blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 33

blaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 33
blaöió MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 ípróttir i 33 Enski boltinn í kvöld: Borgarslagur í bítlaborginni Nítjánda umferð ensku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu fer fram í kvöld. Mikið álag er á leikmönnum í ensku knattspyrnunni yfir jól og áramót. Fjórar umferðar eru leiknar á átta dögum. Það verður allt lagt undir á Goodison Park heimavelli Everton þegar nágrannarnir frá Anfield í Liverpool koma í heimsókn. Everton sem varð í fjórða efsta sæti á síðustu leiktíð er núna í fimmta neðsta sæti. Everton steinlá í síðustu umferð fyrir Aston Villa, 4-0, og víst er að starf David Moyes er mjög svo í hættu þessa dagana. Everton hefur aðeins náð að koma boltanum fjórum sinnum í mark andstæðinga sinna á leiktíðinni. Liverpool er við hinn enda töflunnar, i þriðja sæti og liðinu gengur allt í haginn þessa dagana. Mohamed Sissoko verður með í kvöld eftir að hafa verið í leik- banni í síðasta leik. Liverpool hefur ekki fengið á sig mark í deildinni í síðustu átta leikjum og síðastir til að skora gegn rauða hernum voru liðs- menn Fulham 22.október þegar Ful- ham vann 2-0. Collins John skoraði þar fyrra mark leiksins og Luis Boa Morte skoraði á síðustu sekúntum leiksins. Síðan þá hefur Jose Reina haldið hreinu. Það verður að segjast eins og er að lið Everton getur ekki talist líklegt til að skora í leiknum í kvöld frekar heldur en Alan Shearer og Michael Owen gerðu í síðasta sig- irleik Liverpool gegn Newcastle. En er það nú ekki oft þannig að þegar síst vænti, þá gerast hlutirnir. Chelsea hefur enn níu stiga for- skot á toppi deildarinnar en þeir bláu unnu Fulham á annan dag jóla 3-2 og þar skoraði Heiðar Helguson seinna mark Fulham og jafnaði metin. Eiður Smári Guðjohnsen lék með Chelsea í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Chelsea-menn geta þakkað Graham Poll dómara fyrir öll þrju stigin í leiknum því hann sleppti augljósri vítaspyrnu á John Terry fyrirliða liðsins þegar hann varði boltann inn i vítateignum eins og handboltamarkvörður. Chelsea fer tl Manchester í kvöld og mætir þar City-piltum hans Stuart Pearce. Michael Essien verður ekki með Chelsea í kvöld þar sem hann er lít- ilsháttar meiddur og hið sama má segja um Ricardo Carvalho en lík- legt þykir að Damien Duff og Asier del Horno verði í leikmannahópi Chelsea. Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar fer til Birming- ham og mætir þar liði Steve Bruce fyrrum leikmanns United. Muzzy Izzet er í leikbanni í kvöld en búist er við að fyrrum leikmaður United, Nicky Butt, verði í byrjunarliði Birmingham. Cristiano Ronaldo verður í leikmannahópi rauðu djöfl- anna en Mikael Silvestre er enn meiddur. Birmingham hefur aðeins unnið einn leik á heimavelli og er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeild- arinnar. Manchester United státar aftur á móti af besta árangrinum í deildinni á útivelli. 7 sigurleikir, eitt jafntefli og einn tapleikur. Allt annað en sigur United í leiknum eru óvænt úrslit. Tottenham sem er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar sækir W.B.A. heim og Tottenham vann skyldusigur á Birmingham fyrir tveimur dögum og búast má við að Jermain Defoe verði í byrjunarliði Spurs eftir markið glæsilega gegn Birmingham. Það er þó óvíst með þátttöku Ledley King varnarmanns Spurs þar sem hann er lítillega meiddur. Arsenal tekur á móti Porstmouth og þar má bóka heimasigur. Robin van Persie er ekki Ieikhæfur vegna meiðsla en Harry Redknapp stjóri hjá Portsmouth á í meiri erfiðleikum en Arsene Wenger þar sem hann Lu- arent Robert verður í banni og einir fjórir aðrir fastamenn eru meiddir. Aðrir leikir i kvöld eru; Bolton - Middlesbrough, Blackburn - Sund- erland, Fulham - Aston Villa, Newc- astle - Charlton og nýliðarnir í West Ham og Wigan mætast á Upton Park í austur London. Alan Pardew framkvæmdastjóri West Ham gæti lent í erfiðleikum með að velja í lið þar sem mikið er um meiðsli hjá Hömrunum og því nokkuð liklegt að hann verði að fara í leikmanna- hóp unglingaliðsins til að vera með 18 manna hóp. Á sjónvarpsstöðinni Enski Bolt- inn verða fimm leikir sýndir í kvöld. Leikirnir eru: Manchester City - Chelsea, Birm- ingham - Manchester United, Ar- senal - Portsmouth og Newcastle - Charlton sem hefja leik klukkan 19.45 en klukkan 20 hefst svo leikur Everton og Liverpool. Henry segist ekki vera á förum til Barca um framlengingu á samningnum. „Ég er snortinn af áhuga fólks hvað mig varðar en í augnablikinu er ekkert um að vera í þessum málum. Við verðum að einbeita okkur að Meistaradeildinni áður en við spáum í framhaldið” sagði Henry í viðtalinu. Hann sagði að brotthvarf Patrick Vieira til Juventus í sumar hafi reynst Arsenal erfitt en það væru bjartir tímar framundan hjá liðinu með leikmann eins og Robin van Persie. Ronaldinho besti knattspyrnumaður heims sem leikur með Barcelona, lét hafa eftir sér skömmu fyrir jól að hann fylgdist gjarnan mjög með frakkanum Thierry Henry og vonaðist til að þeir ættu eftir að leika í sama liði. Þessi skilaboð frá Spáni sem hafa farið í gegnum fjölmiðla, hafa eðlilega farið mjög illa í Arsene Wenger og hann sagði í viðtali við BBC 5 útvarpsrásina að ef þeir hjá Barcekma vildu svona mikið fá Henry til sín þá ættu þeir að hafa samband við Arsenal en ekki gera þetta svona þar sem Henry ætti enn eftir 18 mánuði af samningi sínum við Arsenal. Thierry Henry, fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, segist ekki vera á förum til spænska stórliðsins Barcelona. Þetta kom fram í viðtali við Henry í franska blaðinu L’Equipe í gær. Henry sem er 28 ára hefur að undanförnu ítrekað verið orðaður við Barca og Joan Laporta forseti spænska liðsins lét hafa eftir sér fyrir nokkrm dögum að þeir ætluðu sér að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að krækja í Thierry Henry. Samningur Henry við Arsenal rennur út sumarið 2007 en hann hefur ekki enn viljað setjast að samningaborðinu hjá Arsenal Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar. Ruud van Nistelrooy Mancheseter United i4mörk Frank Lampard Chelsea i2mörk Aiyegbeni Yakubu Middlesbrough io mörk Darren Bent Charlton 9 mörk Wayne Rooney Manchester United 9 mörk Andy Cole Manchester City 8 mörk Marlon Harewood West Ham 8mörk Thierry Henry Arsenal 8 mörk Henri Camara Wigan 7 mörk Michael Owen Newcastle 7mörk Ahmed Mido Tottenham 7mörk Brian McBride Fulham 6 mörk Robbie Keane Tottenham 6 mörk Didier Drogba Chelsea 6 mörk Joey Barton Manchester City 5 mörk Hver verður íþróttamaður ársins Eftir sex daga eða næstkomandi þriðjudagskvöld verður kunngert á Grand Hótel hver er íþróttamaður ársins á íslandi fýrir árið 2005. Eiður Smári Guðjohnsen var valinn sá besti fyrir árið 2004 og að vanda eru það samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Listi þeirra 10 bestu að mati íþróttafréttamanna fyrir árið 2005 hefur verið gefinn út og þar er að finna þrjár konur og tvær þeirra eru systur. Ásthildur Helgadóttir sem hefur mörg undanfarin ár verið besta knattspyrnukona landans og Þóra Helgadóttir sem einnig er í fótbolta en hún spilar i stöðu markvarðar og hefur borið afþar. Á listanum eru fimm knattspyrnumenn og konur, tveir koma úr handbolta, einn úr sundi, einn kemur úr körfubolta og kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir er á listanum. Annars er topp 10 listinn yfir bestu íþróttamenn ársins 2005 eftirfarandi: 1. Ásthildur Helgadóttir, Knattspyrna 2. Eiður Smári Guðjohnsen, Knattspyrna 3. Guðjón Valur Sigurðsson, Handknattleikur 4. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Knattspyrna 5. Hermann Hreiðarsson, Knattspyrna 6. Jakob Jóhann Sveinsson, Sund 7. Jón Arnór Stefánsson, Körfuknattleikur 8. Ólöf María Jónsdóttir, Golf 9. Snorri Steinn Guðjónsson, Handknattleikur 10. Þóra Helgadóttir, Knattspyrna

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.