blaðið - 25.03.2006, Síða 28

blaðið - 25.03.2006, Síða 28
28IHÖNNUN LAUGARDAGUR 24. MARS 2006 bladiö Nútímahönnuðir með hugann við fortíðina Dodge Challenger Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler kynnti i fyrrahaust hugmyndabílinn Dodge Challenger sem ber mjög sterkan svip af bíl með sama nafni sem framleiddur var snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum og Evrópu hafa á undan- förnum árum vísað til fortíðarinnar f hönnun nýrra bíla í því skyni að höfða til fortíðarhyggju kaupenda. eftirstríðsáranna sem fjaraði undan smátt og smátt með versnandi sam- skiptum austurs og vesturs, Víetnam- stríðinu og Watergate-hneykslinu. Murray Moss sem rekur hönnun- arverslun í New York segir að fólk laðist að mörgum þessara gripa, ekki vegna þess að þeir séu fallegir heldur vegna þess að þeir tengist gildismati þess. „Þetta er hluti af stærra máli. Við tengjumst sjötta ára- tugnum vegna þess að hann vekur upp kenndir sem við höfum ekki fundið fyrir síðan þá,“ segir Moss og bætir við að mýtan um sjötta áratug- inn sé svo sterk að jafnvel kynslóðir sem ekki voru uppi á tímabilinu líti til þess með velþóknun. Fortíðarhyggja í kjölfar alda- móta og hryðjuverkaógnar Sumir vilja tengja fortíðarhyggjuna sem birtist í iðnhönnun hryðjuverk- unum í New York og Washington þann n. september 2001. Fran(;oise Serralta sem vinnur hjá Peclers Paris, fyrirtæki sem gerir spár um þróun í tísku og hönnun, telur þó að þessi til- hneiging eigi sér lengri aðdraganda. Fortíðarhyggju hafi þegar verið farið að gæta skömmu fyrir aldamótin 2000 og atburðirnir 11. september hafi eingöngu eflt hana. Viðvarandi hryðjuverkahætta, slælegt ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum og stríðið í Irak hafi aukið enn á fortíð- arþrána en fleira komi til. Karla J. Nielsson, prófessor í hönn- unarsögu, telur að með því að skrey ta heimili sín munum sem minna á fortíðina ferðist fólk á vissan hátt aftur í tíma. „Við búum til okkar eigin tímavélar í formi fallegra inn- anhússhönnunar þar sem við búum, sofum, vinnum, skemmtum okkur og eigum samskipti við þá sem okkur þykir vænt um og virðum. Við gerum það líka á þann hátt að við förum ekki á mis við þægindi 21. aldarinnar. Með vissri einföldun má segja að við lítum til baka en lifum nú á dögum,“ segir hún. (gömlum stíl með nútímaþægindum Nielsson telur að ýmsar skýringar séu á því af hverju fólk kjósi í svo miklum mæli afturhvarf til for- tíðar við hönnun heimila. „Svörin eru margþætt og eftir því sem við skiljum betur hvað á sér stað í huga viðskiptavina okkar þegar þeir leita til fortíðarinnar getum við betur komið til móts við þarfir þeirra og þrár,“ segir hún. „Ein af megin- ástæðum þess að hönnun sem vísar til fortíðarinnar er svo áberandi nú á dögum er sú að hún gerir okkur kleift að hafa stíl annars tímabils á sama tíma og við byggjum, endur- hönnum eða kaupum heimili sem hafa öll nútímaþægindi,“ segir hún. Nielsson bendir á að með því að 302 Series Phone Þessi forláti sími var hannaður á fjórða áratugnum en hefur nú gengið í endurnýj- un lífdaga. hanna í gömlum stíl spari hönnuðir sér jafnframt tíma og orku sem ný hönnun krefjist. Þá sé einfaldlega betra að grípa til hönnunar sem þegar hafi sannað gildi sitt. Hún segir þó að sú hugmynd að fólk leiti til fortíðarinnar vegna þess að „lífið hafi verið einfaldara þá“ sé nokkuð hæpin því að þrátt fyrir að hún sé heillandi vildu víst fæstir vera án nauðsynjahluta nútímans á borð við farsíma, örbylgjuofna og fjarstýringa. Nær lagi sé að tala um að lífið hafi verið „fallegrá' þá. Síðast en ekki síst telur Nielsson að skýra megi þessa fortíðarhyggju fólks að miklu leyti með ótta þess við ýmsar meinsemdir nútímans sem margir spá að versni enn frekar Elmira Northstar kæliskápur Straumlínulagaðir kæliskápar ekki ósvip- aðir þeim sem tíðkuðust fyrr á tímum eru nú æ algengari sjón í eldhúsum víða um heim. í framtíðinni. Fólk óttast innbrot, tölvuveirur og umhverfisvá svo nokkuð sé nefnt. „Fólkleggur mikið á sig til að tryggja öryggi sitt,“ segir Nielsson. „Við finnum til mikils sálræns léttis með því að geta inn- réttað heimili okkar með gripum sem minna á þá tíma þegar lífið var öruggara, hreinna og flekklausara. Þetta dregur mjög úr ótta okkar við framtíðina,“ segir hún. Afturhvarf til fortíðar hefur verið áber- andi f iðnhönnun á undanförnum árum. Hönnuðir leita í auknum mæli fanga í hönnun fyrri tíma og gildir einu hvort þeir hanna brauðristar, bíla, eða myndavélar. Húsgögn og heimilistæki sem bera svip liðinna tíma eru æ algengari sjón á heim- ilum fólks og á götum sér maður svipmót gamalkunnugra bíla í nýjum. Stundum vísa hönnuðir á látlausan hátt í tæki og tól fortíðar en í öðrum tilfellum er um að ræða mjög nákvæmar eftirlíkingar gripa sem framleiddir voru fyrir mörgum áratug- um. Þrátt fyrir gamaldagsútlit eru þessi tæki þó yfirleitt búin þeim eiginieikum og þægindum sem nútímafóikfer fram á. Tímabil frelsis og áhyggjuleysis Margir þessara hönnunargripa bera svipmót sjötta áratugarins sem virð- ist skipa sérstakan sess í hugum margra, ekki síst Bandaríkjamanna. Þetta tímabil vekur upp hugrenning- artengsl við áhyggjuleysi og frelsi The Coloradio Coloradio-útvarpið kom fyrst á markað árið 1951 og naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Nú hefur verið sett á markað eftirlíking af þessu útvarpi sem er þó búið nútímatækni. Sú er raunin með mörg ný heimilistæki sem bera svipmót fortíðar- innar enda vill fólk ekki fara á mis við nútímaþægindi þrátt fyrir fortíðarhyggju. Voigtlander Jafnhliða hraðri framþróun stafrænna myndavéla um og eftir aldamótin kom fjöldi filmumyndavéla á markað sem hannaðar voru í gömlum stíl. Japanski myndavélafram- leiðandinn Cosina hóf til að mynda framleiðslu á einföldum filmumyndavélum undir hinu gamalgróna nafni Voigtlánder sem litu út fyrir að hafa verið smíðaðar á sjötta eða sjöunda áratugnum. ^Fermingarkökuna færðu hjá okkur Við prentum mynd af fermingarbarninu á marsipan www.kokubankinn.is Opnunartíminn er sem hér segir: Mánud.til föstud. Kl.7.30 -18.00 Laugardag KI.8.00-16.00 Sunnudag kl.9.00 - 16.00 IKðkubanklnn IBAK ARÍ (T ö N D l T O # I Iðnbúð 2 - Garðabæ - sími: 565 8070 Auglýsinqc bla sr ð 510 3744 i6_ Sumt breytist aldrei Á meðan iðnhönnuðir leita í auknum mæli til fortíðarinnar eftir hugmyndum og innblæstri hefur önnur hönnun staðist tím- ans tönn áratugum saman. Sumir gripir virðast einfaldlega hafa verið það vel hannaðir í upphafi að ekki hefur reynst þörf á að breyta þeim eða betrumbæta nema að litlu leyti. Kitchen Aid og Kenwood Chef hræri- vélar hafa til að mynda þjónað ís- lenskum heimilum vel og dyggilega lítil ítölsk bifhjól, betur Hit. A leiddar hafa verið áratugum saman. Allt er þetta dæmi um hönnun sem hefur ekki aðeins staðið af sér strauma tískunnar heldur oftar en ekki einnig breytingar á þjóðfélags- gerðinni og gildismati. Þegar sam- félagið tekur jafnörum og miklum breytingum og nú á tímum og ný tækni verður úrelt á ógnarhraða er gott til þess að vita að sumir hlutir taki engum breytingum, falli úr tísku eða úreldist. Útlit Piaggio Vespa bifhjóla hefur Iftiö breyst f gegnum tíðina. Kitchen Aid hrærivélarnar eru annað dæmi um hönnun sem staðist hefur tfmanstönn. þekkt sem vespur, sem framleidd eru nú á dögum hafa ekki tekið miklum breytingum í áranna rás. Ekki má heldur gleyma þeim nytjahluta sem við hand- jafnvel daglega svo sem Uoca Cola flöskunni og Zippo- kveikjaranum eða flíkum á borð við Converse All Star körfuboltaskóna cud Levi’s gallabuxurnar sem fram- tekið litlum breytingum frá þvf þeir voru fyrst settir á markað á öðrum áratug sfðustu aldar.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.