blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 38
38IFÓLK MIÐVIKDAGUR 28. DESEMBER 2005 blaðið JÓL, ÁRAMÓT OG DRAUMAR Núna eru þessir helstu hátíðardagar liðnir og Smáborgarinn er mættur aftur í vinnuna. Hann verður að viðurkenna að það var ansi erfitt að vakna í morgun eftir þessi mjög svo stuttu jól. Og eins og venjulega fór allur tími í hin og þessi boð og slökunin varð því engin. Það má því segja að Smáborgarinn sé miklu þreyttari núna heldur en hann hefði verið ef hann hefði unnið þessa ör- fáu jólardaga. Smáborgaranum er samt sem áður nokk sama því hon- um finnst svo gaman að eyða tíma með ættingjunum sínum. Það er, að mati Smáborgarans, það skemmti- legasta við þessar hátíðir. Honum þykir svo vænt um þessar stundir þar sem öll fjölskyldan er saman enda gefast svo fá tækifæri til þess núorðið. f raun hittist öll fjölskylda Smáborgarans bara tvisvar yfir há- tíðirnar, á jóladag og svo á gamlárs- dagskvöld. I mörgum fjölskyldum telst það kannski ekki vera lítið en Smáborgaranum finnst fjölskyldan sín vera svo asskoti skemmtileg að hann vill bara hitta hana sem oftast. Enda er hann af góðu fólki kominn. Smáborgaranum er því þegar farið að hlakka til gamlárskvölds og allt sem þvl fylgir. Smáborgarinn streng- ir áramótaheit á hverjum einustu áramótum og það er mjög einfalt heit. Hann lofar sjálfum sér að gera næsta ár að betra ári en því sem er að líða og að verða enn hamingju- samari. Smáborgarinn hefur strengt þetta sama heit síðastliðin 3-4 ár og það virðist svínvirka. Þannig að í ár ætlar Smáborgarinn að útlista frekar í hverju hamingjan á að felast enda verður Smáborgarinn sífellt heimtufrekari þegar líður á. En vitanlega snýst þetta bara um hve ákveðinn maður er í að láta drauma sína rætast. Eina hindrunin er Smá- borgarinn sjálfur og það veit hann vel. Svo þegar Smáborgarinn horfir á gamla árið líða á braut og býður hið nýja velkomið fyllist hann alltaf smá sorg en þó enn meiri vongleði. Vongleði um að nýja árið verði betra en öll hin sem á undan hafa farið. Vongleði um að allir draumar hans rætist. Vongleði um enn betri heim. Hvað væri lífið án drauma? HVAÐ FINNST ÞÉR? Össur Skarphéðinsson, heiðursfélagi í Hróknum. Hvað finnst þér um brotthvarf Hrafns úr forsetastóli? „Mér líkar það stórilla þrátt fyrir að eftirmaður hans Kristjón Kormákur, eftirmaður hans sé stórefnilegur. Hrafn hefur unnið þrekvirki í því að útbreiða skáklistina á meðal æsku landsins. Hann er einn þeirra sem ekki eiga orðið nei í sinni orðabók. Þess vegna nær hann að skipa öllum mönnum, háum sem lágum, til þeirra verka og fórna sem skákgyðjan krefst. Þessi hæfileiki, að laða ólíkt fólk til stuðnings við hugsjónir skáklistarinnar hefur leitt til þessa skákævintýris sem degja má að ríki nú á meðal íslenskra barna. Þess vegna hefði ég viljað sjá hann áfram við stjórnvöl. En ég beygi mig undir konungsboð." Hrafn Jökulsson mun senn láta af embætti forseta Hróksins en hann hefur gegnt stööunni síðastliðin ár með frábærum árangri. Charlotte Church hœtt að djamma Söngkonan Charlotte Church hefur breytt lifi sínu og hefur ákveðið að hætta djamminu og gerast heimakær kærasta sem elskar að elda og horfa á sjónvarpið. Söng- konan unga er þekkt fyrir villtan gleðskap hefur eftir að hún byrjaði með rúgbý leikaranum Gavin Henson mikið til hætt því. „Ég fór út fjórum sinnum í viku í eitt ár en það er svo margt annað skemmtilegt sem hægt er að gera án þess að vera ölvaður.“ Hún hefur viðurkennt að hún elski að elda holla máltíð á sunnudögum Flugvél Opruh lent vegna íugls Einkaþota Oprah Winfrey neyddist til að snúa aftur til flugvallarins eftir að fram- rúðan brotnaði þegar flogið var á fugl. Winfrey og kærastinn hennar, Stedman Graham, meiddust ekkert í óhappinu, en það átti sér stað klukkan half eitt á öðr- um í jólum, á Santa Barbara-flugvellinum. „Þetta er ekki svo óalgengt," sagði talsmaður slökkviliðsins í Santa Barbara, John Ahlman. „Vélin verður kyrrsett þar til búið er að gera við rúðuna,“ bætir Ahlman við. Vincent Schiavelli deyr Leikarinn Vincent Schiavelli, sem er best þekktur fyrir að leika á móti Patr- ick Swayze í „Ghost“, er látinn. Hann lést úr lungnakrabba á heimili sínu í Sikiley, 57 ára gamall. Leikarinn hefur komið fram í yfir 120 myndum og sjónvarpsþáttum, og hefur verið nefndur sem einn af bestu karakter- leikurum Bandaríkjanna. Schiavelli var fæddur inn í ítalsk-ameríska fjölskyldu í Brooklyn, New York, og lærði leiklist í skóla þar. Fyrsta kvikmynd sem hann kom fram í var „Taking Off“, í leikstjórn Milos Froman, árið 1972. Hann hefur líka leikið í sjónvarpi, og kom meðal annars fram í „Buffy the Vampire Slayer" og „Taxi“. Hann fékk mikla viðurkenningu fyrir hlutverk sitt sem lestadraugurinn í kvikmyndinni „Ghost" frá árinu 1990, og einnig lék hann í „One Flew Over the Cuckoo’s Nest“, og í Bond-myndinni „Tomorrow Never Dies“. auglysingar vblis Grænu pillurnar eru búnar. Viltu taka eina bláa og eina gula í staðinn? eftir Jim Unger 3-10 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 HEYRST HEFUR... Sé r a Sigurð- ur Árni Þórðarson prestur í Neskirkju gerði Silvíu Nótt að um- talsefni í út- varpspredik- un á annan í jólum og sagði ha na vera holdverfing efnishyggju og sjálfhverfu nútímans. Hann bar hana líka saman við hinn eina sanna Jósef, mann Mar- íu meyjar, og sagði hana and- stæðu hans í einu og öllu, sagði hann lítillátan og hógværan en hún væri yfirborðið eitt. Það er ekki hægt að segja annað en að hin “tilbúna” Silvía Nótt hristi upp ímörgum og hver hefði trú- að því að hún ætti eftir að leita inn í messu... Paðvar h a r t deilt um t i 1 v i s t jólasveins- ins í að- draganda jólanna og sjálfur b i s k u p Islands, herra Karl Sigurbjörnsson blandaði sér i málið í predik- un á aðfangadag: „Grýlur og jólasveinar er í besta falli leik- ur, skemmtun. Allir hafa gott af því að bregða á leik. Ég hef oft leikið jólasvein. En ég trúi ekki á jólasveininn, fremur en nokkur heilvita, fullorðin manneskja. Það er munur á leik og alvöru. Börnin skynja það. Börn læra að greina miíli sannleika og blekkinga.” Hver hefði trúað þessu! Einsog skýrt var frá í þessum dálki fyr- ir nokkr- um mán- uðum þá er Vala Matt á “leiðinni heim.” Þetta þýðir með öðrum orðum að þáttur hennar Veggfóður, sem verið hefur á dagskrá Sirkus, verð- ur fluttur á Stöð 2, en þar hóf Vala Matt einmitt sjónvarpsfer- il sinn árið 1986. Á sínum tima, þegar Blaðið skýrði frá þessari fyrirhuguðu breytingu, var það borið til baka af 365 miðlum en nú hefur flaggskipið sjálft, Fréttablaðið, loksins viður- kennt breytinguna. Þegar fyrir tæki verða of stór þá tekur það stundum langan tíma að skýra frá einföldustu breytingum á dagskrá... ■■ Os s u r Skarphéð- insson horfði á jóladagskrá sjónvarpsstöðv- anna ásamt f j ö 1 s k y 1 d u sinni. Á eftir komu þessar hugleiðingar á heimasíðu hans: “Við settumst öll og horfðum á einstaklega skemmtilega rómantíska mynd þar sem Hugh Grant lék forsæt- isráðherra Breta sem verður ást- fanginn af stúlkunni sem ber honum kaffi. Ég vona að ekkert svoleiðis gerist í Stjórnarráðinu. Inn í hana var auðvitað bland- að svolitlu af erótík og það komu vandræðaleg augnablik í stofuna þegar töluvert langur húmorískur kafli með munn- mökum leið um skjáinn.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.