blaðið - 25.03.2006, Síða 33

blaðið - 25.03.2006, Síða 33
blaðið LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 VIÐTALI 33 ekki sé rétt að fylgja forskrift okkar að því hvað sé þeim fyrir bestu. Þeir verði að finna eigin leiðir til að ná því fram,“ segir hann. Greinileg kynslóðaskipti Greinileg kynslóðaskipti hafa orðið í þessum efnum í Miðausturlöndum að mati Magnúsar Þorkels. „Fólk sem er komið á sextugs og sjötugs- aldur skilur ekki í ungu kynslóðinni. Það spyr sig hvaðan þetta fólk komi og af hverju það hugsi svona. Þessi íslamvæðing á sér stað meðal unga fólksins, fólks sem er af minni kyn- slóð og yngra,“ segir hann. íslamsvæðingin teygir anga sína víða Islamvæðingin einskorðast ekki að- eins við Miðausturlönd heldur gætir hennar víðar, meðal annars í samfé- lögum múslíma í Evrópu. „Ég held að Evrópubúar séu að vakna upp við þann vonda draum að þeir hafa ekki tekist á við þetta vandamál, ekki tekist á við þær breytingar sem eru að verða á sam- félögum þeirra. Hugmyndir þeirra um þjóðríkið hafa ekki breyst í takt við Sreytingarnar í þjóðfélaginu," segir Magnús og bætir við að þeir mættu læra af Bandaríkjamönnum hvað þetta varðar. í Bandaríkjunum er meira ráð gert fyrir fjölbreytni og margsleitni í samfélaginu. „Sjálfsmynd Banda- ríkjamanna er ekki endilega bundin trúnni. Maður er ekki annað hvort Bandaríkjamaður eða múslími. 1 Evrópu er sjálfsmyndin meira tengd til dæmis kynþættinum, upprun- anum eða tungunni. Það flækist fyrir fólki,“ segir Magnús. Ekki gert ráð fyrir öðrum trúarbrögðum í kerfinu Magnús segir mörg dæmi þess að þjóðríki í Evrópu hafi ekki undir- búið stofnanir sínar fyrir að taka tillit til óska og þarfa þeirra hópa sem þangað hafa flust til frambúðar. „Ef maður er múslími í Danmörku þá er hvergi grafreitur fyrir músl- íma. Þýskur múslími sem ætlaði að fylla út skattframtalið sitt getur krossað við hvort hann sé kristinn, kaþólskur, lúterskur eða gyðingur ef hann vill láta erfðafjárskatt renna til kirkjunnar. Það er ekki mögu- leiki fyrir múslíma," segir Magnús og bætir við að oft sé ekki tekið tillit til venja eða siða fólks af ólíkum trú- arbrögðum í skólakerfinu og víðar ' í samfélaginu. „Ef trúfrelsi ríkir af hverju eru þá ekki gerðar ráðstafanir til þess að þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð en meirihlutinn geti haft aðgang að kerfinu með einum eða öðrum hætti. Margir ungir músl- ímar finnst þeir ekki komast áfram í samfélaginu. Þetta er hluti af vanda- málinu. Það er ekki aðeins að þeir aðlagist ekki að þjóðfélaginu heldur er það ekki í stakk búið til að taka á móti þeim,“ segir hann. Mikilvægt nám Magnús segist hafa orðið var við auk- inn áhuga á málefnum og menningu Mið-Austurlanda á undanförnum árum í kjölfar þeirra stórviðburða sem tengjast þessum heimshluta með einum eða öðrum hætti. „Áður þótti þetta landsvæði framandi og okkur óviðkomandi en nú upplifir fólk að það séu tengsl á milli þess sem er að gerast þar og þess sem gerist hér og stjórnmál og menning okkar eru samtengd. íslenskt efna- hagslíf er að breytast heilmikið og mörg fyrirtæki eru með aðstöðu er- lendis eða viðskipti við ýmis lönd víðsvegar um heiminn. Við vitum það að við getum ekki farið hvert sem er og ætlast til þess að hlutirnir gangi eins fyrir sig og hér á íslandi,“ segir Magnús og bætir við að hann telji mjög mikilvægt fyrir íslendinga að hafa aðgang að námi sem þessu hér á landi. Efla þekkingu á menning- arlegum fjölbreytileika „Við vonumst til að fólk verði með- vitaðra um menningarlegan fjöl- breytileika víðs vegar um heiminn og að það séu vissar venjur í gildi sem verði að huga að áður en fólk nálgast annað menningarsvæði eða fólk af öðrum menningarslóðum. Ef maður er í viðskiptum eða öðrum samskiptum við þessi svæði er vita- skuld bráðnauðsynlegt að hafa ein- hverja tilfinningu fyrir því,“ segir Magnús. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að skopmyndamálið svo kall- aða komi til með að hafa umtalsverð áhrif á danskt efnahagslíf. „Ef það hefði verið staðið aðeins öðru vísi að málum hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Þetta á eftir að gera dönskum menningarstofnunum og fýrirtækjum erfitt fyrir,“ segir Magnús og bætir við að ef maður ætli að selja fólki eitthvað geti maður ekki móðgað það á sama tíma. Múslímar mótmæla birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Múhameð spámanni f Belgíu. Magnús segir skopmyndamálið hafa haft umtalsverð áhrif á danskt efnahagslíf sem koma hefði mátt f veg fyrir. m BÚÐIN TILBOÐSVIKA ÞAR SEM FAGMENNSKA OG GÆÐI KOMA SAMAN Vörtinúmer: Örgjörvi: Skjár: Minni: Haröur diskur: Drif: Skjástýring: Netkort: Mótald: Tengi: V/SA AMDÍI T Tiirionfr* Wfndows - Digital Video Recorder og DVD margmiðlunar spilari - Innbyggður 80GB haröur diskur (allt að 120 klst sjónvarpsupptaka) - EPG (Electronic program guide) - Online Veðurspá - WebRadio (vefútvarp) - Online Games (Internet leikir) - Möguleiki á að uppfæra Firmware Styður eftirfarandi skráartegundir: Full DVD/MPEG-4/DivX/XviD/Audio < Vorbis/JPEG Picture viewing PRENTAR-SKANNAR-FJÖLFALDAR Prentari: Upplausn: 4800x1200dpi i lit, 1200dpi í svörtu Direct Printing (PictBridge) og prentar út á iaöar pappirs Mánaðamotkun: 3000 ras. inni: Fiölföldun: ilausn: 2400x4800dpi 30 bls. á min i svörtu bed 24 í lit Stækkun/minnkun 50-400% HP Pavilion dv5052EA Notebook FRABÆR VINNUVEL FYRIR KROFUHARÐA KiSS DP-558 Margmiðlunarspilari E327 - Stafræn myndavél Photosmart 2575 - Fjölnotatæki qsH hp BÚÐIN ehf - business partner á íslandi - Brautarholti 10 - 14 - s: 568 5400

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.