blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 15
blaðið LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 ÁLIT I 15 Snúningsstóll leður. 54.200 Mfe.: 43.920 * Uppsagnir með ofbeldi EaSSBSŒH Leigubílsstjóri í Reykjavík hafði samband og vildi koma fram ábend- ingum til ökumanna. Hann sagðist sífellt vera á ferðinni og að honum blöskraði til að mynda iðulega hversu margir færu af stað á van- búnum bílum þegar færð væri erfið. Slíkt skapaði augljósa slysahættu eins og komið hefði í ljós í dag [gær]. Á slíkum dögum væri lögreglan allt of upptekin við að aðstoða þá sem hefðu lent í vandræðum til að stoppa þá sem væru sjálfum sér og öðrum hættulegir á þennan hátt. Við búum jú í landi sem heitir ís- land og ökumenn verða að haga sér, og búa bíla sína í samræmi við það. Hann vildi ennfremur koma á framfæri því mati sínu að umferð- armenningunni hefði farið aftur að undanförnu - hraðinn hefði auk- ist á sama tíma og tillitssemi öku- manna væri á undanhaldi. Noktun á stefnuljósum og almenn kurteisi mætti vera mun meira áberandi þegar keyrt væri um götur okkar fal- legu borgar. Össur Skarphéðinsson Leiðindalenska er þetta að verða að reka menn meðslíku ofbeldi að umleið ogþeim er rétt uppsagn- arbréfið er þeim hent út í bókstaf- legri merkingu. Látnir ganga frá skrifborðinu nánast óhreyfðu. Fá kannski af náð og miskunn að setja draslið sitt í pappakassa undir eftirliti. Varla þeir fái að kveðja starfsfé- lagana. Þetta er ömurleg þróun. Aðfarir af þessu tagi eru hugsanlega nauðsynlegaríundantekningartilvik- um þegar í hlut eiga stjórnendur í at- vinnulífinu sem gætu kannski tekið með sér mikilvæg skjöl í geðshræring- unni sem aðfarir af þessu tagi skapa. Þær eru jafn leiðinlegar fyrir því. En hvernig má það vera að Öryrkja- bandalagið rekur framkvæmda- stjóra sinn til fimm ára með ná- kvæmlega sama hætti? Arnþóri Helgasyni var svo að segja fleygt út á skyrtunni þegar hann var rekinn. Hvað veldur því að Öryrkjabanda- lagið, sem maður hefði nú haldið að værií öðru partýi en stórkapít- alið hagar sér svona? Maður er hálf- sleginn yfir aðförum af þessu tagi. Meira að segja Landspítalinn er farinn að iðka svona vúlgaribus. Mér hnykkti við þegar ég las á dög- unum hvernig Stefán Matthíasson yfirlæknir var látinn hætta. Honum var hent út. Ég trúði þessu ekki upp á Magnús Pétursson og kó. Kynnti mér málið og þaðkom í ljós að þeir á spítalanum eru líka smitaðir af stórforstjóraveirunni og búnir að taka þennan barbarisma upp. Það var nú svo makalaust að í til- viki Stefáns var tölvupósturinn hans meira að segja settur í hendur á öðrum lækni. Mig hryllti við. Er þetta persónuverndin sem spítalinn iðkar? Ef spítalinn ber ekki meiri virðingu fyrir persónuvernd starfs- manna hvaða virðing skyldi þá borin fyrir læknaskránum um okkur? Ég vona að fællinn um mig sé betur verndaður entölvu- póstur læknisins. Þetta er ekkert annað en brot á lögum um per- sónuvernd. Maður trúir varla að opinber stofnun hagi sér svona. Hvað er að verða um þetta samfélag þegar Öryrkjabandalag og háskóla- sjúkrahús haga sér einsog helstu bar- barar óðakapítalismans? Höfundur er alþingismaður Sigríður hafði samband: „Mig langar að koma á framfæri kvörtun til verslunareigenda hér á landi. Ég hafði sparað við mig í innkaupunum fyrir jólin í því augnamiði að gera reyfarakaup á útsölunum. Þegar ég svo gerði mér ferð til Reykjavíkur brá mér heldur betur í brún. Jú jú, útsölur eru í öllum verslunum, en það sem mér blöskraði er verðlagning sú sem eig- endur tuskubúða ástunda. Snjáðar gallabuxur sem dóttir mín hafði óskað sér voru á 30% afslætti í búð einni. En þar sem verðið á þeim var svo svimandi hátt áður en kom til út- sölunnar, skánar það ekkert að ráði þó afslátturinn komi til. Mér dettur ekki í hug að kaupa gallabuxur á 15 þúsund krónur og þótt 11 þúsund krónur sé heldur skaplegra verð, er það enn allt of mikill peningur til þess að borga fyrir gallabuxur sem varla kosta mikið meira en þúsund kall í framleiðslu í einhverju austan- tjaldslandinu. Mér finnst að verslun- areigendur ættu að sjá sóma sinn í því að stilla álagningunni á fötin sem þeir selja í hóf. Verðlagning sú sem ég varð vör við í þessari bæj- arferð minni er gjörsamlega út úr kortinu." ' Sófasett leður 3+2+1 233.000 191.200 i DÍ Ö a r ■ t H Ú S G 0 G N BÆJARLIND 6 201 KÓPAVOGI SÍMI 554 6300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.