blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 31

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 31
blaðið MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 SAMSKIPTI KYWJAWWA I 31 ~ Samkynhneigð, tvíkynhneigð og klœðskipti fyrr á öldum: Hvað var Plató að pœla? Samkynhneigð hefur, eins og allar aðrar hvatir sem hafa með kynlíf og kynferði að gera, alltaf verið til í mannlegu samfélagi. Oftast hefur þó verið litið framhjá henni eða þá að hún hefur verið bæld niður og gerð að refsiverðu athæfi. í suraum tilfellum hefur samkyn- hneigð verið tekin föstum tökum og úr henni soðið saman einhverskonar kerfi sem hefur þá verið viðurkennt innan þess samfélags sem á í hlut. I 90% tilfella hefur verið um samkyn- hneigð á milli karlmanna að ræða. Goðsögnin um grísku hommana Grikkir til forna voru hrifnir af sam- böndum á milli karlmanna og hófu þau á sérstakan stall þó að þeir væru lítt hrifnir af endaþarmsmökum. Um leið litu þeir svo á að þeir sem stunduðu slíkt kynlíf færu niður á stall kvenna og innflytjenda, en það fólk þótti ekki eins göfugt og karlmaðurinn hvíti í öllu sínu veldi. Grikkir álitu að eina sambandið þar sem tveir jafningjar ættu í hlut væri samband á milli tveggja karla og var því skipt þannig að annar tók að sér að vera elskhuginn en hinn elskandinn,. Elskandinn var oftast töluvert eldri en elskhuginn og hlutverk hans var að gera elskhugann “sið- ferðislega fullkominn” með því að mennta hann og upplýsa um ýmsar göfugar dyggðir. Samfarir þeirra fóru þannig fram að annar klemmdi lim hins á milli læranna og horfðust félagarnir í augu á meðan. Þetta átti að lyfta báðum á háan stall og gera þá fullkomna í jafnræði sínu. Plató var, eins og aðrir samtíma- menn sínir, ekki hrifinn af kyn- mökum sem færu “alla leið”. Hann taldi að með því að láta undan kyn- löngun sinni myndi karlmennskan minnka og hugsanlega eyðast upp. “Líkaminn á undir öllum kringum- stæðum að vera þræll skynseminnar og ástir á milli tveggja karlmanna ættu að vera til þess að frelsa sálir þeirra beggja,” sagði Plató annars hugar um leið og hann þuklaði upp- handleggsvöðva elskhuga síns. Þriðja kynið Þegar fólk fæðist tvítóla á okkar tímum er því næstum því alltaf “kippt í liðinn” með viðeigandi skurðaðgerðum. Okkur mannfólk- inu líkar það ekki að mannvera sé hvorki karl né kona þó svo að skap- ari okkar virðist sjá góða ástæðu til þess að láta fólk fæðast svoleiðis. Enska orðið yfir tvítóla manneskju er Hermafrodite, en Hermafródítus var afkvæmi guðanna Hermes og Afróditu og sá kappi taldist hvorki karl né kona. Það hefur lengi tíðk- ast í mörgum trúarbrögðum að viðurkenna tvíkynja verur sem guð- legar og virðingarverðar, en þegar þetta raunverulega gerist í mann- heimum þá er oftast annað uppi á teningnum. Týndir tvítóla hlekkir Plató reyndi að útskýra undarlega togstreitu kynjanna í leikriti sínu Symposium. Þar lætur hann Aristop- hanes segja sögu frá því að í árdaga mannkyns hafi þrjár tegundir af verum gengið á jörðinni; karlkyns, kvenkyns og tvítóla. Allar þessar verur voru einskonar siamstvíburar, með fjóra fætur og fjóra handleggi. Þessar verur urðu svo valdamiklar að Seifur ákvað að skilja þær að í tvo hluta. Líkamshlutar karlkyns veranna urðu að hommum, líkams- hlutar kvenkyns veranna urðu að lesbium og tvíkynja verurnar sem voru klofnar í tvennt, breyttust ann- ars vegar í karlmenn sem girnast konur og eru þeim um leið ótrúir og kvenhlutarnir urðu að samskonar kvenmönnum. Þetta átti að útskýra undarlega hegðun okkar í ástar- málum. -Við erum tvítóla verur að leita í uppruna okkar! Kristur var hvorki kona né karl Sú hugmynd að frelsari okkar hafi sjálfur verið tvítóla er þekkt víða um heim, m.a í Norður- og Suður-Amer- íku, Afríku, Ástralíu og á Miðjarðar- hafseyjum. Hér á Vesturlöndum og í Austurlöndum nær, hefur hugmynd- inni um tvíkynja Guð verið eytt með ýmsum ráðum, en þó má enn rekja þetta aftur í bækur gyðinga og dul- spekifólks innankristninnar. Ihebr- eskri frásögn um uppruna mann- kynsstendur skrifað að Guð hafi s k a p a ð fyrsta mann- inn tvítóla. Þannig gat Adam fætt Evu af sér... og fyrst Guð var hvorki karl né kona og skapaði manninn í sinni mynd, þá hlaut Guð að vera tvíkynja. Rithöfundurinn og guð- spekifræðingurinn Jakob Boheme (1575-1624) var mikill áhrifavaldur þeirrar skoðunar að Jesús Kristur, sonur Guðs, hefði sjálfur verið tví- kynja líkt og faðir hans, þar sem karlkyns og kvenkyns eðlisþættir mættust í fullkominni einingu í sál hans. Sjálf getum við dregið álykt- anir af teikningum og málverkum sem gerð hafa verið af frelsaranum þar sem hann oftar en ekki, líkist meira fíngerðri konu með skegg en rúmlega þritugum karlmanni sem var þar að auki smiður. Allt er leyfilegt í listum og trú Klæðskiptingar hafa lengi átt sinn fasta sess i leikhúsi. í hefðbundnu Japönsku leikhúsi tiðkast það að karl- menn leiki konur. Þeir eru kallaðir Onnagata. Því var haldið fram af frægasta Onnagata japana að kona gæti aldrei leikið konu eins vel og karlmaður því hún væri ómeðvituð um þá eiginleika sem gera hana að- laðandi sem konu. Karlmaður ætti auðveldara með að líkja eftir henni; ýkja hreyfingarnar og þokkann sem hún hefði til að bera. í mörgum leik- ritum Shakespear er hefð fyrir því að konur leiki ákveðin hlutverk karl- manna og Pétur Pan hefur nánast undantekningarlaust verið leikinn af konu. Grínistar hafa ekki vílað það fyrir sér að vippa sér í kven- hlutverk. M.a gerði Monthy Python hópurinn það á mjög skemmtilegan hátt og það sama má segja um Fóst- bræður. í dag er það orðin vinsæl skemmtun hjá almenningi að venju- legir karlmenn bregði sér í drag á skemmtunum og fáir sjá neitt at- hugavert við það. Allir sitja bara og berja sér á lær með tilheyrandi bak- föllum því það þykir voða fyndið að sjá karlmann í kvenfatnaði. Raunin er önnur þegar menn vilja gera þetta að lífstíl sínum i daglegu athæfi og störfum. Þá verða þeir undantekn- ingarlaust fyrir aðkasti. Óður til klæðskiptinga Klæðskipti leikstjórans Ed Wood eru löngu orðin fræg. Sérstaklega eftir að gerð var um kvikmy nd sem skart- aði Johnny Depp í aðal- hlutverki. Ed fannst gott að bregða sér í kvenmannsföt. Sér- staklega angórupeysur. Togstreita hans varð svo mikil að hann gerði um þetta mynd sem hann kallaði Glen or Glenda og var hún eins- konar óður til klæðskiptinga. Þar nýtti hann sér ýmis rök máli sínu til stuðnings: Ef Guð hefði ætlað mann- inum að fljúga þá hefði hann skapað okkur með vængi, en nú hefðum við smíðað flugvélar og allir væru meira en lítið sáttir við þær. Tímarnir breyttust og mennirnir með. Konur væru farnar að ganga í buxum og vinna karlmannsverk. Hvers vegna ættu þá ekki karlmenn að klæðast kvenmannsfötum? Honum tókst svo vel upp með áróður sinn að sam- starfsfólk hans kippti sér ekki upp við það að hann mætti til vinnu í angórupeysu og með hárkollu, enda eflaust umburðarlyndur hópur. Manneskja en ekki "kyn" Margir mannfræðingar nútímans halda því fram að klæðskiptihneigð sé einskonar árás á þá hugmynd að mannleg hegðun verði að vera flokkuð sem annaðhvort karlmann leg eða kvenleg. Að eiginleikar manneskjunnar eigi ekki að þurfa að lúta að þessum flokkunum. Þetta útskýrir að mörgu leiti þá hefð að umbreyta kynjahlutverkunum í mörgum helgiathöfnum mismun- andi trúarbragða, því um leið og kynjahlutverkið hefur verið tekið og því snúið við eða eytt, þá fær sjálfið að brjótast fram og vera frjálst: Þá er einstaklingurinn einfaldlega per- sóna, en ekki karlmaður eða kven- maður sem neyðist til að lúta að þeim hegðunarlögmálum og þeim kröfum sem eru gerðar hans í þessu samhengi. margret@bladid. net 99.............................................. Sjálfgetum við dregið ályktanir af teikningum og mál- verkum sem gerð hafa verið af frelsaranum þar sem hann oftar en ekki, líkist meira fíngerðri konu með skegg en rúmlega þrítugum karlmanni sem varþar að auki smiður."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.