blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 32
32 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 blaðið Bók um sambönd Hvað ertu að segja með þessari sögu? ,Ég var einmitt að lesa bókina um jólin og reyna að átta mig á því. Ég komst svo sem ekki að niðurstöðu en mér finnst þetta góð saga. Stundum er maður hundóánægður með bæk- urnar sínar þegar maður les þær en við næsta lestur er maður ánægður. I þessari bók er ég að skrifa um sam- bönd. Það er mjög sérstakt samband milli þessara tveggja persóna og óvæntur endir á bókinni. Konan er að gera upp húsið sitt og húsið getur verið sálarbústaður hennar.“ Elísabet gefur bókina út sjálf. ,Mér fannst það minnsta vesenið”, segir hún. „Ég bað reyndar Pál Valsson, útgáfustjóra Máls og menn- ingar, um að gefa hana út en hann sagði þetta vera efni í útvarpsleik- rit. Ég fór heim og reyndi að breyta verkinu í útvarpsleikrit Elísabet Jökulsdóttir. „Þótt það sé gaman að selja bækurnar sínar er maður um leið ber- skjaldaður en ég er að læra á sölumennskuna." en það þýddi ekki neitt. Þetta er þriðja bókin sem ég gef út í röð um jólin og sel í Melabúðinni og Nóatúni. Maður veit að maður á sína kaupendur þar og þarf ekkert að vera að hugsa um gagn- rýnendur og annað stress. Ég man hvernig þetta var þegar ég gaf út hjá forlögum. Þá var maður í stressi að velta því fyrir sér hve- nær kæmi dómur og hvenær maður fengi viðtal. Ég hugsaði með mér að það væri gaman að gefa út sjálf en ég held samt að næsta bók muni koma út hjá forlagi. Það hefur bæði kosti og galla að gefa út sjálfur, alveg eins og það hefur sína kosti að gefa út hjá forlögum. Stundum týnast bækur hjá útgefandanum og það fer í taug- arnar á manni en kosturinn er að maður þarf ekki að selja bækurnar sínar sjálfur. Þótt það sé gaman að selja bækurnar sínar er maður um leið berskjaldaður en ég er að læra á sölumennskuna.“ Gerum okkur glaðan dag og meðan birgðir endast gefum við 20“ Toshiba LCD flatskjái með Invita eldhúsinnréttingum. Á www.invita.com sérðu enn fleiri innréttingalausnir. - pernónulega eldhúsiö Eldaskálinn I Brautarholti 3 I 105 Reykjavík sími: 562 1420 I eldaskalinn@eldaskalinn.is I www.invita.com Rétt fyrir jól mátti sjá Elísabetu Jök- ulsdóttur skáldkonu í Melabúðinni þar sem hún var að selja nýjustu skáldsögu sína. Skáldsagan ber hið langa nafn Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandrceða í húsinu. Bókin fjallar um konu sem er að gera upp húsið sitt samkvæmt fyrirmælum frá Guði. Hún leggur oft leið sina út í byggingarvöruverslun þar sem hún nær sérstöku sambandi við einn afgreiðslumanninn og það er hann sem segir söguna. Áramótaskaupið á eldhúsflatskjánum flatskjársjónvarp Þetta er Invita 25 ára afmælistilboð LCD Saga leikara í Bretlandi er komin út ævisaga leikarans Sir Henry Irving en í ár eru hundrað ár liðin frá dauða hans. Irving var dáðasti sviðsleikari síns tíma og fyrsti leikarinn sem var aðlaður. Þegar hann lést, árið 1905, varð þjóðarsorg á Englandi. Konungsfjölskyldan sendi samúðar- kveðjur og þingmenn héldu ræður í þinginu í minningu hans. Hann var grafinn í Westminster Abbey. Ævisagan heitir Sir Henry Irving: A Victorian Actor and His World og er 508 blaðsíður. Höfundurinn er Jeffrey Richards sem er sagnfræð- ingur við háskólann í Lancaster. í bókinni fjallar hann ekki einungis um ævi leikarans heldur einnig þjóð- félagsbreytingar sem urðu á þessum tíma. Irving gerðist atvinnuleikari árið 1856 og kallaði með því yfir sig reiði strangtrúaðrar móður sinnar, sem taldi leikhús og allt sem því viðkom vera óguðlegt og syndsamlegt. Hún afneitaði syni sínum sem varð þekkt- asti og dáðisti leikari Breta. Leik- listin varð einnig til þess að leggja hjónaband Irvings í rúst. Hjónin höfðu verið gift í tvö ár þegar þau voru að keyra heim eftir frumsýn- ingu á The Bells eftir Leopold Le- wis þar sem Irving vann mikinn leiksigur. Eiginkona hans, Florence, sneri sér að honum og sagði: „Ætl- arðu að halda áfram að gera þig að fífli á þennan hátt allt þitt líf?“ Ir- ving brást hinn versti við, enda höfðu móttökur frumsýningargesta verið frábærar. Hann lét stoppa vagninn, fór út og talaði aldrei við konu sína framar og hitti hana ekki eftir þetta. Þegar atburðurinn gerðist bar Flor- ence annan son þeirra hjóna undir belti en Irving neitaði að mæta við Sir Henry Irving. Út er komin ævisaga eins þekktasta sviðsleikara Breta fyrr og síðar. skírn drengsins. Hann sá þó fyrir henni og sonum þeirra tveimur það sem hann átti eftir ólifað og sendi Florence miða á frumsýningar hans og þangað kom hún reglulega. Mál manna var að hápunktinum á ferli sínum hefði Irving náð i túlkun sinni á Mathias í The Bells, leikrit- inu sem leiddi til hjónaskilnaðar hans. Dauðasena hans í því leikriti var svo áhrifamikil að ekki einungis leikhúsgestum var brugðið heldur urðu samleikarar Irvings skelkaðir vegna innlifunar hans. I ritdómi um bókina í Sunday Times segir gagnrýnandinn Paul Bailey að verkið sé stórkostlegt og ekki sé hægt að segja meira um Ir- ving en þar sé sagt. Agöthu- verkefnið Ráðgátan á bak við velgengni bóka Agöthu Christie hefur nú verið ráðin. Þrír háskólar á Bretlandi lögðu saman og hófu rannsókn á rúmlega 80 glæpasögum höfund- arins. Bækur Christie hafa selst í um tveimur billjónum eintaka en stundum hefur verið gert lítið úr stíl hennar og persónusköpun. Rannsóknir háskólanna þriggja sýna hins vegar að í bókum Christie er að finna gríðarlega mikið af já- kvæðum orðum sem fullyrt er að auki framleiðslu þeirra efna í heil- anum sem skapa ánægju hjá fólki. Meðal þessara orða eru: hún, já, stúlka, brosti og skyndilega. Rannsóknin, sem hefur hlotið nafnið Agöthu-verkefnið, fólst í því að setja texta Christie í tölvu og greina orð, orðasambönd og setningar. Ein niðurstaðan er sú að Christie notaðist við takmarkaðan og einfaldan orðaforða. Þetta gerir að verkum að lesendur halda athygli og einbeita sér að vísbendingum og sögurþræði. Agatha Christie. (bókum hennar er að finna orð sem auka framleiðslu efna sem skapa ánægju. Barnabarn Agöthu Christie, Matt- hew, er tortryggin á niðurstöðuna. „Þetta er engin ráðgáta. Hún var ein- faldlega höfundur sem kunni að búa til frábæran söguþráð," segir hann. New York Times velur bestu skáldverkin Murakami. Á eina af bestu bókum ársins að mati New YorkTimes. New York Times hefur valið fimm bestu skáldverk ársins 2005. Þau eru að mati blaðsins: Kafka on the Shore eftir Haruki Murakami On Beauty eftir Zadie Smith Peep eftir Curtis Sittenfeld Saturday eftir lan lan McEwan Veronica eftir Mary Gaitskill

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.