blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 34
34 I KVIKMYNDIR MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 blaöiö REGflBOEinn \ 400 kr. í bíó! Glldlr á allar sýnlngar merktar með rauðu | Hún er að fara að hitta foreldra hans ..hitta bróður hans ...og hitta jafnoka sinn ★ ★★1/2 ★★★ Sýnd kl. 3 og 6 íslenskur texti thefamilystsone Sýnd kl. 3, 5.40,8 og 10.20 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11 Sýnd kl. 2,4,6,8 og 10 Sýnd I Lúxus kl. 2,4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára SýndkJ. 2,4,6og88.l. 16ára Sýndkl. 10.10 B.1.16 ára Sýndkl. 8og 10.30B.1.16ára Kvöldstund með Tarantino Kvikmyndir ársins Að mati Rogers Eberts hjá Chicago Sun-Times var árið 2005 alls ekki svo slæmt eins og margir vilja af láta og segir hann margar myndir frábærar og gefi mikinn innblástur. Hann segir tíu bestu myndir árs- ins vera: Dagskráin á Kvöldstund með Tar- antino er nú komin í ljós. Á dag- skránni verða meðal annars þrjár klassískar Kung-Fu myndir. Eins og kunnugt er býður Quentin Tarant- ino Islendingum í bíópartý 30. des- ember og sýnir þrjár kvikmyndir úr sínu einkasafni, auk þess að fjalla um þær og spjalla við gesti. Kvöld- stund með Tarantino seldist upp á aðeins 9 mínútum fyrir jól og ljóst að miklu færri komast að en vilja í Háskólabíói næsta föstudag. Greini- legt er að gríðarleg eftirvænting ríkir hérlendis í kringum þennan atburð, enda á hann sér varla neina hliðstæðu. Ekki síst ríkir spenna í kringum það hvaða þrjár myndir Tarantino hefur valið úr filmusafni sínu í Los Angeles til að sýna íslendingum næsta föstudag. Um er að ræða þrjár klassískar Kung-Fu myndir frá 1978 og 79 og titlarnir eru eftirfarandi: Snake in Monkey's Shadow (aka „Snakefist vs. The Dragon”) (Hou hsing kou shou, 1979). Leik- stjóri myndarinnar er Sum Cheung og hefur hún verið kölluð „hin full- komna Kung-Fu kvikmynd.” Jade Claw (Ji zhao, 1979). Leik- stjóri: I-Jung Hua. Ein allra stærsta stjarna kung fu geirans, Billy Chong, þreytir hér frumraun sína á hvíta tjaldinu og sýnir strax hvers hann er megnugur. Af mörgum talin besta mynd Chong, sem var poppstjarna í Indónesíu áður en hann varð Kung Fu stjarna í Hong Kong. Bráðfyndin mynd, sem inniheldur ógleyman- legar bardagasenur. Snakefest in Eagle's Shadow (Se ying diu sau, 1978). Leikstjóri: Woo-ping Yuen. Hinn eini sanni Jackie Chan á ferð hér með aðalhlut- verkið í mynd sem sameinar í fyrsta sinn hæfileika hans og leikstjórans Yuen Woo Ping, sem hér þreytti frumraun sína, en er í dag talinn einn merkasti leikstjóri Hong Kong. Þykir þessi dagskrá væntanlega vera miklar gleðifréttir fyrir þá tæp- lega 1000 heppnu einstaklinga sem náðu að tryggja sér miða á atburð- inn áður en uppselt varð. Hérna eru á ferðinni tímamóta Kung-Fu myndir, sem eru illfáanlegar og goð- sagnakenndar, en verða nú sýndar á 35mm filmum í hæstu mögulegu hljóð- og myndgæðum. Myndirnar eru meðal allra mestu upphálds- mynda Tarantino og hafa markað djúp spor í allri hans kvikmynda- gerð og mótað hann sem leikstjóra. Eru áhrifin augljós, ekki síst í nýj- ustu og vinsælustu myndum Tar- antino, þrekvirkjunum Kill Bill 1 & 2, sem voru að mörgu leyti óður til nákvæmlega þessara mynda sem eru á boðstólum í Háskólabióí á föstudaginn. Tarantino hefur ekki ennþá látið í ljós í hvaða röð hann vill sýna mynd- irnar, en mun gera það við komuna til landsins á næstu dögum. Röðin skiptir hann miklu máli og er hann þekktur fyrir að leggja mikinn metnað og pælingar í að púsla saman slíkum atburðum. Allar myndirnar eru „döbbaðar” frá Bandaríkjunum, s.s. með ensku tali. 1. Crash. Mörg vandamál heimsins hafa orðið til af völdum trúar og kynþátta. Mynd Paul Haggis, sem skrifuð er af Robert Moresco, segir okkur að við erum öll á sama báti. Ebert segir að það séu ekki margar myndir sem hafi þau áhrif á áhorfendur að gera þá að betra fólki en það er líklegt að fólk fái samkennd með þeim sem eru ekki eins og það er sjálft. 2. Syriana Sagan fjallar um olíu, peninga og stjórnmál í Ameríku, Mið Austur- löndum og í Kína. Myndin fjallar um hvernig til skamms tíma þurfi allar þjóðir að berjast fyrir olíunni en í framtíðinni verði hún uppurin. 3. Munich Ebert segir mynd Steven Spielbergs vera hugrökkustu mynd ársins og vera að mörgu leyti sambland af atburðum myndarinnar Crash og Syriana. Þar koma fram þjóðernis og trúarlegar erjur og barátta yfir olíu. Myndin hefst á morðunum á ellefu ísraelskum íþróttamönnum sem myrtir voru af PLO á Ólympíu- leikunum í Munchen árið 1972. 4. Junebug Loks kemur mynd um venjulegt fólk og Ebert segir hana vera bestu mynd- ina sem fjalli ekki um kynþáttaerjur eða stjórnmál á árinu. Myndin er sönn saga, og fjallar um hversu flókið fjölskyldulíf fólks er. 5. Brokeback Mountain Mynd í leikstjórn Ang Lee sem fjallar um tvo kúreka sem uppgötva að þeir elska hvorn annan. Þegar þeir svo sofa saman þá kemur það þeim í opna skjöldu og þeir segja hvor öðrum að þeir séu ekki hommar. Ást þeirra endist þó að eilífu þrátt fyrir að þeir vilji ekki viðurkenna það. 6. Me and You and Everyone We Know Gamanmynd sem fjallar um það að verða ástfanginn af einhverjum sem ermjögtilfinninganæmur. Miranda July skrifaði handritið, leikstýrir og leikur í fyrstu mynd sinni. 7. Nine Lives Mynd Rodrigo Garcia inniheldur níu sögur sem eru sagðar í jafn mörgum þáttum. Ebert telur sög- unaafRobin Wright og Jason Isaacs besta, en þau eru fyrrverandi elsk- endur og gift aftur. Hún er ólétt en þau hittast fyrir tilviljun í matvöru- búð og spjalla saman og uppgötva að þau hafi gert mistök með því að giftast ekki hvort öðru. 8. King Kong Myndin er leikstýrð af Peter Jackson og er eftirgerð af myndinni sem gerð var árið 1933. Myndin er klassískt ævintýri þar sem ástin blómstrar milli górillu og kvenhetju. 9. Yes Saga um írsk-ameríska konu sem býr með ríkum breskum stjórnmála- manni en fellur fyrir þjóni. Það er ekki aftur snúið og þau stunda ákaft kynlífog hlæja afþví. Djörf, ástríðu- full og ólík flestum myndum. 10. Millions Besta fjölskyldumynd ársins að sögn Ebert sem er leikstýrð af Danny Boyle. Myndin fjallar um níu ára strák og yngri bróðir hans sem finna poka sem hefur fallið af lest og þeir koma fyrir undir rúminu sínu. Myndin er meinhæðin enda er leik- stjórinn ekki frægur fyrir annað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.