blaðið - 25.03.2006, Síða 36

blaðið - 25.03.2006, Síða 36
361 TZLVERAN \GUR 25. MARS 2006 blaðið I Halldóra hugsar upphátt Hreyfingu í málefni aldraðra, takk! Ég fagna ákvörðun borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að leitast eftir samvinnu við samtök eldri borgara með það fyrir augum að bæta þjónustu við þennan aldurshóp. Það er afar brýnt að málefnum aldraðra verði gefinn sérstakur gaumur, enda er staðan alls ekki viðunandi og síður en svo í takt við kröfur nútímans. Það er með öllu forkastanlegt hvernig örlög fólks vilja gjarnan verða þegar á elliárin er komið. Um er að ræða fólk sem komið hefur okkur til manns og lagt línurnar fyrir það velferðarþjóðfélag sem við búum í. Eldri borgarar eiga það inni hjá okkur að við sköpum þeim festu og öryggi til þess að geta notið ævikvöldsins og það á ekki að líðast að þeir fari á mis við viðeigandi þjónustu í sinni heimabyggð. Hingað og ekki lengra. Gerum eitthvað í málunum og setjum metnað okkar í að verða öðrum til eftirbreytni í málefnum aldraðra. Aidurinn færist yfir hjá öllum Gleymum því ekki að öll eldumst við og ráðamenn dagsins í dag eru þar engin undantekning. Það væri fróðlegt að sjá fulltrúa sitjandi borgarstjórnar, ríkisstjórnar, eða annarra yfirvalda húka hert í rekkju sinni þegar á elliárin er komið og bölva sér í sand og ösku fyrir að hafa ekki hagað málum á annan hátt. Látum þetta ekki verða eitt af „hliðarverkefnum nefnda" eins og svo mörg málefni sem rætt er um í óratíma án þess að nokkuð gerist. Hús verður ekki reist á sandi og því þarf að gera málefnalega, ítarlega og skyn- samlega framtíðaráætlun. Ef við viljum blómleg elliár verðum við að taka í taumana hið snarasta og búa svo um hnútana að aldraðir geti lifað góðu lífi, hvort heldur sem er í heimahúsi eða á hjúkr- unarheimili. Hver og einn á að hafa val um að búa eins lengi og hann kýs og hefurgetu til heima hjá sér og er því mikilvægt að félagsþjónusta og heima- hjúkrun komi til móts við óskir fólks eins og kostur er. Þá þarf framboð á hjúkrunarrýmum að haldast í hendur við þörf hvers tíma og þjónustu þarf að veita þegar hennar er þörf - ekki löngu síðar eins og biðlistakerfið gerir ráð fyrir núna. Hér má bæta við að tími er kominn á að hætt verði að tala um eldri kynslóðina sem „hóp.“ Manni dettur yfirleitt í hug að átt sé við börn í rimlarúmi þegar talað er um 'veikburða hópinn sem á sér ekki við- reisnar von'. Við virðumst gleyma því að öll stöndum við jafnfætis hér á Móður jörð og eigum stjórnarskrárvarinn rétt til þess að njóta jafnræðis, burt séð ' frá aldri, kyni og öðru. Tökum okkur því á og verum til fyrirmyndar í mál- efnum aldraða! Halldóra Þorsteinsdóttir HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Fylgist þú vel með fjölmiðlum? Margir myndu segja að grundvall- arforsenda þess að vera vel upp- lýstur kjósandi og samfélagsþegn sé að fyígjast vel með umræðum og fréttum i þjóðfélaginu. í dag eru ótal aðferðir til að fylgjast með og það ætti því ekki að vera erfitt. En hve vel fylgist þú með fjölmiðlum og málefnum samtím- ans? Taktu þetta próf og komstu að því? IHver hefur verið að gagn- rýna skíthrædda þjóð undanfarið? a) Hallgrímur Helgason telur þjóð- ina skíthrædda og leggja allt sitt traust á ósýnilegan Moggaritstjóra. b) Össur Skarphéðinsson metur að þjóðin sé hrædd við Gilzenegger og fegurð hans. c) Andri Snær Magnason segir Is- lendinga vera hrædda við framtíðina og taka ákvarðanir í takt við það. d) Davíð Oddsson seðlabankastjóri lýsti því yfir að þjóðin væri hrædd við gengisfellingu krónunnar. 2Utanríkisráðherra hvaða þjóðar fundaði Geir H. Ha- arde með í vikunni? a) Bandaríkjanna. b) Frakklands. c) Danmerkur. d) Þýskalands. 3Hvað heitir bankinn sem gagnrýndi hagkerfi íslands harkalega á dögunum? a) Danske Bank b) Danish Bank c) Bank of Denmark d) DenmarksBank Hvaða íslendingi var boðið að vera kynnir á Eurovision? a) Agli Helgasyni vegna viðamikillar þekkingar á Grikklandi. b) Ólafi Ragnari Grímssyni vegna þess að hátíðinni þótti skorta virðuleika. c) Unni Birnu Vilhjálmsdóttur því Grikkirnir heilluðust af þokka hennar. d) Gísla Marteini Baldurssyni vegna þess að hann er ómissandi í Eurovision. Nýlega var grunnskólakenn- ari í Kentucky í Bandaríkj- unum rekinn. Fyrir hvað var kennarinn rekinn? a) Hann hrækti á nemanda. b) Hann mætti fullur í vinnuna. c) Hann felldi alla nemendurna í skólanum. d) Hann beit nemanda í bakið. 6Hvaða ráðherra nágranna- þjóðar okkar sagði af sér í síðustu viku. a) Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, vegna umróts- ins eftir teikninga af Múhameð spá- manni sem birtust í Jyllands-Posten b) Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði af sér í kjölfar ásak- ana um að hún hafi logið um sinn þátt í lokun vefsíðu sem ætlaði að endurbirta teikningar af Múhameð spámanni. c) Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vegna orðróms um mis- notkun á almannafé. d) Lars Lokke Rasmussen, innan- landsráðherra Danmerkur, sagði af sér vegna þess að hann var ekki álitinn bregðast nægilega ört við fuglaflensuhættunni. Hverju hefur ungt fólk í Frakklandi mótmælt harð- lega undanfarið? a) Samþykktri löggjöf sem gerir fyr- irtækjum auðveldara að ráða og reka ungt starfsfólk. b) Lögum sem sett voru á um stúd- entalán þar sem vextirnir eru mjög háir. c) Fjárskorti í framhaldsskólum. d) Hækkunar á almannasamgöngum. Hvaða köttur féll frá nýlega og komst í hcimspressuna? a) Lotta var vinsæll og elsk- aður köttur úr Breiðholtinu. b) Frægasti köttur Bretlands, Hump- hrey en hann var yfirmaður músaeft- irlitsmála í forsætisráðuneytinu. c) Lady, köttur Díönu prinsessu, féll frá en það olli mikill sorg hjá sonum hennar, Vilhjálmi og Harry. d) Margrét, drottning Danmerkur átti kött sem hún unni mikið og því var sárt að sjá eftir honum í liðinni viku. 9Rokkhátíð alþýðunnar- Aldrei fór ég suður verður haldin í þriðja sinn laug- ardaginn 15. apríl Hvar eru hún jafnan haldin? a) Keflavík b) Akureyri c) Isafjörður d) Ólafsvík Teldu saman stigin: 1. a) 3 b) 2 c)4 d) 1 2. a)3 b)4 02 d)1 3. a)4 b) 1 03 d)2 4. a)2 b) 1 04 d)3 5. a) 3 b) 1 02 d) 4 6. a)3 b)4 01 d)2 7. a)4 b)2 03 d) 1 8. a)1 b)4 03 d) 2 9. a)3 b)2 04 d) 1 4-13 stig: Þú veist nánast ekkert um hvafi er aö gerast á íslandi eða f heiminum og sennilega er þér nokk sama. Þótt vissulega eigi aö taka lífinu létt þá er Ifka nauðsynlegt aö vita eitthvað um ástand mála. Þó ekki væri nema ein- ungis til þess aö kjósa rétt f kosningum. Væri þvf ekki tilvaliö að skoöa blöðin einstaka sinnum, horfa á fréttirnar eða lesa vefmiölana? Hver veit nema þú gætir haft gaman af þvíl 14-21 stig: Eitthvaö viröist þú fylgjast meö fjöl- miölum en kannski er þaö bara óvart. Þú virðist aö minnsta kosti ekki leggja þig fram við þaö en eflaust verða einhverjar fyrirsagnir á þínum vegi. Endilega reyndu aö fylgjast aðeins meira með þjóðlífinu enda er miklu skemmtilegra að hafa eitthvað að segja f veislum og á kaffistofunni. 22-29 stig: Þaö er alltaf gott að fylgjast vel með enda eigum viö sem kjósendur aö veita stjórnmálamönnum aðhald og þaö er einungis hægt ef viö fylgjumst vel meö. Þú ert meö puttana á púlsin- um og veist hvaö er um að vera. Þú leyf- ir þér samt alveg aö slaka á og þú færö ekki fráhvarfseinkenni þó þú hafir ekki tfma til fylgjast með fjölmiðlum. 30-36 stig: Þú fylgist greinilega afar vel meö fjölmiðlum og lest sennilega öll blöðin aftur á bak og áfram. Vel af sér vikið enda er það mikilvægur partur af þvf aö vera dyggur samfélagsþegn aö fylgjast vei meö. Hitt er annað mál aö þótt þú sleppir þvf aö lesa blöðin og horfa á fréttirnar einstaka sinnum þá mun himinn og jörö ekki farast. Það er gott og blessað aö fylgjast meö en ekki gleyma þvf aö lifa Iffinu, án frétta einstaka sinnum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.