blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 22
22 I BÖRN
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaöiö
Bókin Draumaland til aðstoðar foreldrum og börnum
Mikilvœgt að vera meðvitaður
um gildi svefns allt frá fœðingu
Eins og flestir vita spilar svefninn
stóran þátt í vellíðan okkar full-
orðnu sem og barna, rétt eins og
næring og annað sem við getum
ekki lifað án. Margir kannast við
svefnörðugleika ungra barna sinna
og ófáir lenda í erfiðum aðstæðum
þegar svefnröskun barnanna er
orðin svo slæm að engin úrræði
virðast tiltæk.
Bókin Draumaland kom út á dög-
unum, en þar er leitast við að fræða
foreldra um svefn og svefnvenjur
barna frá fæðingu til tveggja ára ald-
urs. Höfundurinn bókarinnar, Arna
Skúladóttir, er hjúkrunarfræðingur
og sérfræðingur í barnahjúkrun
með svefn og svefnvandamál sem
undirsérgrein, en hún starfar á
Barnaspítala Hringsins og hefur
tekið á móti þúsundum barna og for-
eldra sem leitað hafa til hennar með
vandamál sín og fyrirspurnir.
I Draumalandi fjallar Arna um
hlutverk foreldra, leiðir að bættum
svefnvenjum og hvernig hægt er að
leysa svefnvandamál barna. Hún
segir mikilvægt að leggja línurnar
hið fyrsta og reyna að móta eðlilegar
svefnvenjur hjá barninu. „Þessi bók
er skrifuð meira fyrir foreldra til
þess að þróa góðar venjur frá upp-
SMALL WDRLD BARNAHLJSGÖGN
USM
TEKK
CCDMPANY
DPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. ÍD-IB, LAUGARDAGA KL. 1 D-1 6 □ G SUNNUDAGA KL. 13-16
BÆJARLIND 14-16 | 2D1 KÓPAVDBI | SÍMI 564 4400 | Fax 564 4435 | TEKK@TEKK.IS
hafi. Þetta er meira skrifað til að
fræða fólk um hvernig svefn þróast
eðlilega, og hvers þú getur vænst og
ætlast til af börnum á hverjum aldri.
Bókin leysir auðvitað engin stórmál,
en getur eflaust gefið góð ráð varð-
andi algeng og venjuleg viðfangs-
efni, eins og að drekka á nóttinni,
kenna barni að fara að sofa og fleira
slíkt,“ segir Arna, sem leggur einnig
mikla áherslu á að börnunum sé að
einhverju leyti leyft að finna sig
Efforeldrar leggja
áherslu á ákveðna
þætti strax frá upphafi
geta þau haft áhrifá
að börnin sofi betur
þegarþau verða eldri.
•••••••••••••••••••••••••
sjálft í þessu. „Ég held það sé mikil-
vægt að ýta undir það sem barnið er
að gera gott og fínisera svo það sem
má betur fara. Maður vill ekki vera
agalegur harðstjóri og stjórna þeim
alltof mikið. Annars mega foreldrar
alls ekki vera hræddir við að stjórna
- þeir vita yfirleitt hvað börnunum
er fyrir bestu og geta stýrt þeim inn
á þær brautir."
Arna segir mikilvægt að foreldrar
séu vel meðvitaðir um nauðsyn
góðra svefnvenja frá byrjun, enda
geti það skipt sköpum þegar börnin
eldast. „Það er gott að byrja strax að
huga að svefninum og ég fer einmitt
aðeins inn á það í kafla um nýbura í
bókinni. Það hefur verið sýnt fram
á það í rannsóknum að ef foreldrar
leggja áherslu á ákveðna þætti strax
frá upphafi geta þau haft áhrif á að
börnin sofi betur þegar þau verða
eldri.“
halldora@bladid.net
Smáauglýsingar
510-3737
Auglýsingadeiltl
510-3744
Ritstjórn
510-3799
Skiptiborð
510-3700
blaðið=