blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 30
30 I SAMSKIPTI KYNJANNA MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 blaöÍA Uppfinning hjónabandsins Það er ótal margt sem við setjum ekki spurningarmerki við þó að við nánari athugun virðist það vera hálf undarlegt. Til dæmis eru fáir sem hafa hugsað út í hvers vegna við höggvum niður grenitré, drögum það inn í stofu og hrúgum á það kúlum, ár eftir ár, eða hvers vegna við blótum þorrann með því að hrúga í okkur hrúts- pungum og harðfisk þó að við séum ekki heiðnir meðlimir í Ásatrúarfélaginu, síst af öllu veltum við vöngum yfir því hvers vegna við klöppum eins og selir þegar við upplifum eitthvað sem okkur líkar vel og fáir hafa pælt í því hversvegna þjóðfélagið krefst þess, leynt eða ljóst, að við finnum okkur lífsförunaut og göngum í hjónaband. Nokkrar tegundir hjónabanda Að ganga í hjónaband er eitt af þessum fyrirbærum sem mann- skepnan út um allann heim lítur á sem sjálfsagðan hlut og meira til. Hvarvetna í heiminum eru ógiftir menn og konur sem eru komin á miðjan aldur, litin hornauga ef þau eru ekki “gengin út” eins og það kall- ast. Af einhverjum ástæðum, sem við ætlum að skoða í þessari grein, er ætlast til þess að við finnum okkur maka og göngum í kjölfarið í hiónaband. I menningarheimi okkar vest- urlandabúa er “monogamy”, eða einkvæni, nánast eina fyllilega við- urkennda sambandsformið, en það er þegar tveir einstaklingar af gagn- stæðu kyni fá einvörðungu að njóta kynlífs hvert með öðru og minnstu undantekningar frá því eru synd, skömm og skilnaðarorsök. “Poly- gamy” er fræðiorðið yfir fjölkvæni (eða mann sem gengur að eiga nokkrar konur) og “polygyni” er orðið yfir konu sem gengur að eiga nokkra menn (við eigum því miður ekki hentugt orð á íslensku). Þeir sterkustu fá'ða. Að ganga í hjónaband er mann- skepnunni ekki eðlilegt frekar en að bursta tennur, fara í klippingu eða skreyta jólatré. Það er hinsvegar ein af fyrstu félagslegu uppfinn- ingum okkar og tengslamyndun á milli tveggja eða fleiri einstaklinga, í formi hjónabands eða einhvers- konar samkomulags, átti sér fyrst stað þegar við vorum rétt að komast af apastiginu. Elstu kerfin sem við mynduðum voru nokkurnveginn á þá leið að ráðríkur eldri karl reyndi að kom- ast yfir sem flestar kerlingar í einu, til að tryggja sér að gen hans bær- ust áfram með afkvæmunum inn í framtíðina. Með því að hafa margar í takinu jók hann möguleika sína á því að einast afkvæmi þar sem f það minnsta ein þeirra ætti að vera í stuði fyrir kynmök þegar svo bar undir. Á sama tíma reyndu kerling- arnar að hafa mök við yngri, sterk- ari og frjósamari karla til að tryggja sér hraust og hress afkvæmi. í þessu gamla kerfi var ekkert sem líkist viðurkennda norminu í dag, sem er einn karl með einni kerlingu eða ein kerling með einum karli, né heldur fjölkvæni. Þarna gilti gamla góða máltækið að þeir sterkustu sigra... eða þeir sem ná honum upp, eru fljótir á bak og snöggir að fá það! Alltaf tii ítuskið Uppfinning hjónabandsins hefði örugglega aldrei átt sér stað ef Skráðu bílinn á www.bilamarkadurinn.is ^SUoMtan/íeuLwUMM. Sm4liwK+i 46 S • ákveðnar líffræðilegar breytingar hefðu ekki gerst í líkömum kvenna. Tíðahringur flestra kven-spendýra er þannig að hún er aðeins tilbúin til að hafa mök þegar hún er “breima”, sem takmarkar getnaðarmögu- leika karldýranna niður við þetta ákveðna tímabil og þar sem þeir eru alltaf í stuði, verða þeir að hafa sig alla við til að komast yfir skvís- una. Við sjáum þetta meðal annars á meðal katta. Þegar læðan er breima gefur hún frá sér ægileg vein og gól (reyndar gera fressin það líka) og öll fressin i hverfinu, sem vettlingi geta valdið, mæta á svæðið til að sjá hvort þeim veitist sá heiður að fá að fara upp á hana. Hún spígsporar um og velur sér þann sem henni líst best á (oftast fer hún eftir því hver er með flottasta feldinn) og í kjölfarið fær sigurvegarinn að fara “upp á hana”, (þó er einnig algengt að nokkrir sig- urvegarar fái að máta það fer eftir því hverslags kattardýr á í hlut). Það sem aðgreinir okkur mannskepn- urnar frá þessu kynferðislega hegð- unarmunstri annara spendýra er einna helst það að við erum “breima” í tæplega einn mánuð, eða allann tímann fyrir utan tímabilið þegar við förum á blæðingar. Þegar konur eru með egglos verða þær reyndar aðeins meira breima og skemmti- legar kannanir hafa sýnt fram á )að að konur eru oftar en ekki létt- dæddar og reyna að láta skína í bert segar þær eru með egglos. Svíar gerðu könnun inni á vinsælum skemmtistað í Stokkhólmi sem fór fram á þá leið að ungar konur voru ljósmyndaðar og síðan spurðar hvar í tíðahringnum þær væru staddar. Það kom á daginn að þær sem voru í rúllukragabolum, með síðar ermar og í víðum buxum voru yfirleitt á túr eða alveg að fara að byrja, á meðan skvísur í berbaksbolum og mini- pilsum voru staddar á hápunkti egglossins. Engar skuldbindingar Karldýr eru mun líklegri til þess að vera sátt og sæl þegar þau eru með kvendýri sem getur haft við þá mök nánast hvenær sem er í mánuð- inum og þannig eru mannskepnur af kvenkyni einmitt gerðar. Einu apategundirnar sem hafa tíðir mán- aðarlega eru gibbonar, en þeir eru einmitt einu aparnir “fyrir utan okkur”, sem stunda það sem kemst næst einkvæni. Flest mennigarsamfélög líta á einkvæni sem eina af sterkustu und- irstöðum farsæls þjóðfélags og um leið gera þau mikinn greinarmun á ást og ástríðum annars vegar og hjónabandi hins vegar. Eina und- antekningin frá þessu var Nayar samfélagið sem hélt til á Malabar ströndum Indlands. Þar til í upphafi nítjándu aldar þurftu ungar stúlkur af Nayar þjóðflokki að ganga undir helgiathöfn um leið og þær höfðu fyrst á klæðum. Helgiathöfnin var á þá leið að ungir karlmenn höfðu við þær samfarir og seinna urðu þeir hugsanlega elskhugar stúlkn- anna. Ef stúlkurnar áttu með þeim börn voru þær, ásamt börnunum, skuldbundar til að syrgja manninn ef hann lét lífið, en fyrir utan þetta voru engar skuldbindingar hvorki af hans hendi gagnvart stúlkunni, né öfugt. Algjör andstæða Naya fólksins var Nyinbar ættbálkurinn í Nepal. Þar voru iðkuð margskonar hjóna- bönd; fjölkvæni þar sem einn karl átti margar konur, einkvæni og svo polyandri, eða ein kona sem gengur að eiga nokkra karla, oftast bræður, og í sumum tilfellum gátu þeir tekið sér auka konu. En polyandri var þó algengasta fyrirkomulagið hjá Nyin- bar fólki og um leið aðal stolt þeirra og sérkenni sem ættbálks. Grin gert að karlmönnum á lausu Hjónaband leysir ýmis vandamál sem eru einstæð hjá okkur mann- fólki. Til dæmis eru mannabörn miklu lengur að komast á legg en afkæmi langflestra spendýra og það ferli gengur betur fyrir sig ef maður og kona eru samtaka um uppeldið og fæðuöflun i þau ár sem það tekur krílið að verða sjálfbjarga. Þegar við vorum enn í veiðisamfélögum þurftu konan og maðurinn oft að standast langan aðskilnað sem gat oft staðið mánuðum saman, en samt sem áður voru allir hvattir til að ganga í hjónaband og stundum gat hvatningin gengið fram úr hófi. Til dæmis voru ungir menn á eyjunni Spörtu dregnir f kringum altarið og hafðir að alhlægi í hópi ungra ógiftra kvenna, eða þá að þeir voru píndir til að hlaupa naktir um skóga og stræti um hávetur, syngjandi lög sem gerðu gys að einhleypings ástandi þeirra. Fríkum út á valkostunum í dag sækir um það bil helmingur þeirra sem ganga í hjónaband um skilnað innan fimm ára. Flestum þykir ákaflega erfitt að sættast við þá tilhugsun að mega aðeins hafa mök við einn einstakling það sem eftir er ævinnar og á þetta við um bæði karla og konur. Kannski er það vegna þess að í dag er stöðugt áreiti á okkur um alla valkostina sem okkur bjóðast, hvort sem það á við um að fara til Spánar eða Grikk- lands, verða flugfreyja eða lögfræð- ingur, nota B eða C skálar eða fara á þessa eða hina bíómyndina. Það er alltaf eitthvað spennandi að ger- ast hinum megin við girðinguna og þar er erfitt að mega ekki smakka, sérstaklega þegar það er kominn þreyta í sambandið og róman-tíkin farin að spangóla af leiðindum. Ein- staka samfélög hafa komið sér upp ‘normi” sem er almennt viðurkennt án þess að það sé talað um það í blöð- unum. Frakkar eru á meðal þeirra, en í Frakklandi er sjaldan gert mikið veður út af þvi að kona eða karl taki sér elskhuga eftir margra ára hjónaband. Krakkarnir eru þá flestir orðnir nógu gamlir til að sjá um sig sjálfir og fýrirtækið; hjóna- bandið, rekur sig að mestu leiti sjálft. Dæmi um þetta viðurkennda athæfi er frönsk bílaauglýsing sem sýnir miðaldra eiginkonu og eiginmann mætast á rauðu ljósi. Við sjáum kon- una leggja farþegasætið niður og fela með því ungann og vöðvastælt- ann mann sem situr við hlið hennar. Þegar bíllinn hennar rennur upp að bíl eiginmannsins tala þau eitthvað um skyrtu sem á að fara í hreinsun og halda svo sína leið. Myndavélin fer að bíl eiginmannsins sem grípur i farþegasætið á sínum bíl og upp kemur elskhuginn, sem er líka, ungur, fallegur karlmaður... Kynferðisleg siðaskipti, allir halda framhjá Það fer ekki framhjá neinum að það hafa átt sér stað kynferðisleg siða- skipti á seinni hluta þessarar aldar. Kynferðisleg siðaskipti eru ekki ný af nálinni, m.a. urðu mikil siðaskipti í Englandi þegar Viktoría drottning réði ríkjum. Kerlingin sú var ægileg þurrkunta og tepra sem bannaði allt á milli himins og jarðar. Bönn hennar gengu svo langt að konur máttu ekki hvorki láta sjást í ökkla né bringu og þuftu því að vera dúð- aðar frá toppi til táar í múnderingar sem gátu ekki á nokkurn hátt vakið kynlöngun. Siðaskiptin á síðustu öld hófust á áberandi hátt, snemma á fimmta áratugnum og þróunin hefur verið á alla kanta síðan, okkur til bæði ánægju og ama. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að ekki nema helmingur mannfólksins virð- ist vera þannig gerður að hann sætti sig við aðeins einn bólfélaga alla ævi, eða með öðrum orðum, einkvæni... þrátt fyrir að konur séu “breima” í tæpan mánuð í senn og geti með reglubundnu kynlífi verið óléttar ár eftir ár ef því er að skipta. Leigubíla- stýra í Reykjavík sagði greinarhöf- undi frá því að henni hefði komið ótrúlega á óvart hversu duglegir Reykvíkingar, bæði konur og karlar, væru í að halda framhjá. Hún sagði að um hverja einustu helgi kæmu í bílinn til hennar ekki bara einn eða tveir einstaklingar sem væru að taka hliðarspor, heldur væri það stundum helmingur farþeganna. Hver er lausnin? Er það að skilja? Ganga í swingera klúbb? Lögleiða fjölkvæni á báða bóga? Fara í með- ferð sem tekur á losta og löngunum eða reyna að koma upp svipuðum kerfum og Frakkar eða Nyinbar ætt- bálkurinn? Hver veit? margret@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.