blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 28
28 I FLUGELDAR MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 blaðið 'Ario skotið út og inn með púðursprengjum og haglabyssum" Á íslandi er rík hefðfyrir notkun hœttulegra sprengiefna á gamlárskvöld Rík hefð er fyrir því hér á landi, sem annarsstaðar í heiminum, að fagna liðnu ári og bjóða nýtt velkomið með því að kveikja bál og brennur - og þau oft þá kennd við álfa og aðra óvætti. Samkvæmt hinu merka riti Sögu Daganna eftir þjóðháttafræð- inginn Arna Björnsson breiddist siðurinn um landið uppúr miðri ní- tjándu öld og á aldamótunum sem fylgja má segja að hann hafi þegar fest sig rækilega í sessi þeim er hann heldur enn þann dag í dag. Ekki er að finna jafn miklar heimildir um sögu flugeldanotkunar hér á landi, en í riti Árna er þess þó getið að á áðurnefndum nýársbrennum hafi margir reynt að “[...] framkalla há- vaða við brennuna og skjóta árið út og inn með púðursprengjum og haglabyssum.” Líklega hefur einhver framtakssamur aðili veitt þessu eftir- tekt og í kjölfarið hafið innflutning á neytendavænum sprengiefnum, þó það séu tómar getgátur. Förgun neyðarblysa mikið gleðiefni Ýmsum heimildum ber saman um að löng hefð sé fyrir flugeldanotkun hér á landi, þó slík hafi breytt mikið um svip frá því sem áður var þegar svokallaðir “knallarar” og skipara- kettur voru helsti sprengimaturinn. Munar þá líklega helst um aðkomu hjálparsveita landsins að kynningu, dreifingu og markaðssetningu á flugeldunum, en hana hófu þeir við lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Snorri Hermannsson, húsasmiður á Isafirði, átti þátt í því að koma flugeldasölunni á í sínum heimabæ. “Við vorum að leita okkur að ein- hverri fjáröflunarleið og kom þetta svona til hugar. Áður en við áttum aðkomu að þessu fengust flugeldar í fimm eða sex verslunum á Isafirði, en þær tóku okkur vel þegar við leituðumst eftir því að taka við söl- unni og sögðust láta okkur hana í té myndum við kaupa upp lagerinn hjá þeim. Sem við og gerðum. Skömmu síðar mynduðu hjálparsveitirnar með sér landsamband og hófu flug- eldainflutning og dreifingu, þannig hófst þetta og nú erum við stærstir ídag. Annars hafa alltaf verið einhverjar sprengingar á þessum tíma frá því ég man eftir mér. Sjálfsagt hefur það eitthvað tengst því að í kringum ára- mót tíðkaðist að endurnýja neyðar- blys og rakettur í togaraflotanum og þeim gömlu var fargað með því að skjóta þeim upp. Það voru geysiöfl- ugar rakettur, enda þeim ætlað að vera öryggistæki á hafi úti. Þær standast samanburð við margar af öflugustu sprengjum dagsins í dag” segir Snorri. Eitt, tvö blys og raketta látin duga Tryggvi Páll Friðriksson, listmuna- sali hjá Gallerí Fold í Reykjavík var framkvæmdastjóri Landssambands Skáta þegar flugeldasalan á þess vegum hófst fyrir alvöru og átti því nokkurn þátt í mótun þeirrar hefðar sem hefur skapast í kjölfarið. “Áður en við byrjuðum á sölunni voru flug- eldar og blys seld í Ellingsen og á ýmsum litlum útsölustöðum. Það var frekar smátt í sniðum allt og stórar rakettur fáum aðgengilegar nema skipstjórnarmönnum. Okkur vantaði fjáröflunarleið og datt flug- eldarnir í hug, eins og ég segi tíðkað- ist notkun þeirra áður en við blönd- uðum okkur í málið, en aukningin var gífurleg í kjöflar aðkomu okkar,” segir Tryggvi. “Við breyttum Skátabúðinni í alls- herjar flugeldamarkað og fengum síðar lánaðar fleiri verslanir undir söluna, m.a. hjáGunnariÁsgeirssyni á Suðurlandsbraut. Nú, svo hófum við að auglýsa þetta, það skipti miklum sköpum og varð til þess að salan margfaldaðist í höndunum á okkur á fáeinum árum. Þegar ég var strákur tíðkaðist að fara í Ellingsen um áramót, kaupa eitt, tvö blys og rakettu, það var látið duga. Fjöl- skyldupakkarnir sem við komum með á markaðinn breyttu ýmsu um þessi mál og þar að auki gátum við lækkað verðið talsvert - þannig varð þetta sjálfsagðara. Hjálparsveitirnar gátu lagt til mannskap í að pakka flugeldunum, merkja þá og koma á markað; hagnaðurinn var ágætur og það var það sem skipti mestu máli fyrir okkur. Strax í kjölfar þess að við fórum að auglýsa og markaðs- setja flugelda jókst salan mikið, þó hún hafi auðvitað ekki verið í neinni líkingu við það allsherjarflipp sem tíðkast núna.” haukur@bladid.net Flugeldaslys íátiðari uú Engu að síður að mörgu að huga Fátt er fegurra á köldu vetrar- kvöldi en bjarmi sá er slær á himininn þegar góður flugeldur springur í loft upp. Tívolíbombur, fallhlífar, fjölþættar skrúðtertur og venjulegar rakettur mála skammdegið skærum litum og angan brennisteins leggur yfir mannabyggðir þegar gamla árið er kvatt og nýtt hefur innreið sína. Líklega vildu fæstir sleppa þeirri nautn er hlýst af árlegu flugeldafylleríi landsmanna, en engu að síður eru flugeldar í grunninn ekkert nema sprengjur og því hættulegar sem slíkar. Því er að mörgu að huga þegar himininn er málaður með hinni ævafornu aðferð sem ættuð er frá austurlöndum fjær. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur lengi haft flugeldasölu sem eina af sínum aðalfjáröflunarleiðum og því eðlilega mikil reynsla og þekking á flugeldanotkun á þeim bænum. Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að með auknu framboði á skoteldum síðustu ár hafi orðið mikil þróun og breyting á varningnum. Samfara aukinni notkun og sölu hafi því hefðin orðið ríkari og flugeldarnir með árunum öruggari og traustari. “Það hefur sem betur fer orðið mikil lækkun í flugeldatengdri slysatíðni síðustu ár og flugeldaslys eru nú frekar fátíð. Þegar þau á annað borð verða er því oftast um að kenna að fólk hundsar settar leiðbeiningar eða þegar ung- lingsstrákar eru að taka í sundur mismunandi skotelda og fikta með púður og slíkt innanúr þeim. Slík iðja er vitaskuld stórhættuleg,” segir Jón. “Skotkökurnar hafa jafnt og þétt aukið vinsældir sínar og er það vel, því þær eru það lang öruggasta sem fólk er að skjóta upp. Við höfum líka lagt ríka áherslu á að koma flugelda- tengdum öryggismálum í lag og í því skyni dreift öryggisgleraugum og leggjum áherslu á að öll fjölskyldan noti slík. Vitaskuld dreifum við líka bæklingum um flugeldaöryggi á sölu- stöðum okkar og svo framleiddum við myndband um flugeldaöryggi sem við sendum á alla grunnskóla landsins og hvöttum skólastjóra til þess að sýna elstu bekkjunum.” Jón segir að í umgengni við skotelda sé mikilvægast að fara í öllu eftir settum leiðbeiningum, en einnig hvetur hann fólk til þes að nota ör- yggisgleraugu, létta vinnuvettlinga og helst höfuðfat þegar verið er að skjóta. “Þetta eru ýmis fyrirbyggj- andi atriði sem sjálfsagt er að fylgja þetta eina kvöld á ári sem flugeldum er skotið upp og og við eigum einnig að leitast við að sýna gott fordæmi og ala þetta upp í börnunum okkar,” segir Jón. Meðal þess sem hafa ber í huga • Geymið flugelda á öruggum stað þar sem börn komast ekki í þá. • Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja flugeldum og farið eftir þeim í öllu. • Hallið ykkur aldrei yfir flugelda. • Víkið frá um leið og logi er kominn í kveikiþráðinn. Hallið ykkur aldrei yfir flugelda, þó slökkt sé á þeim. • Aldrei má kveikja í flugeldum meðan haldið er á þeim. Þetta ætti nú að segja sig sjálft. • Nauðsynlegt er að hafa trausta undirstöðu undir flugelda áður en þeim er skotið á loft. • Þó svo flugeldar séu bráðskemmtilegir ætti aldrei að rugla þeim við leikföng, heldur koma fram við þá af tilhlýðilegri virðingu. Oft verða slæm slys af völdum flugeldatengdrar gáleysi eða gamansemi. • Hugið vel að dýrunum vinum okkar. Hundar, kettir og hestar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir flugeldaspreng- ingum og því ætti að halda þeim innandyra, þar sem þau verða þeirra minnst vör.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.