blaðið - 25.03.2006, Page 23
blaðiö LAUGARDAGUR 25. MARS 2006
99..........................................
Þetta var nú svolítið kómísktþví annarsvegar áttu
frásagnir okkar að staðfesta hversu skelfilegt
ástand væri þarna megin tjalds, því við vorum
mjög gagnrýnir á margt, og að hinu leytinu var
málið sett upp þannig að verið væri að ala þarna
upp fimmtu herdeild einhverskonar. Þetta var
ekki mjög sannfærandi og rímaði illa saman.
Það sem olli því að ég dró mig ekki
fyrr í hlé var óvissa um málefnalega
stöðu í Alþýðubandalaginu og tog-
streita um hvort efna ætti til samlags
flokka sem varð ofan á með Samfylk-
ingunni 1998. Ég var andvígur því að
leggja niður Alþýðubandalagið sem
stjórnmálaflokk og fara í þetta sam-
krull með mjög óskýrum málefna-
legum áherslum. Það má kannski
segja að það hafi verið þrennt sem
einkum skildi á milli. I fyrsta lagi
umhverfismálin, mér leist ekki á að
þau fengju þann sess sem ég taldi
nauðsynlegan. í öðru lagi viðhorfin
til Evrópusambandsins. Mér tel ekki
að íslendingar eigi þangað erindi og
ég var andvígur samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið á sinum
tíma, ekki síst vegna þess að ég skynj-
aði að nota ætti hann sem áfanga á
leið inn í Evrópusambandið eins og
berlega hefur komið í ljós hjá Sam-
fylkingunni. í þriðja lagi var það
afstaðan gagnvart erlendu herliði
í landinu. Samfylkingin hefur þar
eins og víðar talað tungum tveim og
innan hennar eru mismunandi við-
horf og stefnan afar óskýr.
Þú hefur vœntanlega glaðstyfir til-
kynningu um brotthvarfi hersins á
dögunum?
Það var mat okkar margra að það
væri ekki vörn heldur hætta fyrir
þjóðina að hafa herlið Bandaríkj-
anna hér. Ég er alveg sannfærður
um það sjálfur að öryggi okkar hefði
verið mikið betur borgið án hersetu í
kalda stríðinu.
Hvað sérðufyrirþér íframtíðinni?
Við þurfum enga hervernd hér.
Ég vil sjá uppbyggingu sem við
ráðum sjálfir og með samkomulagi
við grannþjóðir eftir atvikum um
borgaralegar varnir. Við þurfum
að gæta efnahagslögsögunnar, búa
okkur undir björgunarstarfsemi
og viðbrögð gagnvart náttúruvá og
hryðjuverkum.
Telur þú íslendingum stafa ógn af
hryðjuverkum?
Ég útiloka það ekki en ég tel ekki
að það sér stórvægileg ógn fyrir Is-
land miðað við ýmsar aðra þjóðir.
En það þýðir líka að við verðum að
staðsetja okkur skynsamlega í al-
þjóðamálum. Hún er að hrynja þessi
spilaborg hjá Bandaríkjamönnum
og það er farið að bera á því að menn
tali upphátt um það að írökum sé lík-
lega verr komið núna en undir stjórn
harðstjórans Saddams. Þessi barna-
skapur að ætla að planta lýðræði líkt
og að skipta um forrit, ekki ósvipað
og þegar Islendingar tóku kristna
trú, hann gengur ekki upp.
Endalok siðmenningar
Má ekki segja að œvistarfþitt hafi
verið í umhverfisvernd?
Ég hef verið gríðarlega samofinn
þeim málum. Stjórnmálin og um-
hverfisvernd hafa alltaf verið sam-
þætt í mínum huga. Þessar áherslur
sem við lögðum á áttunda ára-
tugnum í stefnumörkun um íslenska
orkustefnu hafa smám saman verið
að koma fram á þeim tíma sem síðan
er liðinn.
Umhverfismál eru alltaf að fá
aukið vægi. Það er augljóst að þörfin
fyrir stefnubreytingu í umhverfis-
málum er að verða æ brýnni. Ég held
að fleiri og fleiri séu að gera sér þetta
ljóst og þess vegna eigi flokkur með
umhverfisverndaráherslur eins og
Vinstri grænir sér framtíð. Það eru
þannig blikur á lofti varðandi um-
hverfismál ekki bara hér á landi, þar
sem tekist er á um stjóriðjustefnu,
heldur á alþjóðavettvangi vegna
röskunar á grunnþáttum í umhverfi
jarðar sem birtist okkur m.a. í loft-
lagsbreytingum afmannavöldum. Ef
það gengur eftir sem margir spá þá
er á ferðinni slík vá fyrir mannkynið
að þörfin á að bregðast hratt við, hér
og nú, er knýjandi og öll seinkun á
viðbrögðum m.a. að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda gerir glím-
una erfiðari og tvísýnni.
Þú telur þetta ekki óþarfa
svartsýni?
Það er auðvitað hægt að hafa mis-
munandi sýn á hvað bíður okkar en
að er fátt sem ýtir undir bjartsýni.
g vænti þess þó að sem flestir ís-
lendingar þekki sinn vitjunartíma.
Ógnin vegna umhverfisröskunar
er alltaf að færast nær. Þeir sem
mest rýna í aðsteðjandi vanda segja
okkur að þarna geti verið fram-
undan slík röskun, ekki aðeins á
hitastigi, heldur því sem af því leiðir
i lífríkinu svo og vegna hækkandi
sjávarborðs. Þá færu á kaf mörg af
þéttbýlustu svæðum jarðar. Hversu
langan tíma þetta kann að taka, ef á
er ekki stemmd að ósi, getur enginn
fullyrt. Það er þó ástæða til þess að
ætla að þróunin geti orðið mjög alvar-
leg strax í tíð allra næstu kynslóða.
Þetta getur orðið erfiðasta glíma sem
mannkynið hefur staðið frammi
fyrir. Það kallar ekki aðeins á sam-
hæfð vinnubrögð heldur einnig gjör-
breytta efnahagsstefnu.
Hvað sérðu fyrir þér í þeim
efnum?
Það er einboðið að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda og hægja á
efnahagsumsvifum í iðnaðríkjunum.
Hvernigförum við að því?
Við eigum völ. Ég vil orða það svo
að það sem mest vöntun er á er að
hagfræðingar, og þeir sem hugsa um
efnahagsmál, taki þessi mál alvar-
lega. Að þeir leiti leiða til að breyta
um stefnu og siglingarljós þannig
að í stað þess að framleiða meira og
meira, sóa meira og meira og ganga
á auðlindir jarðar hverfi menn að
annarskonar búskap. Það þarf m.a.
að endurvekja gömul gildi, nýtni og
sparnað, og leitast við að vinna með
náttúrunni en ekki á móti henni.
Þetta gerist ekki nema menn breyti
í grundvallaratriðum um efnahags-
starfsemi á alþjóðavísu. Núverandi
hnattvæðing með alþjóðavæðingu
fjármagns og gróðasjónarmið að
leiðarljósi leysir ekki málin heldur
magnar vandann. Nú er það að ger-
ast að þróunarríki eins og Kína og
Indland eru lögð af stað eftir hinu
gamal módeli vesturlanda og það
mun enn auka þann vanda sem við
er að fást.
Telurðu líklegt að það
verði gripið í taumana?
Ég held að það verði vaxandi viðleitni
til þess eftir því sem þessir váboðar
færast í vöxt sem ég hef verið að
benda á. Vaxandi fjöldi visinda- og
stjórnmálamanna tekur þessi mál
alvarlega. Því væntir maður þess að
það verði hugarfarsbreyting meðal
almennings og að menn reyni að
ná tökum á orsökum þessa vaxandi
vanda. Hinn kosturinn er að bíða og
gera ekki neitt. Það sé ég fyrir mér að
geti þýtt endalok siðmenningar. Ég
held að glíman verði nógu erfið samt.
Við erum þegar búin að valda mjög
hættulegum breytingum á umhverfi
okkar og haldi þær áfram er dökkt í
álinn.
Málþingið verður haldið í sal Ferðafé-
lags fslands, Mörkinni 6 í Reykjavík,
og hefsttkl. 13.00.
Erum við ekki öll komin af baunum7.
íslendingar kjósa Merrild!
ENNEMM / SÍA / NM2041S