blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 22
22 I FLUGELDAR MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 blaÖÍ6 Flugeldasala hefst í dag Lítill verðmunur á fj ölskyldupökkum Margir bíða áramótanna án efa með spenningi enda er þetta jafnan skemmtilegasti tími ársins fyrir marga. Blaóió/Gúndi Áramótin nálgast óðfluga og í dag hefja björgunarsveitir, íþrótta- félög og aðrir að selja flugelda. Margir bíða áramótanna án efa með spenningi enda er þetta jafnan skemmtilegasti tími ársins fyrir marga. Auk þess er þetta mikilvægasti tími ársins fyrir björgunarsveitir og íþróttafélög því flugeldasala er jafnan helsta fjármögnunarleið þeirra. Fjöldi fólks kaupir því flugelda meira til að styrkja gott málefni og vera með heldur en vegna hreinnar flugeldagleði. En þó má ekki gleyma að fjöldi manns hefur því- líka ánægju af hávaðanum, stemn- ingunni og flugeldunum sjálfum og fjárfestir því í flugeldum fyrir tugi ef ekki hundruð þúsundir hver áramót. Blaðið lagði í leiðangur og bar saman verð hjá nokkrum flugeldasölum. Það er nokkrum erfiðleikum háð að bera saman verð hjá flugelda- sölunum þar sem þeir selja jafnan ólika vöru. Leitað var því eftir að skoða verð á stærsta fjölskyldupakk- anum, litlu handblysi og millistærð af stjörnuljósi. Innihald fjölskyldu- pakkanna getur verið mismikið sem og öðruvísi á allan hátt. Fjölskyldu- pakkarnir virðast þó vera á svipuðu verðbili en ekkert mat er lagt á gæði pakkana. Sá Qörugi, Gull og Trausti Stærsti fjölskyldupakkinn hjá Lands- björg og Flugbjörgunarsveitinni heitir Trausti og hann inniheldur ra- kettur, stjörnuljós af öllum stærðum og gerðum, litla köku, lítið gos og margt, margt fleira. Á báðum stöð- unum kostar hann 7500 krónur. Stærsti fjölskyldupakkinn hjá KR, Gull, inniheldur tvær stórar rakettur ásamt fleiri minni, tvær stórar kökur, stjörnuljós, alls kyns smá- dót ásamt fleiru. Gull kostar 7900 krónur. Stærsti fjölskyldupakkinn hjá Val kostar 7400 krónur og ber nafnið Sá fjörugi. í pakkanum eru alls 54 stykki; góð terta, miðnætur- bombur, blys, stjörnuljós, rakettur fyrir alla fjölskylduna og ýmislegt fleira. Flest handblysin í könnun- inni munu vera í minni kantinum. Handblysin eru frá 150 krónur upp í 300 krónur. Stjörnuljós af milli- stærð voru flest á bilinu 30-40 cm og kostuðu allt frá 150 krónum upp í 300 krónur. svanhvit@bladid.net Fjöiskyldupakki Handblys Stjörnuljós, millistærð Landsbjörg 7.500 kr. 190 kr. 150 kr. KR 7.900 kr. 150 kr. 300 kr. Flugbjörgunarsveitin 7.500 kr. 190 kr. 200 kr. Valur 7.400 kr. 300 kr. 300 kr. mm mvj [golden wavT| Utsölustaðir okkar eru: ||||p IVlýrargata 4 Rvk Laugavegur 178 Rvk (fyrirofan Hamborgarabiillu Tómasar) Emils. 694 4150 (Við hliðina á Hans Petersenl Cuðnis. 660 0560 Malarhöfði 2 Rvk. Reykjavíkurvegur 5 Hfj. (ilnisnæöi bill.is) Hlynurs. 823 0303 (fyrirneðan Hellisgerði) Cuðnis. 660 0560 Bæjarlind 4 Kóp Smiðjuvegur 6 rauð gata KÓp (hjá Players) Jóhannes 617 6029 (ci mótiBílkó) Hrafnhitdur s. 662 2046 Kökur eru fjölbreyttari og miklu skemmtilegri en stök raketta enda heil flugeldasýning í nokkrar mfnútur. Kökur eru sífellt vinsœlli Heil flugelda sýning 1 einni köku Skotgleði Islendinga virðist eiga sér engin takmörk og jafnvel aukast ár frá ári. Það eru ekki einungis rakettur og stjörnuljós sem seljast grimmt þessa síðustu daga fyrir áramót heldur er sífellt meiri sala á svokölluðum kökum og tertum. Þessar litlu hringlaga sprengjur sem, hver og ein, er á við heila flugelda- sýningu. Sumir leika sér með kök- urnar og skjóta jafnvel einhverjum rakettum með og á það að koma ansi vel út. Kökurnar endast mislengi, allt frá innan við minútu og lengur. Þær allra lífseigustu geta víst dugað í allt að 6 mínútur. ansi margar tegundur af skotkökum og að sama skapi er verðið misjafnt. Þær kosta allt frá fimmtíu krónum upp í 25 þúsund krónur og gæðin eflaust eftir því. Áhuginn á kök- unum er mikill enda fara mörg skot upp í einu og kökurnar eru því heldur mikilfenglegri en ein stök raketta. Það eru mismunandi mörg skot í kökunum og þær eru allt upp í 150 skota. Einn viðmælandi Blaðsins talaði til að mynda um að fólk væri að fá miklu meira fyrir peninginn með því að kaupa köku en rakettu. Kökurnar væru fjölbreyttari og miklu skemmtilegri enda heil flug- eldasýning í einhverjar mínútur. Mikilfenglegar kökur ................................. Samkvæmt upplýsingum frá svanhvit@bladid.net nokkrum söluaðilum flugelda eru til Hvað varð um sólirnar? Þeir sem muna eftir áramótum liðinna áratuga muna eftir þeim fjölda sóla sem skotið var upp rétt fyrir miðnætti á gamlárs- kvöld. Sólir eru í raun neyðar- blys sem notuð eru i báta og í sjárvarplássum var alltaf mikið um að sólum væri skotið á Ioft á gamláskvöld. Þar var auðvelt að komast í neyðarblys og margir bátaeigendur sem endurnýjuðu birgðirnar um áramót. .Sólirnar eru að detta út hjá okkur,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Flug- björgunarsveitinni. „Við seldum þær í fyrra en þetta virðist vera ein af þeim vörum sem eru að detta út.“ Ellingsen er ein þeirra fáu versl- ana sem selja sólir til almennings um áramót. „Það er alltaf einn og einn sem kaupir sólir fyrir gaml- árskvöld en fyrst og fremst er þetta selt sem neyðarblys í báta“, segir Kristján Baldursson hjá Ellingsen. ,,Það er sekt við því að skjóta neyð- arblysum upp í annan tíma en um áramót nema um neyðartilfelli á sjó sé að ræða.“ Sólir í Ellingsen kosta 2.159 kr.stykkið. Kristján segir að á meðan Ellingsen var með flugelda- sölu hafi verið meira að gera í sölu á sólum um áramót en svo virðist sem fólk sé latara að gera sér sérferð eftir sólum. Ellingsen hefur líka til sölu handblys með rauðum loga sem loga lengi en verð þeirra er 822 krónur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.