blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 8
8 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 Ma6i6 Gríðarlegar hækkanir á hlutafé í FL Group vekja undrun á markaði Hlutabréfí FL Group hafa hcekkað um tæp 30% á einum mánuði, en opinberar upplýsingar gefa ekki tilefni til slíkrar hækkunar. Kauphallarsérfræð- ingar vita ekki hvaðan á sigstendur veðrið en telja að í höndfari miklar eignatilfæringar hjáfélaginu. Miklar hækkanir á hlutafé í FL Group að undanförnu hafa vakið talsverða undrun þeirra, sem grennst fylgjast með Kauphöllinni, en á yfirborðinu hafa engin þau tíðindi orðið, sem út- skýrt gætu hækkanirnar. Skömmu fyrir hádegi í gær fór mikið verð- skrið í bréfum FL Group af stað og nam hækkunin 7,11% þegar mest var. I lok dags hafði hún þó gengið tals- vert til baka, en nam samt 2,55%. Undanfarinn mánuð hafa bréf í FL Group hækkað um 28,85%, sem er vitaskuld fremur fátítt um svo stórt og virkt félag á markaði. I síð- ustu viku einni hækkaði verðið um 15,51%. Á þessum tíma hafa engin tíð- indi borist af rekstri félagsins, sem gætu hafa ýtt undir slíka hækkun, en rétt er að minna á að ekki eru nema um sex vikur síðan útboð átti sér stað hjá félaginu og af opin- berum upplýsingum er ekki hægt að ráða að neitt hafi breyst síðan, sem máli skiptir. Sérfræðingar í hlutabréfavið- skiptum, sem Blaðið ræddi við, voru á einu máli um skilningsleysi sitt á þessum hækkun. „Það er auðvitað rétt að hafa í huga að FL Group efur breyst mikið, það er nú fjárfestingafé- lag þó það sé með mikið undir í flug- tengdum rekstri, þannig að það lýtur aðeins öðrum lögmálum en áður. En það fer bara um mann þegar maður sér hækkanir eins og við horfðum upp á um hálftólfleytið.“ Átökin um (slandsbanka rótin? Ýmsar kenningar eru um það hver rótin að verðhækkunum sé. Einn nefndi að hugsanlega væru FL-menn að ýta upp verðinu eins og hægt væri til þess að styrkja stöðu sína vegna hugsanlegra viðskipta við Straum með hlutabréf í íslandsbanka, en þreifingar um þau hafa staðið svo mánuðum skiptir, án þess að nein ákveðin tilboð séu á borðinu. Þá er nefnt að FL Group hyggist selja bréf sín í Easyjet, sem hafa hækkað talsvert að undanförnu, og Hannes Smárason innleysa þannig verulegan hagnað. Önnur kenning er að FL Group hygg- ist selja eignir til Samskipa og að menn séu að búa í haginn fyrir það. Enn aðrir telja að Sparisjóður Hafn- arfjarðar sé að kaupa að áeggjan Sigurðar Bollasonar og Magnúsar Ármanns, sem sjálfir eiga um 15% í FL Group. Rétt er að ítreka að hér er aðeins um vangaveltur að ræða, en allir, sem Blaðið ræddi við voru á einu máli um að það hlyti að skýrast á næstu dögum eða vikum hvað að baki byggi. Jólabókaflóðið: Arnaldur á toppnum Viöburóarríkt ár framundan samkvæmt völvunni Eftirtektarverðra breytinga að vœnta í stjórnmálum landsins Nú þegar jólabókaflóðið er í rénum fara menn að spá í hvaða bækur hafi notið mestra vinsælda fyrir þessi jólin. Þegar bóksalar eru spurðir að því hvaða bók hafi selst best stendur ekki á svari. Arnaldur Indriðason er augljóslega vinsælasti rithöfiindur þjóðarinnar nú um stundir og hefur bók hans „Vetrar- borgin" selst betur en nokkur önnur bók. „Arnaldur hefiir verið að seljast best hjá okkur og er eiginlega í sérflokki," segir Þórunn Inga Sigurð- ardóttir, verslunarstjóri í Pennanum Eymundsson, Austurstræti. „Þar á eftir kemur„Sólskinshestar“ eftir Steinunni Sigurðardóttur og svo ,Með lífið að láni“ eftir Jóhann Inga og Sæmund Hafsteinsson. Þetta eru þær þrjár hæstu hjá okkur síðustu vikuna. Þórunn segir að Islandsatla- sinn hafi komið á óvart með góðri sölu. „Það kom á óvart hve vel hún seldist enda um dýra bók að ræða. Síðustu vikuna seldum við bara gjafabréf fýrir hana því hún kemur ekki affur fyrr en í febrúar." Þórunn segir bókina hafa selst mjög vel almennt fýrir þessi jóL Hún segir uppgang í barna- og unglingabók- unum. „Eragon“ seldist vel og „Fía Sól“ sem er íslensk bók sem er skemmtilegt og sfðan er það Harry Potter, en vinsældir hans hafa orðið til þess að auka sölu í spennubókum fyrir unglinga, sem er frábært." Mikið af sölulegum titlum í boði í Bónus var sömu sögu að segja, en þar trónir Arnaldur á toppnum að sögn Estherar hjá Bónus. I næstu sætum voru svo Harry Potter og ,Thorsararnir“. „Þetta eru svona þær vinsælustu en Auður Eir fylgir fast á hæla þeirra ásamt Roklandi og Eragon. Þetta er mjög svipað og í fyrra sýnist mér, en þó má segja að barnabækurnar seljist betur í ár. Fólk virðist lesa miklu meira og það er bara mjög gott mál,“ segir Esther. Metsölulistinn hjá Hagkaupi lítur aðeins öðruvísi út en hjá öðrum sölu- aðilum. „Mest selda bókin hjá okkur var Með lífið að láni,“ segir Sigríður, innkaupastjóri hjá Hagkaupi. „1 öðru sæti voru það svo „Landsliðs- réttir Hagkaups“ og Arnaldur er í þriðja sæti.“ Sigríður segir bækur hafa selst betur fyrir þessi jól en i fyrra. „Það virðist hafa verið mjög mikið af sölulegum titilum í boði þetta árið.“ Söfnunarsjóður I ífeyrisrétti nda Sjóðfélagafundur Sjóðfélagafundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður haldinn að Skúlagötu 17, Reykjavík á 2. hæð, 28. desember 2005 og hefst kl. 16.00 Dagskrá fundarins er ■ Nýjar samþykktir sjóðsins • Önnur mál Allir sjóöfélagar, jafnt greiöandi sem lifeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Reykjavík 21. nóvember 2005 Stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda Hin forsjála völva tímaritsins Vik- unnar spáir miklu róti á komandi ári. Hér innanlands mun það helst telja til tíðinda samkvæmt henni að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson mun verða næsti borgarstjóri Reykvik- inga, Kristinn H. Gunnarsson mun jafnvel yfirgefa Framsóknarflokk- inn og þeir Dagur B. Eggertsson og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra séu jafnvel á leið út úr stjórnmál- unum. Þá munu geisa miklar deilur i kringum Valgerði Sverrisdóttur og völvan segir hana verða að tala hreint út til að skiljist hvert hún sé að fara. Ástandið í efnahagsmálum verður að sögn völvunnar sveiflu- kennt, sumir verða ríkari en hin gíf- urlega efnahagslega velgengni skilar sér ekki til allra. Það verður einhver lægð á verðbréfamarkaðinum sem mun valda því að „verðbréfagutt- arnir verða á nálurn," en hún mun þó verða tímabundið og markaður- inn jafnar sig fyrir rest. Aron Pálmi kemur heim Jónínu Benediktsdóttur er spáð sigri 2ii kr. Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 Ýmislegt krassandi birtist í kristalkúlu völvunnar aö þessu sinni. í dómsmáli sínu gegn Fréttablaðinu og Baugsmenn vinna sitt mál sem þeir munu höfða gegn íslenska ríkinu. Þá er breytinga að vænta á ritsjórn Morgunblaðsins á nýju ári og DV er spáð blússandi velgengni. Hún sér fram á erfiðleika í rekstri FL Group og tiltekur þar að fjárfest- ingar sem félagið fór út í muni ekki skila tilætluðum árangri auk þess sem að stórtæk kaup á öðrum flugfé- lögum munu reynast mistök. Engar stórkostlegar náttúruhamfarir eru væntanlegar á árinu og sumarið verður veðurfarslega misgott. Þá er von á frekari niðurskurði í heil- brigðiskerfinu og hægt að búast við bæði bókum og leikritum frá Davíði Oddssyni seðlabankastjóra, enda telur völvan seðlabankann helst til Fljótlegt að koma við og taka með sér rétti Græna línan, Bæjarhrauni 4, S:565-2075 of rólegan stað fyrir Davíð. Fasteign- armarkaðurinn mun standa í mest- megnis í stað þó að dýrari eignir sem hlaupa á tugum milljóna króna muni lækka eitthvað samkvæmt spánni. Þá munu fyrrum forstjórar olíufélaganna sleppa við fangelsis- dóma vegna þeirra þátttöku í olíu- samráðinu. Og loksins er von á Ar- oni Pálma heim. Að einhverju leyti sannspá á síðasta ári Af erlendum vettvangi ber það hæst að völvan spáir að minnsta kosti tveimur hryðjuverkaárásum í Evr- ópu á næsta ári og að Vilhjálmur bretaprins muni tilkynna um trú- lofun sína. Andstaðan við stríðs- reksturinn í frak á eftir að aukast samhliða því að fleiri vafasöm mál munu koma upp á yfirborðið. Af stjörnunum í Hollywood er það helst að frétta að Jennifer Aniston verður víst afar lukkuleg á árinu en völvan hefur ekki mikla trú á að samband Tom Cruise og Katie Holmes mundi endast árið. Völvan reyndist að einhverju leyti sannspá í spá sinni fyrir árið sem er senn á enda. Hún spáði þar meðal annars fyrir um endalok R-listans. Þá spáði hún því að fuglaflensan myndi breiðast til Evrópu og að Arn- aldur Indriðason myndi áfram selja bækur sínar vel. Hún var ekki jafn glögg á öðrum sviðum en hún hafði meðal annars spáð fyrir um leið- togaskipti hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík og eldgos á stöðum sem aldrei hefðu gosið áður, en hvorugt gekk eftir. ókeypis til heimila og fyrirtækja alla virka daga FRJÁLST

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.