blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 1
Frjálst, óháð & ókeypis! miðvikudagur 12. apríl 2006 85. tölublað 2. árgangur 3ja rétta Cúxus SæCkeraseðiŒ yerð aðeíns kr. 4.800.- vm "Rauðara Tilboðið gildir út aprfl Borðapantanir í síma 562 6766 Rauðarárstígur 39, STCAKNOUSE raudara@raudara.is, www.raudara.is ■ ERLENT Naumur sigur vinstri manna a Italiur SlÐAIO I gær var undirritaður samstarfs- samningur um verkefni, sem fengið hefur heitið „jafnréttiskennitala fyrirtækjanna“. Með því hyggst hið Gylltur bolti notaður á HM Ziirich í Sviss er sú borg í heimi hér þar sem íbúarnir njótra mestra lífsgæða ef marka má niðurstöðu könnunar Mercer- fyrirtækisins sem birt var í gær. Næstar á eftir Ziirich komu Vancouver í Kanada og Genf í Sviss. Vart kemur á óvart að neðst á listanum er Baghdad, höfuðborg íraks. Allsnáðikönn- unin til 215 borga. Reykjavíkur er ekki getið á listanum yfir 50 þær efstu en Kaupmannahöfn er í 11. sæti og Stokkhólmur í 20. Það var tilvalið að rölta niður á tjörn i blfðviðrinu I gær og gefa öndunum. Hann Brynjar Sighvatsson skemmti sér enda konunglega við þá iðju í fylgd með ömmu sinni, Sigrúnu Sighvatsdóttur og kunnu endurnar þeim án efa góðar þakkir fyrir. Handtökur á Vesturbakkanum fsraelskur hermaður bindur klút fyrir augu Palestínumanns sem handtekinn var I gær I borginni Nablus á Vesturbakkanum. Fjöldi manns var handtekinn í þessari aðgerð fsraelshers. Mikil ólga hefur einnig ríkt á Gaza-svæðinu að undanförnu. Átta ára stúlka var þar drepinn í gær þegar sprengikúla hæfði heimili hennar og ekki færri en 12 Palestínumenn særðust. Breska dagblaðið Times ljóstr- aði því upp í gær að úrslitaleikur heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar verði leik- inn með gylltum knetti. Munu sigurvegarar mótsins fá þann heiður að leík^ eingöngu með slíkum knetti í öllum leikjum sínum næstu fjögur árin. Adidas hannar knöttinn sem verður notaður í keppninni og mun hann bera nafnið Te- amGeist. í öðrum leikjum en úrslitaleiknum verður knöttur- inn svartur og hvítur og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá þvi heimsmeistarakeppnin var haldin í Bandaríkjunum 1994. Munu þetta vera slæm tíðindi fyrir enska landsliðið sem ætlar sér að ná langt í Þýskalandi. Þeir hafa ekki unnið HM síðan 1966 en það var síðasta keppnin sem var leikinn með knetti sem hafði engar merkingar. Zurich talin borga best BMi6/Frikki Amma og ömmustrákur gefa öndunum brauð 100-listi jafn- í fyrirtækjum opinbera fylgjast með 100 stærstu fyrirtækjum landsins frá sjónarhóli jafnréttisbaráttunnar og gefa út ár- legan lista um frammistöðu þeirra eftir reglum, sem eftir er að móta. „Markmiðið er að fjölga konum í stjórnum og æðstu stöðum innan fyrirtækja,“ segir Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, en hún er einn helsti hvata- maður verkefnisins. „Þetta verkefni er í beinu framhaldi af því sem við höfum verið að vinna á þessu sviði hér í ráðuneytinu. Árið 2004 álykt- aði Alþingi um áætlun í jafnréttis- málum til fjögurra ára. Þá fékk ég, sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra ákveðin verkefni inn á borð til mín og eitt þeirra sneri að konum í stjórnum fyrirtækja. Við höfum verið að fikra okkur áfram í því að ná árangri en það hefur ekkert gengið sérstaklega vel, satt best að segja,“ segir Valgerður. „Verkefnið er til tveggja ára til að byrja með, en svo sjáum við til með það hvað gerist að þeim tíma loknum.“ Valgerður segir að verkefnið muni á þessum tveimur árum kosta 2,6 milljónir króna. „Viðskiptaráðuneytið er með eina milljón og Samtök atvinnulífsins leggja til annað eins.“ Afgangurinn mun síðan koma að jöfnu frá Félagi kvenna í atvinnurekstri, Jafnrétt- isráði og Jafnréttisstofu að sögn Valgerðar. Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst mun annast fram- kvæmd verkefnisins, en í því felst að árlega verða birtar grunnupplýs- ingar um fjölda kvenkyns stjórnar- manna og stjórnarformanna í 100 stærstu fyrirtækjunum hér á landi. Eins verða birtar upplýsingar um fjölda kvenna meðal æðstu stjórn- enda innan fyrirtækjanna, fram- kvæmdastjóra og forstjóra. Þá verður lögð vinna í að móta fleiri mælikvarða á árangur fyrir- tækja í jafnréttismálum og birtar upplýsingar á grundvelli þeirra. Meginmarkmiðið verður að þróa svonefnda jafnréttiskennitölu fyr- irtækjanna, sem er ætlað að sýna hvaða árangri hvert fyrirtæki fyrir sig hefur náð í jafnréttismálum. Til stendur að nota hana til þess að raða fyrirtækjunum á lista til þess að sýna hvaða fyrirtæki standa sig best og hver lakast miðað við þessa mælikvarða. Bush aldrei óvinsælli Sex af hverjum tíu Bandaríkja- mönnum eru óánægðir með framgöngu George W. Bush í embætti forseta, ef marka má könnun sem ABC-sjónvarps- stöðin og dagblaðið The Wash- ington Post birtu í gær. Fylgi við forsetann hefur aldrei mælst svo lítið frá því að hann hófst til valda vestra í árs- byrjun 2001. Einungis 38% lýsa sig ánægð með störf forsetans. Könnunin leiðir einnig í ljós minnkandi stuðning við Repú- blíkanaflokk Bush. Nýtur hann nú einungis stuðnings 35% kjós- enda en 55% kveðast ætla að styðja Demókrataflokkinn í kosningunum í haust. Þá lýstu 62% þátttakenda yfir óánægju með herförina gegn stjórn Saddams Hussein í írak. Topp réttis

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.