blaðið - 14.01.2006, Síða 47

blaðið - 14.01.2006, Síða 47
blaöið LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 ÍPRÓTTIR | 47 Risapottur um helgina I dag laugardag er til mikils að vinna fyrir þá sem eru getspakir í getraununum. Fyrsti vinningur verður um það bil 50-55 milljónir og er þetta fyrsti Risapotturinn á árinu. Sölukerfi Islenskra get- rauna lokar klukkan 14.00 í dag. Úrslit leikja í ensku bikarkeppn- inni síðastliðinn laugardag voru það fyrirsjáanleg að mestu leiti að vinningar fyrir 10 leiki rétta náðu ekki lágmarksuppútborgun. Vinningsupphæð fyrir 10 rétt er 26 milljónir og færist því öll upphæðin á 1. vinning f dag þar með er skýr- ingin komin á þessum Risapotti sem er í dag hjá íslensku getraunum. Borgarsiagur íManchester Það verður svo sannarlega mikill slagur í dag klukkan 12.45 þegar Manchester-liðin City og United mætast á City of Machester-leik- vanginum. City-menn verða með nýja leikmanninn sinn Albert Ri- era í leikmannahópnum en Claudio Reyna og Danny Mills verða ekki með vegna meiðsla. Ben Thatcher og David Sommeil eru í leikbanni þannig að það er þó nokkuð um for- föll hjá Stuart Pearce framkvæmda- stjóra Manchester City. Paul Scholes verður ekki með United eftir höfuðhöggið sem hann fékk f leiknum gegn Birmingham 28.desember síðastliðinn. Nýju leikmennirnir, Nemanja Vidic og Patrice Evra eru báðir í leikmanna- hópnum og fastlega er reiknað með að þeir fái tækifæri í leiknum, að minnsta kosti annar þeirra. Ruud van Nistelrooy verður í framlínunni ásamt Wayne Rooney en þeir hafa skorað 25 af 40 mörkum United í deildinni. Louis Saha verður á vara- mannabekknum. Leikinn dæmir Mark nokkur Halsey eða Headlines Halsey eins og hann hefur stundum verið kallaður. City hefur aðeins hlotið eitt stig af sfðustu 12 mögulegum og hefur ekki skorað mark f 272 mínútur f úrvalsdeildinni. Liðin hafa mæst 18 sinnum í úr- valsdeildinni og þar hefur United unnið 10 leiki, City 2 og 5 hefur lokið með jafntefli. Þegar liðin áttust við í fyrra á heimavelli City vann United 0-2 og þar skoraði Wayne Rooney fyrra mark Manchester United. Framtíð Souness hangir á bláþræði Newcastle mætir Heiðari Helgu- syni og félögum í Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Breskir fjöl- miðlungar hafa verið að velta sér upp úr því hvort og þá hvenær Gre- ame Souness verði rekinn úr stöðu framkvæmdastjóra hjá Newcastle. Margur er á því að ef Newcastle tapi í dag þá verði Souness rekinn. Það gæti þó kostað félagið skilding- inn. Samkvæmt fréttum er talið að félagið verði að borga Souness 540 milljónir íslenskra króna ef hann verði rekinn. Félagið er talið skulda um 90 milljónir sterlingspunda sem er jafnvirði um 9.700 milljóna fslenskra króna. Völlur félagsins, St.James’s Park er metinn á um 10 milljarða íslenskra króna. Newcastle er með næstbestu að- sóknina á enska boltanum eða um 50.000 áhorfendur að meðaltali á leik. Félagið þarf nauðsynlega að komast f Evrópukeppnina á næstu leiktíð en fátt bendir til að það verði þar sem Newcastle er um miðja ensku úrvalsdeildina. Tvær fjölsyldur eiga 64 % í fé- laginu, Douglas Hall-fjölskyldan og Freddie Shepherd-fjölskyldan og sögusagnir frá Bretlandi segja að Newcastle United sé falt en verðmiðinn yrði að vera nálægt skuldum. Spurningin er aðeins þessi. Hver á 10 milljarða til kaupa á Newcastle? Enn einn rússneski ol- íukongurinn? Hví ekki? Eitt er víst að fáir aðrir hafa slíka fjármuni í handraðanum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.