blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 blaöiö Slapp úr hákarlsgini Brimbrettakappi sem lenti í árás hákarls undan strönd Portland í Bandaríkjunum um helgina, slapp lifandi úr hremmingunum eftir að hafa barið skepnuna ótt og títt á trýnið. Sagðist hann hafa lært þetta bragð af því að horfa á fræðsluþætti um hákarla í sjónvarpi. Maðurinn sem er 36 ára, hlaut sár á ökkla og kálfa en talið er að hann muni ná sér að fullu. „Þetta er eins og versta mar- tröð mannssagði brimbrettakapp- inn, en bætti við að árásin væri um leið „ævintýri sem gerði lífið mun meira virði og spennandi.“ Bandarískur brimbrettakappi haföi betur f baráttu við hákarl um helgina. FRJÁLST blaöiðH Friður í augnsýn í Aceh-héraði: Vopnaðar sveitir leystar upp Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, ásamt héraðsstjóra í Aceh-héraði og forseta Rauða krossins f landinu við minningarathöfn um þá sem fórust í flóðbyigjunni miklu fyrir ári sfðan. Uppreisnarmenn í Aceh-héraði í Indónesíu leystu upp vopnaðar sveitir sínar í gær. Þar með sér fyrir endann á einum langvinnustu átökum aðskilnaðarsinna í Asíu. Friðarviðræður í Aceh-héraði kom- ust á skrið eftir að mannskæð flóð- bylgja olli gífurlegu tjóni og mann- skaða fyrir ári. Meira en 131.000 manns fórust af völdum flóðbylgj-. unnar í héraðinu og um hálf milljón missti heimili sín. Þetta var tilkynnt stuttu eftir fund fulltrúa uppreisnarmanna og Susilo Bambang Yudhoyono, forseta Indónesíu, í héraðshöfuðborginni. Sofyan Daud, fyrrverandi foringi í her uppreisnarmanna, sagði að herinn myndi framvegis vinna að framgangi friðarsamkomulags- ins. Síðan friðarsamkomulag var undirritað í ágúst hafa hersveitir uppreisnarmanna afvopnast að fullu og her Indónesíu kallað nærri 20.000 hermenn heim og ráðgert er að hundruð til viðbótar haldi heim fyrir lok mánaðarins. Aukin sjálfstjórn héraðsins Nú þegar viðkvæmasta skeiði friðar- og afvopnunarferlisins er að ljúka mun ríkisstjórnin undirbúalagasetn- ingu sem gefur uppreisnarmönnum rétt til að mynda stjórnmálaflokka og festa í sessi rétt héraðsins til auk- innar sjálfstjórnar og ráðstöfunar yfir náttúruauðlindum sínum. Uppreisnarmenn tóku upp vopn árið 1976 til að berjast fyrir sjálfstæði héraðsins sem er auðugt af olíu- og gaslindum. Nærri 15.000 manns fórust í átökum hers og uppreisnar- manna og var stór hluti hinna föllnu óbreyttir borgarar. Segir af sér í kjölfar slyss Takes Kakiuchi, forstjóri japansks járnbrautafyrirtækis, hefur sagt af sér og axlar þar með ábyrgð á járnbrautaslysi í apríl sem varð 107 manns að bana. Þetta var mannskæðasta járnbrautarslys í landinu í áratugi. Kakiuschi sagði af sér degi eftir annað mannskætt járnbrautarslys en fyrirtækið hefur ekki tjáð sig um hvort það hafi einnig haft áhrif á ákvörðun hans. Fimm létu lífið í slysinu og þrjátíu slösuðust þegar sex vagna lest fór út af sporinu í borginni Yamagata. Rannsókn á orsökum slyssins stendur yíir. • • Oryggissveitir gerðu engin mistök Rússnesk yfirvöld gerðu engin mistök við frelsun gísla í bænum Beslan í Norður Ossetíu að mati saksóknara sem hafa rannsakað málið.Ættingjar þeirra sem fórust í umsátrinu saka öryggissveitir um vanhæfi. Telja þeir jafnframt að lögreglumenn, sem réðust inn í skólann, eigi að axla ábyrgð á jafnmörgum dauðsföllum og gíslatökumennirnir. í eldri skýrslu sem var unnin af nefnd á vegum héraðsþingsins voru öryggissveit- irnar aftur á móti taldar vanhæfar. Meira en 300 manns fórust í sept- ember 2004 þegar sprengjur, sem gíslatökumenn höfðu komið fyrir, sprungu og lögregla og öryggis- sveitir réðust inn í bygginguna. Erum eingöngu með tertur af öllum gerðum og stærðum frá 1" til 2" Tangarhöfða 1

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.