blaðið - 14.01.2006, Page 24

blaðið - 14.01.2006, Page 24
24 I TILVERAN LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaöiö mm Aukin virðing DV manna... Landsmenn hafa væntanlega ekki farið varhluta af umræðum síðustu daga tengdum meintum mannorðsmorðum DV. Náði umræðan svo eflaust hámarki sínu þegar maður tók sitt eigið líf eftir alvarleg ummæli í áðurnefndum snepli og líkast til var botninum í fjölmiðlum þarna náð. Grimmdarleg forsíða leit dagsins ljós og úr varð þessi harmleikur sem lætur fáan íslend- inginn ósnortinn. Auðvitað er ekki hægt að draga DV algerlega til ábyrgðar fyrir mannsföll af þessum toga en það má óneitanlega til sanns vegar færa að DV hafi, í það minnsta, ekki gert umræddum manni auðveldara að lifa í okkar samfélagi. Hvort hann hafi verið sekur eða saklaus skal ósagt látið, en hafa ber í huga að í stjórnarskrá lýðveldis íslands segir orðrétt: „Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem refsiverð er samkvæmt lögum.” Þetta virti DV að vettugi, tók sér í hendur dómsvald ríkisins og dæmdi mann án fullnægj- andi stoða. Hins vegar vona ég að ritstjórar blaðsins séu búnir að öðlast fyrirgefningu og aukna virðingu flestra fyrir að segja upp störfum sínum. Ég gat reyndar ekki annað en glott þegar ég sá Jónas Kristjánsson standa fyrir svörum í Kastljósi á dög- unum. Jónas talaði þarna um stefnu DV og sagði hana vera þá að sýna fólki fram á sannleikann. Þarna skakklappaði hann nú eitthvað greyið, en eins og flestir vita hafa þeir ósjaldan borið ljúgvitni og farið hamförum í eltingarleik við Gróu á leiti. Einnig fannst mér grátbroslegt að hlusta á Jónas tala um þær siðareglur sem þeir höfðu í frammi, en hann vill meina að margar þeirra séu sóttar út fyrir landssteinana. En bíddu, Jónas minn!, Þurft- irðu að fara alla leið til Sómalíu til að finna þínar siðareglur? Eða er orðið siðaregla ekki í þinni orðabók? Ég vil taka það fram að eflaust er Jónas (ásamt hans mönnum) besta skinn inn við beinið og með mannúð einhverja. Ég er viss um að þeir búi allir yfir góðmennsku (þó svo að ég gangi nú ekki það langt að kalla þá jesúbörn) og af gefnu tilefni vil ég lýsa yfir ánægju minni með uppsögn tvíeykisins í gær. Þarna sýna þeir sóma sinn með því að segja upp og undirstrika þannig að þeir sjái að sér. Það er ekki annað hægt en að taka að ofan fyrir þeim, en þetta skref þeirra mun væntanlega hafa áhrif á umfjöllun allra fjölmiðla hvað varðar einstaklinga á komandi árum. Að lokum vil ég benda á þann stjórnarskrár- bundna rétt okkar til að fá úrlausn mála innan óvilhallra dómstóla. Það þarf engan > kjarneðlisfræðing til þess að gera sér grein fyrir því að frakkir og óforskammaðir fjölmiðlar falla ekki þar undir - jafnvel þótt þeir telji sig hafa umboð til þess... Það er því von mín að fyrrum stefna DV verði engum öðrum fjölmiðli til eft- irbreytni og allir munu þeir héðan í frá halda sig á jörðinni í skrifum sínum um landsmenn. Halldóra Þorsteinsdóttir HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Ertu geíandi eða þiggjandi? Flestir þekkja málsháttinn: „Sælla er að gefa en þiggja” og ófáir hafa tileinkað sér þennan þankagang í lífínu. Eflaust á þessi setning vel rétt á sér og allir ættu að lifa eftir þeim viðmiðum sem hún setur fram. Hins vegar má ekki gleyma því að þegar talað er um að gefa eða þiggja er ekki einvörðungu átt við veraldlega hluti eins og gjafir eða peninga. Hér er ekki síður átt við þann góða eiginleika að vera góður hlustandi, góður vinur og það að geta hjálpað þeim sem minna mega sín. Þreyttu persónuleikaprófíð hér fyrir neðan og þú getur komist að raun um hvort þú hallar meira að gefandanum eða þiggjandanum. IVinur eða vinkona kemur hálf- grátandi til þín og biður um huggun. Hvernig bregstu við þegar viðkomandi fer að segja þér frá því sem bjátar á? a) Ég hreinilega hef ekki þolinmæði í eitthvað væl í vinum og vanda- mönnum. Hver og einn verður bara að eiga sín vandamál við sig og halda þeim fjarri mér. b) Að sjálfsögðu reyni ég eftir fremsta megni að hjálpa viðkomandi og styðja í gegnum erfiðleikana. c) Maður reynir að aðstoða á ein- hvern hátt, en hins vegar tel ég mig engan sálfræðing og get ekki leikið hlutverkhans. 2Líður þér vel þegar þú lætur gott af þér leiða? a) Já.þaðereinbestatilfinning sem ég upplifi. Að geta hjálpað öðrum á ögurstundu skiptir mig miklu mál og ég upplifi milda vellíðan samfara því. b) Auðvitaðlíðurmannivelmeðþað. Hins vegar er ég ekkert að gera það fyrir mig og reyni að skipta mér ekki of mikið af. c) Þetta er nú bara eintóm þvæla, þetta með að láta gott af sér leiða. Við lifum öll fyrir okkur sjálf og sækjumst eftir aukinni velferð okkar - ekki annarra. 3Hvort fínnst þér skemmti- legra að gefa einhverjum eitt- hvað eða þiggja frá öðrum, hvort sem um ræðir gjafir eða aðstoð? a) Mun skemmtilegra að gefa eitthvað. b) Égernúmeirafyriraðfáeitthvað gefið sjálf/ur... c) Hvorugt stendur sérstaklega uppúr. 6Hvað af eftirfarandi lýsir þér best? a) Þú ert fremur sjálfselsk/ur og hugsar fyrst og fremst um eigin hag. b) Þúertekkisjálfselskurenviltauð- vitað fá þínu fram... c) Þú ert síður en svo sjálfelskur og lætur þig aðra varða öllum stundum. 7Ertu hógvær? a) Já, ég er mjög hógvær - get ekki sagt annað. b) Nei - hógvær? Kemur ekki til greina! Ekkert bull hér... c) Eflaust eilítið, en ekkert sem dregur úr mér kjark. 8Nýtirðu þess að gefa öðrum, jafnvel þótt þú fáir ekkert í staðinn? a) Jújú, svosem alveg. b) Nei, ég fæ ekkert sérstaklega mikið út úr því að gefa fólki sem aldrei gefur mér. c) Já, ég nýt þess og það gefur mér eflaust meira sjálfri/sjálfum en þeim sem ég er að gefa. Reiknaðu út stigin: i. a)1 stig b) 4 stig c) 2 stig 2. a)4stig b) 2 stig c) 1 stig 3. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig 4. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig 5. a)1 stig b) 2 stig c) 4 stig 6. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 7. a) 4 stig b) 1 stig c)2 stig 8. a) 2 stig b) 1 stig c) 4 stig 0-8 stig: Þú kýst heldur aö þiggja en gefa og setur sjálfa/n þig iðulega í fyrsta sæti. Sumir eru einfaldlega svona, en hins vegar máttu leggja þitt af mörkum til þess að breyta þessu. Þér líður eflaust betur ef þú leyfir öðrum að spila stærri sess hjá þér... 9-20 stig: Þú ert væntanlega eins og flestir eru. Átt jafnvel auðvelt með að gefa. en hins vegar gerirðu ekki mikið af því ef þú færð ekkert tilbaka. Það er svosem eðlilegt útaf fyrir sig, en þú mættir hugsa út í það stundum að það þarf ekki alltaf að gjalda til baka eða hugsa að allt þurfi að vera slétt og fellt hvað þetta varðar. Stundum gefum við án þess að ætlast til ein- hvers til baka... 21-32 stig: Glæsilegtl Þú setur sjálfa/n þig síður en svo í fyrsta sæti og lætur þig aðra varða hvar sem þú kemur. Þér líður betur ef öðrum Ifður vel og vilt leggja þitt af mörkum til þess að svo geti orðið. Þegar kemur að pen- ingum ertu heldur ekki sjálfselskur, heldur horfirðu á þá sem veraidlega hluti sem ekki skipta öllu. 4Finnst þér þú vera að eðlisfari? a) Nei, síður en svo. Ég gef sem oftast þegar ég fæ tækifæri til þess. b) Ég get ekki sagt að nískan hrjái mig, en ég er ekkert fyrir að spreða í einhvern óþarfa. c) Það er skynsamlegt að vera nískur og það er leiðin að ríkidæmi. Ég reyni að hafa það að leiðarljósi. 5Þú ert í veislu þar sem boðið er upp á uppáhalds- konfektið þitt. Manneskja mætir þér við konfektkassann þegar þú ætlar að ná þér í mola og einungis einn er eftir. Hvernig bregstu við? a) Ég reyni náttúrulega að hirða molann á undan honum. b) Ég veit það ekki - þetta væri nú ekkert stórmál held ég. c) Að sjálfsögðu beiti ég mér fyrir því að viðkomandi fái molann - annað er dónaskapur.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.