blaðið - 14.01.2006, Page 14

blaðið - 14.01.2006, Page 14
blaði 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 bla6iö Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. AF HVERJU VILDI JÓN ÁSGEIR EKKI SELJA DV? Það hefur komið fram i fréttum að tvívegis hafi feðgarnir Björgólfur Guð- mundsson og Björgólfur Thor reynt að kaupa DV í þeim tilgangi einum að leggja blaðið niður. Ástæðan er einföld - þeim ofbauð sú fréttamenska sem DV hafði stundað um árabil í skjóli eigenda sinna, þar sem Baugur á stærstan hlut. Jón Ásgeir Jóhannesson vildi hins vegar ekki selja blaðið, þrátt fyrir að slíkt hljóti að hafa verið freistandi, ekki síst vegna viðvarandi tapreksturs á því. Jafnframt varði hann Gunnar Smára Egilsson með kjafti og klóm, en ef mark er takandi á fréttum NFS þá vildu Björgólfsfeðgar hann í burtu. Jón Ásgeir hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi um árabil. Hann á sjálfur í erfiðum málaferlum og fyrirtæki hans hafa oft verið gagnrýnd, stundum er sú gagnrýni sanngjörn og stundum ósanngjörn. Sjálfur hefur hann átt öruggt skjól í blöðum sínum fyrir óþægilegri umræðu þjóðfélags- ins. Þar hefur hann getað treyst á jákvæðar fréttir um sig, bæði í almennum fréttum og ekki síst í svokölluðum viðskiptablöðum sem fylgja Fréttablað- inu. Á meðan Jón Ásgeir á bæði Fréttablaðið og síðan blað í anda DV hefur hann treyst á það að geta stjórnað umræðunni á blaðamarkaðnum. Hug- myndafræðin gekk til skamms tíma út á það að ekki væri pláss fyrir fleiri blöð á markaðnum en Morgunblaðið, Fréttablaðið og DV. Morgunblaðið hafði í gegnum tíðina verið íhaldssamt í umíjöllun sinni um menn og mál- efni og því þurfti hann ekki að óttast mikið úr þeirri áttinni. Undanfarna mánuði hefur hins vegar orðið vart stefnubreytingar og er tónninn orðinn hvassari en áður. Með tilkomu Blaðsins varð síðan breyting á íjölmiðlalands- laginu og Jón Ásgeir þurfti að sætta sig við að til voru fleiri raddir sem hann gat ekki þaggað niður. Hann hefur því haldið dauðahaldi í bæði Fréttablaðið og DV. Að gefa DV upp á bátinn gæti þýtt að aðrir aðilar hæfu útgáfu slúður- blaðs sem væri ekki eins vinveitt. Annað áhyggjuefni Jóns Ásgeir er síðan NFS sem er líka í hans eigu. Þar hafa fréttmenn sýnt virðingarvert sjálfstæði í umfjöllun sinni um menn og málefni, þannig að það er spurning hversu mikinn stuðning hann fær úr þeirri áttinni - NFS er byggð á fréttastofu Stöðvar 2 sem býr að allt annarri hefð en dagblöð 365. Það eru komnir nýir ritstjórar að DV. Annar þeirra hefur þegar lýst því yfir opinberlega að hann styðji þá ritstjórnarstefnu sem DV hefur fylgt til þessa. Það er því ekki von á miklum breytingum. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsi ngadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, augiysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Verð frá * Netsmellur til Glasgow. Innifalið: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum. Þetta flug gefur 3.000 Vildarpunkta 'a MaUcrCani .ménHI- ICELANDAIR www.icelandair.is TvíHFntír,SnctiH frViMuL/tUSiZ DV á krossgötum Nú stendur til að endurreisa DV úr rústunum. Það verður ekki létt verk fyrir nýja ritstjóra en ástæða er til að óska þeim alls hins besta. Blaðið var of lengi á ólánsbraut. Þannig virtist oft jafn ógæfusöm ára yfir blaðinu og því fólki sem það slengdi miskunnarlaust á forsíðu og hafði af mannorðið. Það er vissulega hægt að reka blað af kaldri rökhyggju og gera ógæfu annarra að söluvöru án nokkurs tillits til tilfinninga. En það hlýtur alltaf að koma að skuldadögum. Nú, eftir á að hyggja, getur maður furðað sig á því hversu lengi blaðið gat haldið áfram á þessari braut. Vissulega hættu margir að lesa það og það varð aldrei það útbreidda dag- blað sem það átti að verða. Margir blaðamenn flúðu þaðan, einfaldlega vegna þess að því leið illa í umhverfi þar sem sífellt var verið að finna höggstað á viðmælendum og öðrum sem þar voru til umfjöllunar. Þeir sem neituðu viðtölum og gagnrýndu blaðið opinberlega fengu að gjalda þess í neikvæðum umfjöllunum og rætnum slúðurmolum. Blaðið var með fólk í einelti. Iðrunarleysi ritstjóra Vissulega var margt ágætt að finna í blaðinu, eins og til dæmis menningar- umfjöllun Páls Baldvins Baldvins- sonar sem nú er orðinn einn af rit- stjórumblaðsins. DV sankaði einnig að sér góðum pistlahöfundum. Ég skildi reyndar aldrei hvað allt það hæfileikafólk var að gera þarna innan um allar sorafréttirnar. Ég er aðtalaumpistlahöfundasemþykjast vera þjóðfélagslega meðvitaðir, með góða samvisku og hjartað á réttum stað. Ég hefði talið að langt bil væri milli hugmyndaheims þeirra og ritstjórnarstefnu DV. Kannski hugs- uðu pistlahöfundarnir með sér að þeim kæmi ritstjórnarstefnan ekk- ert við. Þeirra væri að skrifa og taka við laununum um mánaðarmótin. Iðrunarleysi fyrrum ristjóra DV er æpandi. Af viðbrögðum þeirra Kolbrún Bergþórsdóttir fyrstu dagana varð ekki ráðið að þeir teldu sig hafa gert neitt rangt og ekki varð annað séð en að þeir ætl- uðu sér að halda áfram á sömu braut. Þar til þeim varð ljóst að það væri ekki hægt. Þá ákváðu þeir að hætta. Ég efast ekki um að þeim hafi liðið illa vegna málsins, þótt ekki hafi þeir viljað viðurkenna það. Kannski fundu þeir fyrir votti af þeirri van- líðan sem fórnarlömb þeirra fundu fyrir. Það sem menn gera öðrum kemur svo oft aftan að þeim. En það er engin ástæða til að grýta Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason og róa að því öllum árum að hafa af þeim æruna. Þeir kunna margt á sínu sviði en í ritstjórnarstefnu sinni gerðu þeir skelfileg mistök og hafa nú axlað ábyrgð með afsögn. Veist að blaðamönnum DV Ég er ekki alveg ókunnug ritstjórn DV og veit að tölvupóstur hefur dunið á blaðamönnum þar sem þeim eru ekki vandaðar kveðjurnar og margt sem þar stendur er þess eðlis og svo viðbjóðslegt að enn einu sinni verður manni ljóst hversu hættuleg múgsefjun getur verið því í henni er svo lítið rými fyrir skiln- ing og fyrirgefningu. Vissulega hefur fréttamennska DV einkennst af mannfyrirlitningu en það er ekki vegna þess að blaðamenn blaðsins séu sorpeintök af mannkyninu. Menn völdu sér ranga braut í frétta- flutningi, sennilega af því þeir ætl- uðu sér að selja dagblað og var nokk sama hvað þeir þyrftu að gera til að ná árangri. Slík stefna hlaut fyrr eða síðar að leiða til hörmungaratburða en það lýsir lágkúru að ætla að hefna sín á blaðamönnum DV, sem ég veit að flestir taka þessa atburði nærri sér. Fjölmiðlamenn og almenningur geta margt lært af atburðum síðustu daga. Ekki síst að nærgætni ber að sýna í umfjöllun um viðkvæm mál. Það er ekki hlutverk fjölmiðla að taka fólk af lífi. Fátt er skelfilegra en dómstóll götunnar þar sem frum- skógarlögmálið ræður ríkjum. Ég trúi því ekki að nokkur kæri sig í alvöru um að lifa í slíku þjóðfélagi. Það er hlutverk fjölmiðla að koma í veg fyrir að slíkt ástand myndist en ekki ala á því. Höfundur er blaðamaður Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Igær fór DV svo langt yfir strikið að ómögu- legt er að afsaka það. ... Það er að breyta rétt að skrifa ekkl meira fyrir blaðið (this.is/dr.gunni/gerast). Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur tónlistarmaðurinn Dr. Gunni, ákveðið að hætta pistlaskrifum fyrir DV. Hann lýsti þessu yfir á vefsvæði sínu skömmu eftir að málið kom upp. Degi síðar birti hann annan pistil þar sem hann lýsti viðbrögðum Mikaels Torfasonar, fyrrverandi ritstjóra DV, við ákvörðun sinni. Svo virðist sem kastast hafi f kekki milli hinna gömlu starfsfélaga og sakaði Mikael Gunnar m.a. um að vera popúlisti. Dr. Gunni virðist hafa fengið einhverja bakþanka vegna bloggskrifanna því stuttu sfðar hafði hann fjarlægt ummælin um samskipti hans og Mikaels af síðunni. Dr. Gunni eimasfðan riki- ein af þeim vinsælli hér á landi en þar er hægt jrMJWtL að finna ýmsar upplýs- ingar um fjármál hins opinbera. Svona rétt til að Iffga örlítið upp á síðuna er boðið upp á .skemmtilegan" spurningaleik þar sem gestum gefst tækifæri til að sýna fram á þekkingu sína f málaflokknum. Þar kemur óvænt (Ijós að starfsmenn hins opinbera eru ekki algerlega án húmors því (spurningu um hvað skattar á áfengi og tóbak eru kallaðir er einn svarmögu- leikinn „Okur". Til að kóróna „djókið" er gefið rétt fyrir ef svarað er á þennan hátt. Eitt hlutverk Alþýðu- sambands íslands snýr að verðlagseft- irliti, og eru þar á bæ reglu- lega gerðar vfðtækar verð- kannanir. Þegar tilkynningar um niðurstöður kannana eru hinsvegar gerðar opinberar bregður svo við að þær eru ávalt sendar út á kvöldin, oftast um klukkan níu. Draga mætti þá ályktun að um hálfgerð myrkraverk væri að ræða. Bent hefur verið á að með tímasetn- ingunni sé komið f veg fyrir að fréttir birtist ( kvöldfréttatímum Ijósvakamiðla viðkomandi kvöld, en hins vegar tryggir þetta Morgunblað- inu frábæra aðstöðu til að vera fyrst með frétt- ina. Þetta samstarf hlýtur að vekja spurningar um hverjum er verið að þjóna og vill klippari leggja það til að sambandið góða verði hér eftir kallað Alþýðusamband Morgunblaðsins. -

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.