blaðið - 25.03.2006, Qupperneq 2
2 I IWWLEWDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 bla6iö
blaöió™
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
r/Mistök sem verða leiðrétf'
Tölvuleikur sem bannaður er innan 18 ára aldursfylgirfermingartil-
boðstölvufrá BT. Framkvœmdstóri fyrirtœkisins harmar mistökin.
f auglýsingu sem verslunin BT sendi
frá sér gær er auglýst PC tölva á
fermingartilboði. Með tölvunni
fylgir ókeypis glænýr leikur sem ber
nafnið Guðfaðirinn. Slíkt væri vart
í frásögur færandi ef leikurinn væri
ekki kyrfilega merktur að ekki þyki
rétt að hann sé spilaður af einstak-
lingum undir i8 ára aldri, en börn
fermast eins og kunnugt er vel flest
á 14 aldursári. Framkvæmdastjóri
BT segir að um sé að ræða mistök
sem verða leiðrétt.
Verkfræðinemar brúa bilið
Verkfræðinemar efndu til keppni í brúarsmfði í gær. Hér koma þeir félagar Bjarni Ólafur Stefánsson bg félagi hans Haraldur Hrann-
ar Haraldsson brúnni sinni, sem þeir kalla „Cambridge" fyrir í prófunarstæðinu.
X-F í Kópavogi?
Frjálslyndi flokkurinn heldur í dag
málþing á Hallveigarstöðum við
Túngötu. Umfjöllunarefni þingsins
verða annars vegar málefni aldraðra,
fatlaðra og skattkerfið og hins vegar
sveitarstjórnarmál og kosningar.
Samkvæmt heimildum Blaðsins
er verið að skoða framboðsmál
flokksins víða, til að mynda í næst
stærsta bæjarfélagi landsins, Kópa-
vogi. Framkvæmdastjóri flokksins,
Margrét Sverrisdóttir sagði í sam-
tali við Blaðið að ekkert væri komið
á hreint í þeim efnum. „Við erum
búin að vera að skoða hvernig landið
liggur í Kópavogi og reyndar víðar,
en það er allt óvíst á þessari stundu."
Margrét sagði allt koma til greina
í þessum efnum. „Við förum hins
vegar ekki af stað nema okkur finn-
ist jarðvegurinn vera frjór, ef svo má
segja. Það er oft betur heima setið
en af stað farið í þessum málum.“
Margrét sagði að á málþinginu í dag
yrðu þessi mál vafalaust rædd og
hún sagði ýmislegt vera í deiglunni í
framboðsmálum víða á landinu, án
þess að hægt væri að ræða þau mál
nánar eins og staðan væri í dag.
Tölvukerfi breytt
vegna samkyn-
hneigðra
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að
verja einni og hálfri milljón af sam-
eiginlegu ráðstöfunarfé til að fjár-
magna breytingar á forritum Hag-
stofunnar. Steingrímur Ólafsson,
upplýsingafulltrúi forsætisráðherra
sagði breytingarnar nauðsynlegar
til þess að mögulegt sé að skrá sam-
kynhneigða í sambúð. „Það þarf að
gera breytingar á grunnforritum
Hagstofunnar til þess að hægt verði
að skrá samkynhneigða í sambúð í
þjóðskránni þegar málið gengur í
gegn á Alþingi,“ sagði Steingrímur.
Fá annan leik í staðinn
„Við erum ákafir talsmenn þess
að farið sé eftir þeim reglum sem
settar eru um aldurstakmörk á
tölvuleikjum. Við reynum að benda
kaupendum leikja sem eru háðir
aldurstakmörkunum á merkingar,
og veggspjöld með gildandi reglum
hanga uppi í búðum okkar,“ segir
Bjarni Kristinsson, framkvæmda-
stjóri BT.
„Ég var sjálfur ekki búinn að átta
mig á þessum mistökum, en ég geri
ráð fyrir að þetta sé einfaldlega
ákaflega vinsæll leikur og það hafi
gleymst að skoða aldurstakmark-
anir áður en auglýsingin var birt.“
Bjarni segir ennfremur að leikur-
inn myndi ekki fylgja fermingartil-
Auglýst var að leikur sem bannaður er innan 18 ára fylgdi þessu fermingartilboöi BT.
boðum, en þeir myndu nýta umrætt
tilboð með öðrum leik í staðinn.
Fátt um svör
Blaðið hafði samband við fjölmargar
stofnanir sem hafa með velferð
barna að gera í gær vegna málsins.
Umboðsmaður barna, Ingibjörg
Rafnar, sagði að henni þætti þetta
óheppilegt.
„Verslunin ætti að þekkja þetta
betur en flestir þar sem reglur um
aldurstakmarkanir eru settar í sam-
vinnu við framleiðslu- og dreifingar-
aðila.“ Ingibjörg sagði hinsvegar að
eftirlit með slíku, eða möguleikar til
að taka á svona málum væri ekki í
höndum hennar embættis.
Hjá Barnaverndarstofu feng-
ust svipuð svör, sem og hjá
Neytendastofu.
Hlutabréf KB
banka falla
um 7,5%
Hlutabréf lækkuðu mikið í verði
í Kauphöll íslands í gær og féll
úrvalsvísitalan um rúm 4,4%.
Mest lækkuðu bréf KB-banka
eða um 7,5% í viðskiptum upp á
tæpa þrjá milljarða króna. Bréf í
FL Group lækkuðu líka verulega,
eða um 6,7% og Landsbankinn
lækkaði um 5%. Aðeins eitt fyrir-
tæki jók verðmæti sitt í kauphöll-
inni í gær, en það var Dagsbrún
sem hækkaði um 0,14%.
Krónan tók líka dýfu í gær,
en hún veiktist um 2,25% sam-
kvæmt tölum frá KB-banka. End-
aði gengisvísitalan í 123 stigum
í lok dags eftir að hafa staðið í
120,25 stig um morguninn.
Varnarviðræð-
ur í næstu viku
Viðræður Islendinga og Banda-
ríkjamanna um varnarsam-
starfið fara fram á íslandi
næstkomandi föstudag. Utan-
ríkisráðuneytið skýrði frá þessu
ígær.
Tap hjá Avion
mbl.is | Tap Avion Group nam
9,94 milljónum dala á fyrsta árs-
fjórðungi sámanborið við 21,68
milljón dala tap á sama tímabiii
árið 2005. Námu heildartekjur fé-
lagsins fyrstu þrjá mánuði ársins
321,49 milljónum dala. Handbært
fé til rekstrar fyrir skatta og vexti
nam 76,58 milljónum dala á fjórð-
ungnum samanborið við 10,11
milljónir dala á fyrstu þremur
mánuðum 2005. Rekstur Avion
Group á fyrsta ársfjórðungi var
í takt við væntingar stjórnenda,
samkvæmt fréttatilkynningu.
Blaöiö/Frikki
Bílvelta við
Smáralind
Bíll valt við Smáralind seinni-
partinn í gær. Engin teljandi slys
urðu á fólki en eftir slysið þurfti
slökkviliðið að hreinsa upp olíu
sem lak frá bílnum.
Gæða sængur
02 heilsukoddar.
Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
0HelSsklrt 0Lé«sKýia6 ^Skýjað 0 Alskýiað Rigning, litllsháttar í'// Rignlng ? 5 Súld * Snjókoma
Amsterdam
Barcelona
Berlfn
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrld
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
09
18
04
-01
10
04
-02
02
12
16
18
0
04
09
02
09
0
04
08
17
05
05
it
-3% '■¥
f
-2°
*
-r
**
*
-3”
3
0°
◄m*)
Veðurhorfur i dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt 6 upplýslngum frð Veöurstofu islands
•jj Slydda Sni6él '•
*,
-3°
*
-3£
0
% -6°
Á morgun
-4° * _6°*
-3« ®-9“
-1°