Bæði til þess að fólk sé bjartsýnna á framtíðina og að Island sé eftirsóknarvert fyrir dugmikla nýja íslendinga. Því skal skorað á lesendur að láta sitt ekki eftir liggja við að koma íslendingum yfir milljón sem fyrst. Væri það ekki ærlegt áramótaheit fyrir þessa frjóu þjóð? Höfundur er blaðamaður, Klippt & skorið rorsíðufrétt Fréttablaðsins í gær vakti nokkra athygli, ekki beinlínis vegna efnis hennar, heldur ____________ fremurvegna þess að hún skyldi vera forsíðufrétt. Þar sagði frá framboði Óskars Bergssonar í komandi prófkjöri framsókn- armanna í Reykjavík, en hann hyggst biðja um 1. sætið líkt og þau Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, og Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Hall- dórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra. Fáum dylst að Björn Ingi nýtur mikils byrs þessa dagana og hefur stuðning langt út fyrir raðir Framsóknarflokksins, en Óskar er f besta falli aukaleikari í þeim þunga róðri, sem bíðurfram- sóknarmanna í borginni. (heita pottinum í gær varað vonum spurt hvað hafi ráðið þessum upp- slætti Fréttablaðsins og voru menn helst á því að óskar hlyti að eiga náfrænku á ritstjórninni. mm 0 3 ssur Skarphéðinsson, ofurblogg- | ari, slær nýtt met í skrifum sínum á jóladag en þá skrifar hann um viðburði dagsins frá morgunkaffi fram á nótt. Þessi ógnar langa leiðarbókarfærsla er í senn hversdagsleg og há- tíðleg, skáldleg og skýrslukennd og líður Ijúflega áfram eins og tíminn gerir á jóladag. Össur fjallar um persónulega hluti í bland við pólitík og er bæði heimspekilegur og heim- ilislegur, en fallegastar eru lýsingarnar af því þegar bonus pater lítur inn til telpnanna sinna, sofandi í morgunsárið. En heimilisföð- urinn grunar þó, að ekki sé allt með felldu um kvöldmatarleytið: „Kvenleggur Vesturgötuklansins kom á klipptogskorid@vbl.is heimavígstöövarnar um hálfátta. Þáloksins borðuðum við möndlugrautinn. Það kom mér ekki fullkomlega á óvart að Ingveldur Esperansa fékk hana. Dr. Arný gætir varla meðalhófs varðandi möndluna þegar haft er I huga að húsbóndinn á heimilinu hefur ekki fengið möndluna í ellefu ár. Enþáber þess að geta að doktorinn og félagsmálaráðherrann eru þremenningar." K' ! lippari lesað Arnold Schwarzeneg- ger, ríkisstjóri í Kaliforníu, séfallinn I í ónáð í fæðingarborg sinni Linz í Austurríki vegna þess að Schwarzenegger varð ekki við áskorunum um að náða dæmdan morðingja. En þó þeir skammist sín fyrir Schwarzenegger má enn finna borgir í Austurríki þar sem Hitler er heiðursborgari!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.