blaðið - 14.01.2006, Side 36

blaðið - 14.01.2006, Side 36
36 I ÝMISLEGT LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaðið Hœttur að reykja eftir 25 ár ogþrjá pakka á dag Reykingar haía ekkert með vana að gera Valgeir Skagfjörð leikari var stór reykingamaður og hafði reykt í 25 ár, allt upp í þrjá pakka á dag. í dag hefur hann ekki reykt í tíu ár en sú ganga var ekki alltaf þrautalaus. Hann hætti fyrst i heilt ár en féll í freistni einn afdrifaríkan dag. Valgeir samdi bókin: „Fyrst ég gat hætt getur þú það líka“, þar sem hann flettir ofan af blekkingum, hugsana- villum og eitrinu sem umlykur tóbakið. Bókin er sögð ein- staklega áhrifarík og þrælvirka. svo hafi ekki verið. „Af hverju ætti að vera erfitt að gera eitthvað gott fyrir sjálfan sig og taka við þessum gjöfum sem maður fær? Allir reyk- Valgeir segir að honum líði miklu betur eftir að hann hætti að reykja. „Ég get alveg fullyrt að ég er betur á mig kom- inn núna, að verða fimmtugur, heldur en ég var fertugur. Það er náttúrlega bara út af reykingunum. Ég er ekki í líkamsrækt á hverjum degi eða borða heilsufæði. Eg lifi bara venju- legu lífi eins og hver annar og geri allt eins og ég gerði áður en ég hætti að reykja. Þetta er farið og maður er bara alít í einu frjáls og hefur tíma, einbeitingu og orku til að gera það sem manni langar til að gera og njóta lífsins.“ Reykingarnar helsti óvinurinn Aðspurður að því hvort það hafi ekki verið erfitt að hætta segir Valgeir að prótein Fáar hitaeiningar inga- menn líta á að það sé fórn að hætta að reykja, að þeir séu að láta eitthvað frá sér og jafnvel kveðja sinn besta vin. 1 stað þess að hugsa þetta öfugt, því þetta er náttúrlega bara helsti óvinur manns og í staðinn fyrir að vera að sjá eftir einhverju þá tek- urðu við þessum gjöfum sem þú færð, þetta nýja frelsi. Það er regin- munurinn á hugarfarinu hjá mér í þessitvöskipti,“segirValgeirogbætir við að það sé svo ótrúlega margt sem lagaðist og gekk til baka þegar hann hætti. „Maður fer að anda dýpra, sofa betur, þrekið verður betra, súr- efnismettunin er betri og svo fram- vegis. Reykingarnar ráðast á allt í líkamanum, ekki bara lungun, heldur allan líkamann. Maður er undirlagður, æðakerfið, stoðkerfið og allt annað. Að hætta að reykja er það besta sem ég hef nokkurn tím- ann gert fyrir sjálfan mig. Þannig er það með reykinga- menn sem ná að skilja þetta, þeir finna þetta frelsi og þeir njóta þess. Það er ekkert verið að væla og sýta það að geta ekki reykt við ein- hver ákveðin tækifæri. Maður er að hitta reyk- ingamenn sem hafa verið hættir í ár og áratugi og segja síðan blákalt við mann að þá langi alltaf í sígarettur. Þetta er svo mikill óþarfi því það er verið að viðhalda einhverjum ranghugmyndum." Allt í höfðinu á reykingamanninum Margir reykingamenn tala um að þeim finnist erfitt að hætta að reykja vegna vanans, þeir séu vanir því að reykja alltaf eftir mat, svefn Valgeir Skagfjörð: „Reykingar hafa ekkert með vana að gera." og svo framvegis. Valgeir segir að það sé einungis í höfðinu á reykinga- manninum og vaninn komi málinu ekkert við. „Reykingar hafa ekk- ert með vana að gera. Það vantar í rauninni ekki neitt þegar maður er laus við þetta. Ef þú hugsar rökrétt um vanann þá sérðu að reykingar eru ekki vani. Það var keyrt vinstra megin á Islandi fram til 1968 þegar hægri umferð var tekin upp. Það færðu sig allir á hægri vegarhelm- ing og það var ekkert mál. Samt var fólkið búið að keyra í vinstri umferð árum og áratugum saman. Svo þurfti allt i einu að skipta um og það var ekkert mál. Þannig skilgreini ég annars vegar vana og hins vegar fíkn. Fíknin kallar á meira níkótín. Svo eru það þessar aðstæður sem reykingamaðurinn skapar sjálfum sér, þessar huglægu og sálrænu aðstæður sem hann er búinn að búa til. Hann er búinn að búa til sálfræði- legar tengingar sem segja honum að við þessar aðstæður eigi að reykja. Það eru þessar aðstæður sem skapa fyrst og fremst ákveðna tilfinningu og þessar tilfinningar tengjast oft kvíða, spennu og ótta. Það er þetta sem gerist. Þetta er allt í höfðinu á reykingamanninum,“ segir Valgeir ákveðinn. svanhvit@bladid.net Breyttir mannasiðir Ertþú Flest okkar lærðu einhverja mannasiði þegar við ólumst upp. Ekki tala með fullan munninn, ekki hringja í annarra manna hús um kvöldmatarleytið, sýnið öðrum virðingu og svo framvegis. En í dag eru aðrir tímar sem við mörg hver kunnum lítið á. Með farsímum, notkun tölvupósta, breyttri kynhegðun og ýmsu öðru hefur ansi margt breyst og að sama skapi virðast almennir mannasiðir vera hverfandi. dóni? Áframsendið tölvupóst með varúð Fæst okkar hafa tíma né áhuga á að lesa áframsendan tölvupóst. Auk þess er ekki mjög líklegt að einhver hafi sett sprautunál með HlV-veir- unni á bekk í Kringlunni eða að einhver maður út í heimi ætli að borga okkur stórfé fyrir það eitt að áframsenda tölvupóstinn hans. Hvað þá að það sem þú óskar þér heit- ast muni gerast, en bara ef þú sendir tiltekinn póst til tíu vina þinna. Ef svo ólíklega vildi til að þetta væri satt, heldurðu að þú myndir ekki heyra um það í fréttum fyrst? Hættu að monta þig Ef þú setur stöðugt allan póstlistann þinn í To dálkinn á tölvupóstinum þá er eins að þú sért að monta þig af því hve marga þú þekkir. Eða kannski enn frekar hverja þú þekkir. Ef þú þarft að senda einn tölvupóst til allra vertu þá hógvær og settu það í Bcc. Enda er ekki víst að þessir aðilar vilji að hver sem er viti tölvu- póstfang sitt. Óþarfa uppiýsingar Það er í rauninni munur á reply og reply all. Ef þú hefur ekki eitthvað að segja sem kemur hverjum og einum á listanum við þá skaltu nota reply í stað reply all. Það getur verið ansi pirrandi að fá stöðuga tölvupósta sem eru í rauninni einungis ætlaðir einum einstaklingi. Slökktu á símanum Þegar farsímarnir komu fyrst á markað þótti ekkert skrýtið, sama hve pirrandi það var, að fólk gleymdi að slökkva á þeim við ýmis tækifæri. Nú eru ansi mörg ár liðin og enn er fólk að gleyma að slökkva á sím- unum við vandræðalegustu tækifæri, eins og í kvikmyndahúsi, jarðar- för, brúðkaupi og svo framvegis. Þetta er vægast sagt óþolandi, svo ekki sé minnst á dónalegt. Ekki nota farsíma: • I öllum aðstæðum þar sem er fjöldi fólks sem hlustar á tölu (jarðarför, brúðkaup, ræða). Setjið símann í víbra eða slökkvið hreinlega á honum. Enginn er ómissandi. • I tilfinningaríkum samtölum á almannafæri. Trúðu mér, öllum líður óþægilega að hlusta á þig tjá ást þína, óhamingju eða van- sæld í tólið. • Þegar þú ert undir stýri, nema þú sért með þráðlausan búnað. Ef þú neyðist til að svara símanum þá skaltu afsaka þig og fara út úr herberginu, ef mögulegt er. En vertu endilega ströng/strangur á hvaða símtöl flokkast undir neyðartilfelli. Óvænt símtal frá leikskóla barnsins þíns flokkast til dæmis undir neyðar- tilfelli á meðan símtal frá ástvini um hvað skal gera um kvöldið er það ekki. Stjórnsöm brúður Þótt þú sért brúðurin eða brúðgum- inn þá merkir það ekki að þú sért nafli alheimsins. Þú átt ekki að stjórna öllu í fari gesta þinna. Heyrst hefur um brúður sem vildi stjórna því hvað aðrir klæðast, hvaða gjafir hún fengi og svo framvegis. Með því er gengið allt of langt. Samkynhneigðar veislur I nútímasamfélagi er mikið af nýjum veislum og samkomum, eitthvað sem við erum kannski ekki vön. Sýndu virðingu en vertu óhrædd/ur við að mæta. Sem gestur í samkyn- hneigðri veislu, skírn eða þess háttar þá er um að gera að vera kurteis, sýna virðingu og haga þér eðlilega. Sérstaklega þar sem þetta er eðlileg- asti hlutur í heimi, þótt þetta sé jafn- vel nýlunda. Það sama á við þegar þú sækir veislur fólks af öðru þjóðerni eða annarri trú. Allt þetta hold Með lágum gallabuxum hefur skapast glæný tegund af ósæmi- legum klæðaburði. Þekkið takmörk ykkar og takið smá tillit til hverjir munu sjá allt þetta hold. Pirringur í umferðinni Þó að bíll smeygi sér fyrir framan þig og þú verður nokkrum sek- úndum seinni þá er óþarfi að æsa sig upp úr öllu valdi. Það eru allir að flýta sér jafn mikið og þú. Hleyptu persónunni að og haltu áfram að lifa þínu lífi. svanhvit@bladid.net HEILDARLAUSNIR í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrual af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar FjALLABÍI Stál og stansar ehf. Vagnhöfða 7 1lO Reykjavík Sími: 517 5000

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.