blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 26
26 I FLUGELDAR MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 blaAÍA Staðsetning áramótabrenna í huga margra eru brennur hluti áramótanna enda er þannig hægt að brenna burt gamla árið og heilsa nýju. Það verða 12 brennur í Reykjavík og flestar þeirra eru á sama stað og undan- farin ár. Auk þess eru brennur í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópa- vogi og á Seltjarnarnesi. Hér að ofan má sjá hvar brennur eru nákvæmlega. Brennur í Reykjavík: 1. ViðÆgisíðu, stór brenna. 2. Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 44 - 46, lítil brenna. 3. Við Suðurhlíðar, neðan við Foss- vogskirkjugarð, lítil brenna. 4. Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnarvöll, lítil brenna. 5. Geirsnef, stórbrenna. 6. Við Suðurfell, lítil brenna. 7. Fylkisbrennan, við Rauðavatn, stór brenna. 8. Gufunes við gömlu öskuhaugana, stór brenna. 9. Leirubakki v/ Breiðholtsbraut, lítil brenna. 10. Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna. 11. Úlfarsfell, lítil brenna. 12. Ártúnsholt, sunnan Ártúnsskóla, lítil brenna Garðabær - Brenna við Arnarnesvog Hafnarflörður - Brenna á Ásvöllum Kópavogur - Brenna í Kópavogsdal, gegnt Kópavogsvelli Seltjarnarnes - Brenna við Valhúsarhæð Kjalarnes f -J r'j.', - 10 \ ,; Kléberg \ Reykjavíkurborg Framkvæmdasvið . ^.1-0 Ulfarsfell * "O ■ / f .y Fylkisbronna Vaxandi hvaðfólk leggur íflugelda Pað tilheyrir að kveðja árið með stœl Litadýrðin og flugeldaæðið virðist verða meira og meira með hverju árinu sem líður. Útlendingar heim- sækja ísland sérstaklega til að upp- lifa þessa skemmtilegu stemningu sem fylgir íslensku gamlárskvöldi þar sem himininn er í ljósum logum meirihluta kvölds. Jón Gunnarsson, framkvæmdarstjóri hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg, viðurkennir fúslega að hann sé einn af þessum mönnum sem hafi mjög gaman af því að skjóta upp flugeldum. ,Það var alltaf þónokkuð um flug- elda á mínu æskuheimili og þetta Sjáið myndirnar á www.bilamarkadurinn.is (* Smikjneveí 46 £ • ^ S. 567 1800 smitast alveg örugglega þannig. Al- mennt hefur áhugi fyrir flugeldum aukist mjög mikið. Með öruggari og fjölbreyttari vöru, eins og er á mark- aðnum í dag, þá er áhuginn orðinn meiri. Það eru líka margir sem nota 99............................ Það er ákveðin yfirlýs- ing í því að sprengja árið í burt og ákveðin stemning sem fylgir því að kveðja árið með þessum hætti. þetta tækifæri til að styrkja starf- semi björgunarsveitanna. Þetta er alveg klárlega langmikilvægasta fjár- mögnun sveitanna okkar.“ HALL GERÐUR ■ mK! > J&0 $ Hallgerbur er sannköllub silfurvalkyrja. Breibir silfurhalar skjótast upp og springa í silfurpálma. Þab verbur engin svíkinn af þessari. Þyngd: 5,75 kg Tími: 55 sek O's Ti.uGELDA'MARKADtR BJORGUNARSVEITAHNA Samkvæmt Jóni eru fleiri í kringum hann sem hafa mjög gaman af flugeldum og stunda þetta af kappi enda segist hann telja að það sé vaxandi hvað fólk leggur meira í flugelda á sfðustu árum. nýjungar sem verða flottari og flott- ari. Venjulega kaupi ég svona 2 fjöl- skyldupakka fyrir minni börnin og svo er ég að kaupa nokkrar stærri tertur og nokkrar rakettur." Sam- kvæmt Jóni eru fleiri í kringum hann sem hafa mjög gaman af flugeldum og stunda þetta af kappi enda segist hann telja að það sé vaxandi hvað fólkleggur meira í flugelda á síðustu árum. Þó segist hann ekki telja að þetta sé peningasóun. „Það fer allt eftir því hvernig þú horfir á það. Það er svo margt í lífinu sem er þannig. En þetta er náttúrlega gaman, þetta er viss stemmning á þessum tíma- mótum og mjög skemmtileg hefð. Það er þá ekki verra fyrir menn ef þeir geta sagst í leiðinni vera að styrkja gott málefni.“ svanhvit@bladid.net Kökurnar öruggar Jón segir að þar sem mikið hafi verið skotið upp af flugeldum á hans æsku- heimili finnist honum það fylgja gamlárskvöldi. „Mér finnst tilheyra að kveðja árið með sæmilegum stæl um áramót. Það er ákveðin yfirlýs- ing í því að sprengja árið í burt og ákveðin stemmning sem fylgir því að kveðja árið með þessum hætti,“ segir Jón og bætir við að honum finnist kökurnar skemmtilegastar. „Ég hef mest gaman af því að skjóta upp kökunum og ég vil alltaf láta fylgja nokkrar rakettur með. Svo er maður náttúrlega með börnin og þá er maður að skjóta minni rakettum. Kökurnar eru mjög öruggur skot- eldur og mjög skemmtilegur. Það er líka orðið óhemju fjölbreytt úrval af þeim. Björgunarsveitirnar eru til dæmis með nýjar útgáfur af skot- kökum og við vorum í öryggispróf- unum um daginn ásamt lögreglu sem gengu mjög vel. Þetta eru mjög flottar og skemmtilegar nýjungar í skotkökunum.“ Öryggisgleraugu og vinnuhanskar Jón er þó tíðrætt um öryggi í notkun flugelda og segir það gríðarlega mik- ilvægt. „Það er regla hjá minni fjöl- skyldu og gestum á gamlárskvöld að það eru allir með gleraugu þegar horft er á flugeldaskothríð. Þeir sem skjóta flugeldunum eru auk þess með vinnuhanska. Á öllum sölustöðum björgunarsveitanna fær fólk öryggisgleraugu og Landsbjörg sendi 28 þúsund börnum gjafamiða á gleraugu fyrir þessi áramót. Börn á öllum aldri eiga að nota gleraugu sem og allir fullorðnir.“ Ekki peningasóun Aðspurður að því hvort hann reyni alltaf að toppa sig á hverju ári segist Jón nú ekki gera það. „Ég er nokkuð hefðbundinn en maður reynir að kaupa þessar nýjungar sem koma á hverju ári. Það eru alltaf einhverjar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.