blaðið

Ulloq

blaðið - 14.01.2006, Qupperneq 26

blaðið - 14.01.2006, Qupperneq 26
26 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaöiö Bóksali, rokkari, spjátrungur Óttarr Proppé er afleitur söngvari BlaM/Frikki Flestir þekkja goðsögnina um ofurmennið Súper- mann mæta vel, enda telst hún til sígildra verka nútímans. Þar segir af gleraugna- glámnum Clark Kent, sem starfar við blaðamennsku og er í huga sam- starfsfólks síns og bestu vina hálf- gert „nörd“ og klaufabárður. Það sem fæstir þeirra vita er hinsvegar að Clark þessi lifir tvöföldu lífi, tekur stundum niður gleraugun og bindið og flýgur um loftin blá milli þess sem hann yfirbugar harðvítuga glæpamenn. Draga má margan lær- dóm af sögunni um ofurmanninn frá plánetunni Kryptón, en einn sá helsti er líklega sá að aldrei ætti að dæma fólk eftir útliti, fasi eða fram- komu að óathuguðu máli. Þá lexíu þurfti fulltrúi Blaðsins að rifja upp er hann mætti til viðtals við eina helstu rokk-goðsögn íslendinga; stórsöngvarann Óttarr Proppé, sem rumið hefur undir harkalegum und- irleik sögulegra rokksveita á borð við HAM og Funkstrasse. Röddin hans er gróf og rífandi, sviðsfram- koman óheft og stingandi, en þegar Blaðið hitti á Ottarr á miðvikudag- inn var hann, ja... settlegur. Og urr- aði ekki neitt, heldur bauð kaffibolla og góðan dag. Fundur okkar Óttars fer fram á efstu hæð bókabúðar Máls og menn- ingar við Laugarveg, en þar sinnir hann starfi sínu sem dreifingar- stjóri hjá Pennanum. Hann er ein- mitt bóksalalega klæddur þennan daginn, í hvítri skyrtu með rauðleitt bindi og gleraugu. „Bóksali? Já, ætli ég verði ekki að teljast slíkur. Ég var svo heppinn að ráða mig óvart til starfa í bókabúð sumarið eftir menntaskóla, ætlaði bara að vera þar í nokkrar vikur, en er ennþá í bransanum, nú reyndar mest í inn- kaupum og innflutningi á erlendum bókurn," segir Óttarr. Hann er barn- laus, en hefur verið lengi í sambúð með unnustu sinni, Svanborgu Sig- urðardóttur, verslunar- og söngkonu. Óttarr verður hugsi, horfir í gaupnir sér og telur fingur aðspurður hvað hann er gamall. En loks fæst niður- staða, hann er 37 ára, fæddur í nóv- ember ’68. Bóksali/rokkari Þú ertsem sagt í stétt bóksala, en ert líka popptónlistarmaður? Já væntanlega. Það hefur verið mitt áhugamál gegnum tíðina að fást við tónlist og ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að vinna með góðu fólki að verkefnum. í þeim höfum við reyndar ekki litið á okkur sem popptónlistarmenn, heldur höfum við gert það sem við viljum gera og það hefur þróast þannig öðru hverju að fólk vill heyra það sem við erum að gera. Það gerist alltaf af og til og þá verður rokkið fyrirferðarmeira í lífinu en bækurnar. T.d. þegar ég var í hljómsveitinni HAM í kringum 20 ára aldurinn, þá tók rokkið yfir líf okkar og við unnum meira að segja ,prófessjonalt“ að tónlist um skeið. Fyrir rúmum áratug síðan varð svo hlé á opinberri tónlistariðkan minni, ég fékk mig fullsaddann af bransanum og kom lítið nálægt músík í langan tíma eftir það. Var þá að vasast í bíói í staðinn, bæði að búa til kvikmyndir og svo lék ég í nokkrum. Það hefur verið áhugamál hjá mér lengi. I félagi við vin minn Þorgeir Guðmundsson [sem leikur einmitt ásamt Ó ttari í hljómsveitinni Rass] hef ég gert nokkrar heimildar- myndir, nú síðast „Bítlabærinn Keflavík". Svo datt ég eiginlega inn í músíkina aftur, komst að því að það er auðveldara að safna fólki saman til að gera góða músík en að búa til bíómynd. Og ég hef starfað sem bók- sali samhliðaþessu alla tíð.“ Bóksalinn Óttarr Proppé er settlegur fýr og tekur sig vel út með bindi. Uppáhaldsbindishnúturinn hans er afbrigði af tvöföldum Windsor sem hann hannaði á menntaskólaárunum. Álversmenguðu djöflarnir Hvernig hófst aðkoma þín að heill- andi heimi rokktónlistar? „Eiginlega óvart, bara. Við Sigur- jón Kjartansson ætluðum alltaf að verða kvikmyndagerðarmenn. Kom- umst hins vegar hægt og rólega að því þegar við unnum að því sem átti að verða B-myndin Álversmeng- uðu Djöflarnir, „The contaminated devils of aluminum", að það var auðveldara að setjast niður og semja músíkina í myndina en safna vinum saman til þess að leika sígaunaliðið sem átti að vera í myndinni. Hægt og rólega dó kvikmyndin og varð að hljómsveit í staðinn - þetta var upp- haf HAM.“ Óttarr hóf feril sinn í tónlist ekki sem söngvari HAM, heldur hljóm- borðsleikari, en vantaði að eigin sögn allar gáfur á tónlistarsviðinu og skipti því yfir í hljóðnemann. Þú hefur sem sagt alltaf verið áhuga- maður í þinni listsköpun samhliða öðrum störfum. Hafafrœgð ogframi ekkertfreistað? „Nei, ég hef aldrei stefnt á atvinnu- mennsku, hvorki i tónlist né kvik- þannig, eins og ég sagði, að stundum fær fólk áhuga á því sem maður er að gera og þá tekur poppið meira pláss og maður verður bóksali/popp- ari. Mér finnst talsvert frelsi fólgið í því að þurfa ekki að gera þessi áhugamál mín að aðalatvinnu, þá hefur maður meira frelsi í hvað maður gerir, þarf ekki að hugsa um plötusölu eða hvort maður er bókaður á næsta ball; ég hugsa að þetta sé orsök þess að ég hef enst svona lengi í þessu og tekst að halda áhuga. Svo fara bækur og hart rokk líka vel saman og bæta hvort annað upp, að mörgu leyti. Sumar bækur eru reyndar argasta pönk, en hins vegar er sú iðja að lesa þær og umgangast í *Æ53&** Inniheldur 1% vatnsleysanlegar trefjar Jólabókageðveikin Óttarr syngur um þessar mundir í a.m.k tveimur starfandi hljómsveitum, pönk- sveitinni Rass og hinni illsk- ilgreinanlegu Dr. Spock. Báðar sveitirnar gáfu út plötur fyrir jólin - sem að sjálfsögðu þurfti að fylgja eftir með spilamennsku - en einnig kom Óttarr að jóla- bókaflóðinu í starfi sínu hjá Penn- anum. Því er eðlilegt að spyrja hvort hann hafi nokkuð sofið á aðvent- unni? „Það varnúrakintil- viljun að plötur komu með báðum sveitum á siðasta ári -okkur var nánast att út í það. Þetta eru mjög ólíkverkefni, Dr. Spocker alvar- Kameljónið Óttarr á sviðí í Laugardalshöll fyrir réttri viku. Frá vinstri: með Rassi, með Dr. Spock og með hinni goðsagnakenndu HAM. myndagerð. Þetta eru mín áhuga- mál og ég sinni þeim - af áhuga - samhliða öðrum störfum og hugð- arefnum. Svo er poppbransinn eðli sínu róleg, hljóðlát og yfirveguð, á meðan tónlistariðkun er mjög hvat- vísleg og föst í núinu. Þar stjórna tilviljanirnar. Mér líður mjög vel á báðum vígstöðvum og er viss um að ég fengi leið á öðru hvoru ef ekki væri fyrir hitt.“ leg hljómsveit og meðlimir hennar eru flestir atvinnumenn í tónlist, á meðan Rass er eiginlega alveg í hina áttina og átti aldrei að vera annað en

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.