blaðið - 14.01.2006, Síða 54

blaðið - 14.01.2006, Síða 54
541FÓLK LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaöiö borgarinn SORGLEGUR HÓPUR Smáborgarinn er vanafastur maður með eindæmum. Meðan hann bjó í sveitinni hafði hann til að mynda aldrei inn í aðra verslun komið en Kaupfélagið, enda trúði hann því af staðfestu að þær vörur sem ekki fengust í þeirri frábæru búð þyrftu menn ekki á að halda. Þegar smáborgarinn flutti síðan á mölina fyrir um áratug lenti hann í tals- verðum vanda. Hann ráfaði um meðal ókunnugra vörurekka og vissi ekki hvar Bragakaffi, frosin ýsa eða aðrar nauð- synjar væri að finna. Hann tók því þá ákvörðun að velja sér eina verslun og halda sig við hana. Öll innkaup fara nú fram í þeirri búð og smáborgarinn unir sáttur við sitt. Hins vegar gerðist það á dögunum að vegna vörutalningar var þessi ágæta búð lokuð þegar smáborg- arinn kom að henni eftir vinnu. Þarsem ekki var að finna ætan bita heima við voru nú góð ráð dýr. Smáborgarinn hélt á rúntinn og fann að lokum verslun sem honum leist ekki mjög illa á. Hann hélt inn í búðina og fann fljótlega fyrir sömu tilfinninugu og hann hafði upp- lifað um áratug áður - tilfinningu van- máttar og vanþekkingar þar sem hann ráfaði um búðina í leit að einhverju til að seðja sárasta hungrið um kvöldið. Eftir nokkra stund var smáborgarinn kominn með nokkra hluti í körfu og stóð í biðröð við kassa. Þá tók hann eftir langri biðröð við það sem leit út fyrir að vera nokkurs konar mötuneyti. Þar stóð hópur karlmanna í langri röð og beið eftir því að tveggja metra hár náungi f hvítum kokkaklæðnaði skammtaði þeim mat í brúna plast- bakka. Mennirnir í röðinni voru ákaf- lega einsleitir. Flestir voru þeir mið- aldra, þreytulegir og smáborgarinn var nokkuð viss um að þeir kæmu þarna við eftir langan vinnudag. Hann ákvað líka að næsta skref þeirra væri að fara heim í tóma íbúðina sína, „gúffa" í sig matnum fyrir framan sjónvarpið þar sem þeir annað hvort sofnuðu fljótlega eða sætu og horfðu þar til þeir flyttu sig inn í svefnherbergi og svæfu til morgun. Þá tæki við annar dagur af vinnu, mötuneyti og sjónvarpsglápi. Um leið og smáborgarinn hélt heim á leið við þar sem kötturinn beið, með 1944 rétt og Pepsi dollu í poka, gat hann ekki annað en vorkennt þessum mönnum og þakkað guði fyrir að þetta væru ekki hans örlög. HVAÐ FINNST ÞÉR? Egill Helgason, þáttastjórnandi. Hvað finnst þér um stöðu mála hjá DV? „Mér líst að mörgu leyti ágætlega á ritstjórana nýju, en mér finnst þeir hins vegar skrítið par. Annar frekar til vinstri og hinn mjög til hægri. Björgvin er í stjórn Blaðamannafélagsins á meðan Páll Baldvin er svona menningarblaðamaður sem lítur svolítið stórt á sig. Af þessu vali er engin leið að ráða hvert þeir ætla að fara með blaðið. Ég velti einnig fyrir mér hve vel þessir menn munu láta að stjórn, því það verður að segjast eins og er að DV hefur verið í einskonar varðhunds hlutverki fyrir eigendur sína. Svo finnst mér nú stjórnin og forstjóri fyrirtækisins aðeins of dugleg við að fría sig ábyrgð á þessu blaði sem þeir hafa nú haldið úti í tvö ár. Ég hefði viljað sjá þá taka á sig einhverja ábyrgð á því sem þarna hefur verið að gerast síðastliðin ár.“ Páll Baldvin Baldvinsson og Björgvin Guðmundsson voru i gær ráðnir ritstjórar DV í kjölfar þess að fyrrum ritstjórar sögðuafsér. Paris í London Skipuleggjandi Brit Awards-bresku tónlistarverðlaunanna er að reyna að fá fyrirsætuna/raunveruleikasjónvarps- stjörnuna/kaupsýslukonuna/leikkonuna/hönnuðinn og poppstjörnuna Paris Hilton til að kynna verðlaunin þann 15. febrúar þegar afhendingin fer fram. Dagblaðið The Sun segir frá: „Paris Hilton er sú ameríska stjarna sem er nógu ögrandi til að koma sér oft í klandur, og því verður gaman að sjá hvort á hana verður baulað af tónlistarmönnunum í salnum, eða hvort þau hafa gaman að henni. Hvað sem gerist mun þetta alla vega ekki verða leiðinlegt.“ Vonum að Paris komist til London, því stúlkan er stuðbolti. ( Kate kemur heim Kate Beckinsale er að yfirgefa Hollywood til að koma aftur heim til London og stofna heimili með manni og dóttur. „Ég er nýbúin að festa kaup á húsi í Notting Hill,“ sagði hún í viðtali við tímaritið Tatler. „Það verður ljúft að koma aftur og gera eitthvað skemmtilegt. Mér finnst eins og ég hafi verið niðri í kanínuholu í langan tíma, þar sem ég var að einbeita mér að móð- urhlutverkinu, og nú kíki ég loks upp úr henni.“ Beckinsale flutti til Los Angeles fyrir fjórum árum, með kærastanum og barnsföður Michael Sheen. Parið hætti saman og í maí 2004 giftist hún Len Wiseman, 28 ára, sem leik- stýrði henni í myndunum Underworld og Underworld: Evolution. Lindsay neitar átröskun Það er smá misskilningur sem ríkir milli Lindsay Lohan og tíma- ritsins Vanity Fair. Eftir nýlegt viðtal við Lindsay sagði tímarit- ið að hin unga leikkona hefði fiktað við eiturlyf og hefði átt við átraskanir að stríða undanfarin ár. En Lindsay hefur nú svarað fyrir sig og segist ekkert hafa rætt um meinta átröskun við tíma- ritið. í tilkynningu sem hún sendi frá sér sagði hún: „Það sem ég sagði blaðamanninum hjá Vanity Fair var misnotað og mistúlk- að og ég er eyðilögð yfir því hvernig þeir gerðu þetta. Blaðamað- urinn laug og breytti svörunum mínum, og ég get bara þakkað þann skilning sem ég hef mætt í vinnunni og hjá fjölskyldum og vinum.“ Tengill Lindsay, Leslie Sloane Zelnick, segir að hin 19 ára leikkona þjáist ekki, né hafi hún nokkru sinni þjáðst af átröskun. En Vanity Fair heldur því hins vegar fram að hvert orð Lindsay Lohan sé til á upptöku, og því standi blaðið við skrif sín. heimila og fyrirtækja *,i,klia,ablaðiÖH eftir Jim Unger- Þú ættir aldrei að reyna að gera við rafmagnsrakvélina þína sjálfur. 3-28 by United Media, 2001 O Jim Unger/dist. HEYRST HEFUR... Jóhannes Jónsson í Bónus, Jói sjálfur, lét fjarlægja auglýs- ingaspjöld með forsíðu DV úr Bónusbúðunum, en blaðið er eftir sem áður selt þar á þeirri forsendu að það hljóti að vera neytenda að taka ákvörðun um það hvort þeir kaupi blaðið eður ei. Gott og ttWt vel. En nú hefur ' komið fram í ^ opinberri um- . ■' ræðu að fólk ' ’ ! 'A‘ veigrar sér við að hafa blaðið uppi við þar sem börn eru á heimili eða von er á sómakæru fólki í heimsókn. Væri e.t.v. rétt fyrir þá, sem á annað borð vilja selja DV, að umgangast þann varning eins og tóbak? Hafa blaðið í luktum hirslum þar sem enginn sér til, þar til ein- hver spyr um það? Ennfremur er hægt að velta því fyrir sér hvort láta eigi hliðstæðuna ganga ennþá lengra og banna börnum undir 18 ára aldri að kaupa DV. Iumræðu undanfarinna daga hefur mörgum orðið tíðrætt um ábyrgð eigenda DV, en þar eru vitaskuld Baugsmenn fremstir í flokki. Starsýnna hefur mönnum verið á umtals- verðan hlut Landsbankans í Dagsbrún, útgáfufélagi DV, og spyrja hvað Björgólfarnir eigi upp á dekk með kvartanir sínar yfir blaðinu þegar 17,72% hluta í Dagsbrún eru skráðir á Landsbankann. Bankinn átti á sínum tíma um fimmtung í Íslandssíma og þeg- ar hann lét DV inn í 365 fékk hann líka nokkurn hlut í félag- inu. Þegar grannt er skoðað er hins vegar aðeins um 1% Dags- brúnar í eigu bankans og það í veltubókinni, bréf sem ganga kaupum og sölum dag frá degi. Aðra hluti hefur bankinn losað sig við fyrir all nokkru. Afgangurinn, sem skráður er á bankann, felst í framvirkum samningum, en þar koma helst við sögu málaliðar Baugsveldis- ins á borð við Árna Hauksson, Gunnar Smára Egilsson, Magn- ús Ármann, Pálma Haraldsson í Feng og Sigurð Bollason. Fregnir af því að Björgólfs- feðgar hafi í tvígang boðið í DV til þess að leggja það niður hafa ekki vakið minni athygli, en óneitanlega þykir mörgum sérkennilegt að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi vísað þeim frá sér u m r æ ð u - laust. Hann hefur hing- að til ekki slegið hend- inni gegn beinhörðum bankaseðlum og honum hefði sjálfsagt ekki þótt verra að eiga hönk upp í bakið á Bjöggum. Ekki síður þykir það þó merkilegt vegna vinskapar Björgólfs Guðmundssonar og Jóhannesar Jónssonar í Bónus, en Jói mun hafa viljað taka til- boðinu. Pykir mörgum með ólík- indum að Jón Ásgeir hafi frekar viljað gera ágreining við föður sinn en að láta hnífinn komast milli sín og Gunnars Smára Egilssonar, en sá síðar- nefndi telur DV í núverandi mynd öldungis ómissandi i fjöl- miðlasafni Dagsbrúnar.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.