blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 6
6 I INWLEWÐAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 blaöíA Forsœtisráðherra: Kjaradómur endurskoöi ákvörðun sína Ekki ástæða til að kalla saman þing. Kemur prófessor í lögum á óvart. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra lýsti þvi yfir á fundi í ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu í gær að hann hafi skrifað formanni kjara- dóms þar sem hann fór þess á leit við hann að kjaradómur endurskoði úrskurð sinn um laun þjóðkjörinna fulltrúa. Á fundinum voru fulltrúar aðila vinnumarkaðarins ásamt Halldóri og Geir Haarde, formanni Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráð- herra. Margir þingmanna, úr stjórn og stjórnarandstöðu, hafa krafist þess að Alþingi verði kallað saman á milli jóla og nýárs til þess að ræða úr- skurð dómsins. Halldór sagðist ekki sjá neina ástæðu til þess, en hins vegar væri ástæða til þess að end- urskoða lög um kjaradóm og kjara- nefnd til þess að ekki komi aftur til þess að nefndirnar vísi hvor á aðra í úrskurðum sínum. Ósk forsætisráð- herra nær aðeins til þjóðkjörinna einstaklinga, enda telur ráðherra það ótækt að framkvæmdavaldið hlutist til um kjör dómara og ann- ara sem dómurinn úrskurðar einnig um. Fram kom hjá Halldóri að kjara- dómur komi saman í dag. Kemur á óvart Sigurður Líndal, prófessor emeritus við Háskóla Islands, segir ákvörðun forsætisráðherra koma sér á óvart. „Mér finnst þetta nú svolítið skrítið. Mig minnir að dómurinn hafi áður endurskoðað úrskurð sinn, en mig minnir án þess að ég þori að full- yrða það nú, að það hafi verið í kjöl- far þess að reglum um kjaradóm hafi verið breytt í millitíðinni. Þegar ég hleyp yfir lögin um kjaradóm átta ég mig nú ekki almennilega á því á hverju þessi ákvörðun er byggð." Sigurður segist ekki gera sér grein- fyrir því hversvegna Halldór telji ótækt að hrófla við kjörum annara en þeirra sem þjóðkjörnir eru. „Af hverju er í lagi að hlutast til um laun þeirra þjóðkjörnu?,“ spyr Sigurður. „Hið eina sem ég get sagt er að mér kemur þessi ákvörðun á óvart og ég verð að kanna þetta betur áður en ég get sagt til um á hverju þetta er byggt“ Viðbrögð þingmanna Össur Skarphéðinsson , Ég tel að með þessu sé Halldór að skipa kjaradómi fyrir verkum. Ég gef mér það að niðurstaðan verði sú að úrskurðurinn verði tekinn til baka og geri ég engar athugasemdir við það.“ Össur segist gera ráð fyrir að ef svo fer þurfi þeir sem skipa kjaradóm að segja af sér. „Ég get ekki séð hvernig þeim sé sætt eftir slíka verkun." Einar Oddur Kristjánsson ,Ég fagna þessari ákvörðun. Ég tel að það sé mjög slæmt ef ekki er hægt að taka þetta til baka. Ég býst fastlega við því að dómurinn afturkalli þennan úrskurð sinn.“ Steingrímur J. Sigfússon ,Mér finnst þetta vera ákaflega takmörkuð viðleitni. Ég hefði kosið að þingið hefði verið kallað saman til þess að fara yfir úrskurðinn sem slíkan og forsendur hans. Þesi úrskurður er bara birtingarform stórvaxandi lífskjaramunar sem stórnvöld bera ábyrgð á.“ Framsóknarflokkurinn: Þrjú berjast um fyrsta sætið Óskar Bergsson, húsasmiður og fyrr- verandi varaborgarfulltrúi hefur til- kynnt um þáttöku sína í prófkjöri Framsóknarmanna fyrir næstkom- andi borgarstjórnarkosningar. Það eru því þrír frambjóðendur sem sækjast eftir efsta sætinu en frestur til þes að gefa kost á sér rennur út þann 29. nk. Óskar deilir á flokks- forystuna sem hann segir hegða sér ,,óframsóknarlega“ og segir það geta reynst Birni Inga Hrafnssyni erfitt sem oddvita flokksins í borginni að þurfa að svara fyrir verk ríkisstjórn- arinnar í komandi kosningum. „Þetta leggst vel í mig“ segir Óskar. „Ég hef fengið góða hvatningu og fín viðbrögð við þessari ákvörðun minni.“ Þegar Óskar er spurður út í hvað hann eigi við um „óframsókn- arlega“ hegðun svarar hann: „Ég tók nú svona til orða vegna þess að hefðir í flokknum og samþykktir, eins og jafnréttisáætlun og sú regla að oddvitar í kjördæmum sitji að ráð- herradómi hafa verið þverbrotnar.“ Strítt gegn eðli flokksins „Dæmi um þetta er skipun Árna Magnússonar í stól félagsmálaráð- herra og svo aftur þegar Halldór sjálfur var gerður að forsætisráð- herra,“ segir Óskar. „Síðan hef ég nefnt hvenig gegnið var að Kristni H. Gunnarssyni en það hefur aldrei tíðk- ast í Framsókn- arflokknum að mönnum sé refsaðfyrirskoð- anir sínar. Þessi mál stríða gegn eðli flokksins, sem er flokkur málamiðlana og sátta.“ Óskar vill ekki ganga svo langt að segja Björn Inga sendan út af örkinni fyrir hönd flokksforystunnar á landsvísu. „Hann er bara ungur og efnilegur stjórnmálamaður sem er í framboði, þannig lít ég á það, en ég held að það gæti reynst honum erfitt ef hann yrði oddviti hér í Reykjavík að þurfa alltaf að vera að svara fyrir verk ríki- stjórnarinnar í kosningabaráttunni." Óskar segist búast við því að fram- boð hans hleypi lífi í baráttuna, en hann segist munu leggja áherslu á skipulags- og byggingamál, að ein- setning grunnskólans verði kláruð og að gert verði átak í því að öldr- uðum verði gefinn kostur á að búa í einbýli á stofnunum í stað þess að tveir og þrír þurfi að vera saman í herbergi. Eykur stemninguna í flokknum Björn Ingi Hrafnsson segist fagna því að sem flestir taki þátt í prófkjör- inu. „Prófkjör hafa tvennan tilgang, annars vegar að velja fólk á lista og hins vegar að auka stemning- una í flokknum, þannig að þetta erhiðbestamál.“ Björnlngisegist ekki átta sig á ummælum Ösk- ars þess efnis að hann muni þurfa að svara fyrir störf þingflokksins. „Ég veit ekki hvernig þetta tengist borg- armálunum. Ég mun einbeita mér að því að sinna minni baráttu og kynna mínar hugmyndir og stefnu- mál. Ég held að það sé affærasælla í póiltík að halda sig við það sem menn ætla að gera. Lýðræðislegt prófkjör eins og við ætlum að halda hlýtur að leiða það í ljós hvort þessar kenningar Óskars eigi við rök að styðjast. Ég finn fyrir miklum stuðn- ingi í öllum flokknum, ekki bara hjá forystunni og reyndar talsvert út fyrir flokkinn eins og kom fram í könnun um daginn,“ segir Björn Ingi. Hann segir að þó ýmislegt beri á milli málefnalega séð á milli þeirra þriggja séð það þó þannig í prófkjörum að fólk sé að velja á milli fólks um hver sé líklegastur til að njóta mestra vinsælda í kosningum. „En það er ágætt að vekja athygli á því að fyrir síðustu kosningar var lokað forval innan flokksins og þá sagði Óskar að úrslitin hefðu verið ákveðin fyrirfram. Nú er opið prófkjör og hann segir aftur að vitlaust sé gefið og úr- slitin hafi verið ákveðin fyrirfram, þannig að það er vandlifað." Snýst um að velja leiðtoga „Ég fagna öllum nýjum framboðum," segir Anna Kristinsdóttir.borgarfull- trúi. „Það mjög mikilvægt að sem flestir gefi kost á sér í svona prófkjör. Þetta verður gaman að takast á við.“ Anna segir þá óskar og Björn fara fram á ólíkum forsendum. „Ég fer hins vegar fram á þeim verkum sem ég unnið síðastliðin fjögur ár og ætla mér ekki fram á kostnað neins ann- ars. Mér finnst baráttan snúast um hver sé hæfastur til að leiða flokk- inn hér i borginni. Ef eitthvað má betur fara innan flokkins þá taka menn þann slag á öðrum vettvangi. Það gerum við ekki í þessu prófkjöri, heldur á næstaþingi," segir Anna sem býst við spennandi baráttu. Komdu á óvart um áramótin Mikið úrval af ómótstæðilegum eftirréttum í áramótaboðið DANCO HEILDVERSLUN Sími: 575 0200 - Melabraut 19 - Hafnarfirði - www.danco.is Líkfundur við Hverfisgötu Tvennt fannst látið í húsi við Hverfis- götu í Reykjavík í gærdag. Rannsókn er á frumstigi og vill lögregla ekki tjá sig um dánarorsökina fyrr en að undangeng- inni rannsókn og krufningu. Lögregiu barst tilkynning um líkfund í húsinu og var um 36 ára konu og 45 ára karl að ræða. Þau hafaáttviðfíkn að'etja og ergrunur um að þau hafi látist afvöidum ofstórs skammts af contalgíni, sem er morfínefni. Engin merki voru um átöká vettvangi, en lögreglan kveðst ekkert vilja útiloka á þessu stigi málsins. Ekki missa af endurgreiðslu! Fjölskyldan Með því aö skrá fjölskylduna fyrir áramót gætiröu tryggt þér og þínum endurgreiðslu þessa árs! Fjölskyldan hjá SPRON er sérstök þjónustuleið ætluð fjölskyldum af öllum stærðum og gerðum, jafnt sem einstaklingum. Fjölskylduþjónustan er án endurgjalds og stuðlar að fjárhagslegum ávinningi fjölskyldunnar sem heildar, bæði í formi endurgreiðslu og fríðinda. Þeir sem eru skráðir í fjölskylduþjónustu SPRON geta bætt kjör sín enn frekar. Skráning í síma 550 1200, hjá þjónustuveri í síma 550 1400, á www.spron.is eða í næsta útibúi SPRON. %pro#? ™ — f\/r/r allt cc - fyrir allt sem jbú ert

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.