blaðið - 30.03.2006, Síða 16

blaðið - 30.03.2006, Síða 16
16 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaöiö Bla6i6/Steinar Hugi Nýlega var frumflutt í Keflavík messa eftir Gunnar Þórðarson, önnur messan sem þessi þekkti tónlistarmaður semur á ferli sínum. „Fyrri messuna var ég beðinn um að semja fyrir Víði- staðakirkju í Hafnarfirði. Mér fannst það furðuleg bón en um leið var þetta áskorun og ég skellti mér í verkið. Eftir það fór ég að kynna mér kirkjutónlist og síðan varð til þessi nýja messa,“ segir Gunnar. „Það var visst frelsi að semja hana. Ég var laus við þá kvöð að semja þriggja mín- útna popplag sem ætti að verða vinsælt. Ég þurfti ekki að svara markaðnum. DA NIS H DESIGN ! Ég samdi messuna mikið til í húsi sem ég á Hólmavík því þar hef ég al- gjöran frið. Þegar maður vinnur að svona stóru verki verður maður að einbeita sér, maður getur ekki bara hlaupið í það við hentugleika milli ess sem maður gerir eitthvað annað. g keypti þetta hús til að geta unnið í friði. Ég keypti það reyndar líka af tilfinningasemi því fjölskyldan mín átti húsið.“ Þú fluttir frá Hólmavík til Kefla- vikur átta ára gamall. Var ævintýri að koma til Keflavíkur? „Já, óneitanlega voru það viðbrigði að koma þangað úr fámennu fiski- inannasamfélagi. Ég hafði til dæmis 1 aldrei áður séð fótboltaleik. Ég var ekki valinn í liðið í barnaskólanum í Keflavík af því ég greip boltann alltaf með höndunum. Ég skildi ekki leikinn. Þetta var erfitt fyrst en svo aðlagaðist ég.“ Prúðir og feimnir Hljómar Þú ólst upp við Kanaútvarpið. Átti það þátt í að móta tónlistaráhuga þinn? „Mér leiddust söngtímar í barna- skóla og hafði ekki áhuga á tónlist. Það var ekki fyrr en ég var þrettán ára sem áhuginn vaknaði og þá var það í gegnum Kanaútvarpið. Eg elsk- aði tónlistina sem ég heyrði í útvarp- inu. Eftir það fór ég í skólahljómsveit og síðan í aðrar hljómsveitir." Varðstu áþreifanlega var við herinn? „Éghófvinnu uppi ávelli 17 ára, dag- inn eftir að ég tók bílprófið. Ég vann við að keyra yfirmennina milli staða. Mér líkaði ekkert of vel við Kanann. Mér fannst þessir menn líta niður á okkur. Þeir kölluðu okkur „moj- acks“. Ég vissi ekki hvað það þýddi en ég vissi að það var eitthvað niður- lægjandi. Við lítum líka niður á þá. Þannig að andúðin var gagnkvæm. Ég tók ekki þátt í mótmælum gegn herstöðinni en var aldrei hrif- inn af veru hersins. Ég var mótaður af vinnu minni fyrir herinn og þar hafði ég séð menn sem sýndust ekki vera mjög vinveittir Islendingum. Ég KVIK opnar verslun á Islandi 31. mars 2006 opnar Kvik glæsilega verslun að Skútuvogur I 1A í Reykjavik. Við hjá Kvik teljum að „allir eigi rétt á flottu eldhúsi" og við seljum nýtískuleg eldhús og baðherbergi á lágu verði í meira en 80 verslunum um alla Evrópu. Einstök hugmynd Kvik felur í sér danska hönnun í hæsta gæðaflokki á lægsta verði sem býðst á markaðnum og skjótri afgreiðslu á draumaeldhúsinu þínu. Komdu í heimsókn um opnunarhelgina föstudaginn 31. mars til sunnudagsins 2. apríl 2006 og taktu þátt í keppni um gjafakort frá Kvik að andvirði 100.000,-. man eftir að hafa verið á Laugaveg- inum þegar löggan var að níðast á Birnu Þórðardóttur. Það var mikil reiði í fólki vegna þess en aðrir sögðu að hún ætti þetta skilið.“ Ertu pólitískur? „Ég er pólitískur sveimhugi. Einn daginn er ég mjög vinstri sinnaður og annan daginn er ég það ekki. Að þessu leyti er í mér mótsögn.“ Þú varst í einni vinsœlustu hljóm- sveit landsins fyrr og síðar, Hljómum. Hvernig var viðhorffullorðnafólksins tilykkar? „Þegar Hljómar fóru í fyrstu tónleikaferð sína um landið var ís- ALLIR EIGA RÉTT Á FLOTTU ELDHÚSI kvik

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.