blaðið - 25.03.2006, Síða 14

blaðið - 25.03.2006, Síða 14
l^lpASA Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. KONURNARí SKÓLANUM Undarlegt er það og (jafnvel) með ólíkindum að sátt skuli ríkja um að stórbrenglaðri samfélagsmynd skuli haldið að ungum íslendingum í mikilvægustu mótunarstofnun lýðveldisins. I grunnskólanum á íslandi eru konur í þvílíkum meirihluta að allur þorri nemenda elst upp við að konur sinni kennslu og umönnunarstörfum og karlarnir .. .sennilega einna helst húsvörslu (88% húsvarða í grunn- skólanum á íslandi eru karlar). Einhverju sinni hefði þetta kallast „stað- alímynd" og markviss viðleitni til að viðhalda henni. Og má ekki ljóst vera að hljóð myndi heyrast úr horni ef málum væri öfugt farið og karlar bæru nánast allt starf uppi í grunnskólanum? Líkt og fram kom í frétt Blaðsins á dögunum eru kennarar og stjórn- endur í grunnskólanum nú 4.841 að tölu og eru karlmenn aðeins um 20% þess fjölda eða 959 eintök. Sérstaka athygli vekja upplýsingar í frétt- inni þess efnis að konur séu nú 85% þeirra nema, sem stunda nám á grunnskólabraut K.I. Það verður sumsé ekki greint að breytingar séu í vændum á þessum vettvangi. Öðru nær. Raunar hlýtur að vekja nokkra furðu að konur skuli sækja af slíkum þunga inn í þessa stétt. Þegar horft er til kjara grunnskólakennara og þó einkum þeirrar niðurlægingar, sem þessi mikilvæga stétt hefur sætt í launabaráttu sinni á undanliðnum árum hefði mátt ætla að yngri konur teldu þetta ekki sérlega heillandi starfsvettvang. Nokkrir helstu ráðamenn þjóðarinnar sameinuðust um að gera lítið úr stétt grunnskóla- kennara síðast þegar konurnar, sem hana mynda, lögðu niður störf til að freista þess að knýja fram kjarabætur. Ekki var sú framganga for- ustumanna þjóðarinnar til marks um nútímalega samfélagssýn eða heil- brigða forgangsröðun. Aukinheldur ber að halda því til skila að innan veggja grunnskólans fer ekki einungis fram kennsla og handleiðsla eftir þroskabrautinni. Fjarri því. íslendingar hafa nefnilega, án teljandi umræðu, náð sátt um að best fari á því að þessum opinberu stofnunum verði falið að sjá um uppeldi barna þeirra. Með ólíkindum má telja hvernig margvíslegum félags - og uppeldisvanda hefur bókstaflega verið dembt yfir starfsfólk á grunnskólastigi, án samráðs og umræðu, að sjálfsögðu. Furðu vekur að í allri þeirri umræðu, sem fram fer um menntamál nú um stundir, skuli ekki vera tekið á þeirri brengluðu samfélagsmynd, sem grunnskólanemendur fá á íslandi sökum þess að karlarnir eru að hverfa úr kennarastétt. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Tryggðu þér áskrift að tímaritinu Þjóðmálum Áskrift má panta hjá Andríki á www.andriki.is ^ Þjóðviljinn skynsamleg skrif og skætingur daglega á www.andriki.is 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaóió Framsókn í andarslitrum Islendingar hlæja dátt í hvert sinn sem Pálmi Gestsson birtist á skjánum í gervi stirðbusalegs og hálfstamandi forsætisráðherra. Sennilega hefur Spaugstofan átt meiri þátt í því en flestir aðrir að grafa undan Halldóri Ásgrímssyni. Þjóðin er alltaf andsnúin fólki sem brosir aldrei. Þess vegna lagðist hún aldrei gegn Davíð Oddssyni sama hvað hann gerði af sér af því hann var fyndinn og skemmtilegur. En Spaugstofan er búin að hamra það inn í þjóðina að Halldór kunni ekki að brosa. Þjóðin vill ekki forsætis- ráðherra sem er alltaf eins og hálf- grátandi barn á svipinn. Ástæðan fyrir því að Pálmi Gests- son nær að gera vikulegt stólpagrín að forsætisráðherranum felst í því að þjóðinni finnst svolítið hlægilegt að Halldór Ásgrímsson sé forsætisráð- herra. Henni finnst einhvern veginn ankannalegt að formaður í örflokki, sem er í svipaðri útrýmingarhættu og geirfuglinn á sínum tíma, skuli vera forsætisráðherra. Á tímum út- rásar og auðsældar finnst henni það ríma illa við stórmennskubrjálæðið í sjálfri sér. Þráhyggja Framsóknarflokksins Ég held að Framsóknarflokkurinn sé í andarslitrunum. Þegar þjóðin er búin að fá nóg af stóriðjudraumum þá er eina ráð flokksins að bjóða þjóðinni álver í annan hvern fjörð. Það fer hrollur um þjóðina þegar for- sætisráðherrann kemur þunglyndis- legur á svipinn í sjónvarp á hverjum degi og á sér enga aðra framtíðarsýn en endalausar verksmiðjur. I Alþýðu- flokknum gamla vorum við öll virkj- unarsinnar - en þetta er orðið að þrá- hyggju hjá Framsóknarflokknum. Eg held líka að flokkur sem ýtir pólitískum þungavigtarmanni ein- sog Árna Magnússyni út í þá ógæfu að verða kontóristi í banka sé í háska staddur. Eftir að Samfylkingin breyttist í femíniskan vinstriflokk vonaði ég að Árni yrði formaður í Framsóknarflokknum. Þá hefði ég kannski kosið hann. Ég hefði samt aldrei þorað að segja frá því. Kolbrún Bergþórsdóttir Meira að segja Björn Ingi, vonar- stjarnan mín í flokknum eftir að Árni varð kontóristi, er horfinn inn í svartholið sem umlykur Framsókn- arflokkinn. Kona, sem var hafnað í prófkjöri flokksins í borginni af því hún var slæmur borgarfulltrúi, er komin í herleiðangur gegn foryst- unni til að hefna sín á Birni Inga. Framsóknarflokkurinn leikur allar sínar vonarstjörnur illa. Siv Friðleifsdóttir var á sínum tíma niðurlægð og svipt embætti af því flokksforystunni þótti hún óhóf- lega metnaðargjörn og það þurfti að lækka í henni rostann. Svo var hún dregin upp á dekk á ný og sett I erfið- asta ráðuneytið. Væntanlega í þeirri von að hún lendi í erfiðleikum sem lama hana pólitískt. Endalaust þorrablót Guðni Ágústsson er eini maðurinn sem eftir er í Framsóknarflokknum sem þjóðinni þykir verulega vænt um. íslendingar elska stjórnmála- menn sem eru svolítið skrýtnir og hafa yfirbragð þjóðlegrar sveita- mennsku. Þegar Guðni kemur í fjöl- miðla finnst Islendingum eins og þeir séu staddir á endalausu þorra- blóti. Guðni kemur fólki í gott skap, talar íslensku sem það skilur, og er hæfilega tækifærissinnaður eins og þjóðin öll. En meinið er að formaður Framsóknarflokksin ber greinilega ekki hlýjan hug til Guðna. Vandi Framsóknarflokksins er sá að þar eru ekki lengur efnilegir forystumenn í augsýn. Það er búið að slátra þeim öllum. Næsti þáttur í innanflokksfarsanum hjá Fram- sókn verður að ganga frá Guðna og síðan held ég að flokkurinn deyi. En hvað verður þá um Spaugstofuna? Höfundur er blaðamaður Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Athygli klippara var vakin á grein Jóns Kaldals í Fréttablaðinu í gær. Jón fjallar þar á greinargóðan hátt um þá samstöðu sem virðist hafa myndast á alþingi um að forðast beri með öllum til- tækum ráðum að ræða hvort leita megi nýrra lausna á vanda heil- brigðiskerfisins. Jón segir að reynist rétt sú yfirlýsing Sivjar Friðleifsdóttur að aðeins eigi eftir að „jarða" hugmyndina um að ein- staklingum verði gefinn kostur á að greiða sérstaklega fyrir heilbrigðisþjónstu án þess að það leiði til lakari þjónustu fyrir aðra, lýsi það „illskiljanlegum ótta þingheims við að ganga á hólm við stærsta úrlausnarmál stjórnmálanna með opnum huga." Grein sinni lýkur Jón svo: „Umræðurumheilbrigð- ismál munu lítið þok- ast áfram ef þau eru í ætt við hvernig rætt er um trúarbrögð. Það er hin pólitíska kúnst að koma hjálpinni til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Ef eitt af tækifærunum til þess felst í því að leyfa þeim sem hafa rúm fjárráð að taka meiri þátt í kostnaði við lækn- isþjónustuna er engin ástæða til að útiloka þann möguleika." Eitthvað er stefna Framsóknarflokks- ins varðandi (búðalánasjóð á reiki. Ef til vill þarf að setja saman þverpólitíska nefnd um málið? Kristinn H. Gunnarsson þing- maður flokksins er ekkert á því að breyta eigi þessari stofnun. ( nýjasta vefpistli sínum reiðir Sleggjan hátt til höggs og niðurstaðan er þessi: „Stefna flokksins er að standa vörð um Ibúðalánasjóð sem verði öflug og sjálf- stæð lánastofnun í eigu ríkisins og njóti rík- isábyrgðar. Stofnunin tryggi landsmönnum jafnræði í húsnæðismálum með því að veita hagkvæm lán. Munum það líka."

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.