blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 blaöið blaði Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net m \ Sem betur fer er von á betra veðri um ára- mótin en var á höfuðborgarsvæðinu í gær. Áramótaveðrið: Útlit fyrir gott veður Veðrið á höfuðborgarsvæðinu í gær minnti menn á hve veðurguðirnir geta haft mikil áhrif á stemninguna á gamlárskvöld. Rok, rigning og rakettur fara ekki vel saman en sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands þurfa menn ekki að örvænta því údit er fyrir hið ágætasta veður, að minnsta kosti vestanlands. Ihedór Freyr Hervarsson veðurfræðingur er bjartsýnn á áramótaveðrið. „Þetta lítur bara alveg ágætlega út,“ segir Theodór. „Það verður lftdega hæg austan átt á gamlársdag. Einna helst er úrkomu að vænta Austanlands en hún verður ekki í miklum mæh. Hér vestan til gæti bara orðið bjart yfir eins og staðan er f dag.“ Það eru því Utlar líkur á því að veðrið um áramótin verði eitthvað í líkingu við vatnsviðrið sem var á höfuðborgar- svæðmu í gær. „Hins vegar Utur ekki eins vel út fyrir þá sem vilja fagna á Nýársdag, en þá fer að færast fjör í leikinn. En það er ennþá dáUtið langt fram í tímann og ekki gott að spá um það á þessari stundu." Skotglaðir íslendingar ættu því að kætast þessi áramótin og taka á móti nýju ári með tilheyrandi sprengjugný og ljósadýrð. MFS-einingu lokað á Landsspítala „Framþróun frekar en skref afturábak," segir sviðsstjóri hjúkrunar á Kvennadeild. Hinni svokölluðu MFS-einingu, sem hefur veitt samfellda þjónustu fyrir konur á höfuðborgarsvæðinu á meðan að meðgöngu stendur, verður lokað innan skamms. MFS, sem stendur fyrir meðganga-fæð- ing-sængurlega, hefur veitt verð- andi foreldrum samfellda þjónustu sömu ljósmóður f gegnum alla með- gönguna, á meðan að á fæðingunni stendur og eftir að barnið er komið í heiminn. Markmið MFS hefur verið að stuðla að persónulegri þjónustu og fræðslu þar sem leitast er við að mæta þörfum hvers og eins. Samkvæmt yfirvofandi breyting- artillögum á að fela heilsugæslum al- farið umsjón með þessari samfelldu þjónustu. Margrét I. Hallgrímsson, sviðstjóri hjúkrunar á Kvennadeild Landsspítalans Háskólasjúkrahúss og yfirljósmóðir, segist þó ekki kjósa að tala um eiginlega niður- fellingu á starfsemi MFS heldur sé um ákveðna framþróun að ræða. „Nú eru allar heilsugæslur komnar með ljósmæður og heilsugæslu- stöðvarnar leggja mikinn metnað í samfellda þjónustu. Þannig að það mætti eiginlega segja að þetta sam- fellda þjónustuform sem er í MFS sé búið að dreifa sér út á heilsugæsluna. Ég kýs nú ekki að kaUa þetta niður- lagningu á þessari starfsemi heldur erum við að þróa þetta aðeins áfram og breyta,“ segir Margrét. Skref afturábak segir Ijósmæðrafélag íslands Margrét segir að það sem muni gerast með yfirvofandi breytingu sé það að heilsugæslunni verði alfarið falið að sinna þessari samfelldu þjón- ustu við verðandi foreldra. „Það sem við erum í raun að gera er að opna Hreiðrið meira fyrir öllum eðlilegum fæðingum, þannig að við erum eiginlega bara að svara eftirspurninni. Við ætlum að búa til fæðingareiningu fyrir allar eðli- legar konur, það er að segja konur sem eru ekki í neinni áhættu og ætla sér að fæða eðlilega án mænurótar- deyfingar. Ég tel þetta frekar verða framþróun en eitthvað skref aftur- ábak. Þessi ákvörðun er nú bara að ganga í gegn en auðvitað eru alltaf einhverjar óánægjuraddir. En ef ég ætti að dæma þær raddir sem ég hef heyrt þá myndi ég frekar segja að MFS-einingunni, sem þjónustar konur f gegnum fæðingarferlið, verður bráðlega lögð niður og þjónustan færð til heilsugæslustöðvanna. ég hafi heyrt raddir um að þetta sé réttara skref heldur en að viðhalda einhverju bara til þess að viðhalda því. MFS er bara búið að skila sínu hlutverki og mér finnst það frábært í rauninni því að sá hópur sem stendur að MFS er virkilega grunnurinn að því að veita samfellt þjónustuform að mínyu mati,“ segir Margrét. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Islands, hafði ekki heyrt um þessar yfirvofandi breytingar þegar Blaðið hafði sam- band við hana en sagðist sjá lokun MFS-einingarinnar frekar sem aft- urför heldur en hitt. Hún ítrekaði þó að hvorki henni né félaginu hefði borist neinar tilkynningar um hvað fælist í breytingunum nákvæmlega né hvað ætti að taka við. Heilbrigöisráðherra segir gagnrýni ekki sannfærandi Telur gagnrýna doktorsritgerð algerlega oftúlka mögulegar hœttur. Gagnrýni sú er fram kemur í dokt- orsritgerð Sigurbjargar Sigurgeirs- dóttur, doktors í stjórnsýslufræðum, lýtur meðal annars að fyrirhugaðri byggingu hátæknisjúkrahúss. I henni segir að hætt sé við því að „fjárlaganefnd finni til aflsmunar frammi fyrir „háþekkingunni" og að erfitt geti verið fyrir nefndina að standa hátæknisérfræðingunum á sporði þegar kemur að ákvörðun fjárveitinga." Sigurbjörg heldur því einnig fram að hætt sé við því að þeim sem ekki teljist rannsóknar- lega áhugaverðir né hátæknikrefj- andi, líkt og til dæmis eldri borgarar eða öryrkjar af ýmsum toga, verði úthýst úr heilbrigðiskerfinu að ein- hverju leyti. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, segist ekki vera sammála þessum ályktunum Sigurbjargar. „Mér finnst þetta alger oftúlkun. Það sem við erum að gera er að byggja yfir bráðadeildirnar og sameina þær. I því á að felast mikil hagkvæmni bæði fýrir sjúklinga og starfsfólk. Síðan ætlum við að byggja yfir rann- sóknarstarfsemina og bæta aðstöðu hennar. Það fé sem ráðstafast í þetta verkefni er ekki tekið úr þeim potti sem heilbrigðiskerfið fær árlega heldur úr sölu eigna, nánar tiltekið Símasölunni, en þverpólitísk sam- staða ríkir um þá ákvörðun." Á að þjóna öldruðum og geðfötluðum Jón segir það ekki rétt að sjúklingum sem þjóni ekki rann- sóknarlegum tilgangi verði úthýst. „Hins vegar er ljóst að það þarf að auka flæðið í gegnum sjúkrahúsin. Það á að þjóna öldruðum eins og öðrum en hins vegar er fráflæð- isvandi þar, vegna þess að okkur Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, segir doktorsritgerð Sigurbjargar Sigur- geirsdóttur, sem gagnrýnir byggingu nýs hátæknisjúkrahús harðlega, virðast frekar stóryrta og ekki sannfærandi. vantar hjúkrunarrými. En það er náttúrulega alveg ljóst að sjúkra- húsið á að þjóna öldruðum, geðfötl- uðum og þeim sem þurfa virkilega á mikilli og sérhæfðri þjónustu að halda,“ segir Jón og bætir við að há- tæknisjúkrahúsið verði síður en svo fjötar á heilbrigðiskerfinu um ára- tugaskeið líkt og Sigurbjörg hefur haldið fram. „Það sem hún er líka að tala um er verkaskipting milli einkageirans og sjúkrahússins. Það er nauðsynlegt að skýra verkaskipt- ingu þar á milli. Við erum með vinnu í gangi í því máli og ég vona að sú nefnd fari bráðlega að skila mér áliti. En ég get ekki séð hvernig ný og bætt aðstaða á spítalanum hneppi heilbrigðiskerfið í fjötra. En hún hefur skrifað um þetta mjög ítarlega doktorsritgerð og auðvitað blæs ég ekkert á það sem hún segir. Ég er eigi að síður ekki sammála þessum fullyrðingum í fyrsta kasti. Það þyrfti að sannfæra mig betur um það. Ég ber fulla virðingu fyrir hennar rannsóknum og ritgerðum og við munum auðvitað fara yfir þetta. En í fyrsta kasti þá finnst mér þetta vera nokkuð stór orð,“ segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. k'qpænmeti sérmerkt þér! (0 Heiðskírt 0 Léttskýjað Skýjað A Alskýjað ✓ / Rigning, lítllsháttar /'// Rigning } 9 Súld Snjókoma v^7 Slydda Snjóél r~j Skúr ’ * V V V Amsterdam -01 Barcelona 06 Berlín -03 Chicago -01 Frankfurt -02 Hamborg -02 Helsinki -06 Kaupmannahöfn 0 London 01 Madrid 06 Mallorka 11 Montreal -08 New York 0 Orlando 05 Osló -06 París -01 Stokkhólmur -02 Þórshöfn 05 Vín -02 Algarve 14 Dublin 03 Glasgow 03 *** o t5° 6° / b 1 / / / / / / 1° ✓ / é / / / / ** d* Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 4 ,0 «0 5 w >jc 6 A morgun 0 0 5°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.