blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 6
6 I mNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaöió KONICA MINOLTA Laserprentarar fyrir kröfuharða Tilboðsverð: 12.900.- Fullt verö: 15.900.- PagePro 1400W fyrirferðalitill s/h hágæðaprentari -16 bls/mín. Tilboðsverð: 39.900.- Fullt verð: 49.900.- Tilboðsverð: 48.900. Fulltverð: 58.900.- Magicolor 2430DL hágæða net- og litaprentari með “PictBridge” beintengingu fyrir Ijósmyndaprentun. Fyrir stærri notendur Magicolor 5450D Öflugur hágæðalitaprentari r / með PhotoArt gæðum, prentar báðum megin á A4. Prismlaser Technlogy magÍCQlor UMFANG TÆKNIBÚNAÐUR UMFANG-TÆKNIBÚNAÐUR • SÍÐUMÚLA 12-108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5520 • umfang@kjaran.is Nagladekkin óheimil eftir 15. apríl Frá og með laugardeginum 15. apríl næstkomandi verður óheimilt að aka um götur borgarinnar á nagla- dekkjum. Þetta kemur fram í til- kynningu sem Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér í gær. Þeir sem verða staðnir að því að keyra um á nagladekkjum geta átt von á sekt upp á allt að fimm þús- und krónur. Bifreiðaeigendur fá þó svigrúm til að láta skipta um dekk því samkvæmt lögreglunni í Reykjavík verður ekki farið að beita sektum fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaðamót. Aðstaðatil rannsókna á fuglaflensuveiru Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita tæplega 90 milljónum króna í að koma upp aðstöðu til rannsókna á fuglaflensuveirunni. Ákvörðun þessa efnis var tekin á ríkisstjórnarfundi í gær. Rannsóknaraðstaðan verður byggð á Tilraunastöð Háskóla Is- lands í meinafræðum að Keldum. Um er að ræða varanlega aðstöðu þar sem hægt verður að stunda svokallaðar B3 áhætturannsóknir sem fela m.a. í sér rannsóknir á fuglaflensuveirunni H5N1. Gert er ráð fyrir því í ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að framkvæmdir hefjist eins fljótt og mögulegt er og taki stuttan tíma. Landlæknisembættið lýsti yfir viðbúnaðarstigi 2 í síðustu viku eftir að dauður svanur sem sýktur var af fuglaflensuveirunni fannst í Skotlandi. Telja sérfræðingar það aðeins spurningu um tíma hvenær veiran berst hingað til lands. Pólýhúðun ■■ wmwm Powder coatinq Kjúklingabændur vel undir varúðarráðstafanir búnir Formaður félags kjúklingabœnda segirþá vel í stakk búnafyrir við- búnaðarstig II sem tekur gildi í dag. Óttast ekki minnkandi sölu. Bændur eru vel undirbúnir undir þær varúðarráðstafanir sem grípa þarf til til þess að uppfylla viðbún- aðarstig II vegna þeirrar hættu sem yfirvofandi er á því að fuglaflensan berist hingað til lands. Matthías H. Guðmundsson, formaður Félags kjúklingabænda segir stöðuna vera góða. „Við kjúklingabændur höfum verið að undirbúa okkur fyrir að fara á þetta stig undanfarna tvo mánuði." Matthías segir að aðgerðir þeirra snúist að mestu um að skerpa á þeim varúðarráðstöfunum sem fyrir hendi séu nú þegar. „Við höfum verið með ákveðna öryggisstaðla í gildi til þess að glíma við salmon- ellu og kamfílóbakter.“ Hann segir því að þær aðgerðir sem fara þurfi út í séu aðallega miðaðar að því að tryggja að allt sé eins og það á vera. „Það eru engar stórframkvæmdir þessu fylgjandi fyrir okkur.“ Ekki áhyggjur af afkomunni Matthías segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að fuglaflensan muni hafa áhrif á afkomu kjúklinga- bænda hér á landi. „Við höfðum áhyggjur af þessu en það hefur dregið úr þeim síðustu mánuði. Við teljum að það sé verið að upplýsa fólk um þessa hluti á réttan hátt.“ Hann segir að með því að fylgja öllum þeim fyrirmælum sem land- búnaðarstofnun og yfirdýralæknir setur kjúklingabændum sé ástæðu- laust að óttast. Að sögn Matthíasar hafa menn ekki greint minnkandi Islensk kjúklingabú eru vel í sveit sett þegar kemur að vörnum gegn fuglaflensu. sölu þrátt fyrir mikla umræðu um fuglaflensuna. „Við höfum ekki fundið fyrir sölu- minnkun hér á landi og óttumst það ekki sérstaklega. I Svíþjóð fannst flensan í villtum fuglum og það hefur engin áhrif haft á neyslu alifuglakjöts.“ Flensan hafði aftur á móti áhrif á sölu í Frakklandi, á Spáni og á Ítalíu á sínum tíma en að sögn Matthíasar hefur sá aftur- kippur gengið til baka. Almennt séð segir Matthias hljóðið í kjúklingabændum vera nokkuð gott og að menn séu bjart- sýnir þrátt fyrir yfirvofandi hættu. „Menn eru með gott innra eftirlit hjá sér og halda vel utanum þessa hluti þannig að það er ekki mikil ástæða til að óttast." Kjúklingabændur fengu frest til dagsins í dag til þess að uppfylla þau öryggisatriði sem kveðið er á um á viðbúnaðarstigi II. Matthías segir að vel sé fylgst með þessum málum af hálfu héraðsdýra- lækna á hverjum stað. „Samstarfið við yfirvöld hefur verið mjög gott. Við vinnum vel saman og það vita allir hvað klukkan slær í þessum efnum, bæði við og þeir.“ Magicolor 2400W hágæðaprentari fyrir s/h og lit “Simitri” litflæði tryggir skerpu og þéttleika útprentunar. Gistinóttum fjölgaði á síðasta ári Heildarfjöldi gistinátta á síðasta ári jókst um 4,8% samkvæmt samantekt Hagstofunnar um gistinætur árið 2005. Alls nam heildarfjöldi gistinátta rúmum 2.2 milljónum í fyrra en árið á undan voru þær um 2.1 milljónir. Frá árinu 2004 fjölgaði gisti- nóttum i orlofshúsabyggðum um 25,7% og á hótelum og gisti- heimilum um 6,8%. Þá fjölgaði gistinóttum á farfuglaheimilum um 0,2%. Gistinóttum fækkaði hins vegar um 8,2% á heima- gististöðum og um 2,8% á tjald- svæðum milli ára. Gistinóttum fjölgaði mest á Suðurnesjum á síðasta ári eða um 10,4% en fækkaði hins vegar um 4,9% á Norðurlandi eystra og um 1,2% á Vestfjörðum. Á höfuðborgarsvæðinu fjölg- aði gistinóttum um 6,8% á síð- asta ári. STOKKSEYRI Opið alla Páskahelgina frá kl. 14-18 Hópapantanir í annan tima. draugasctrid&draugaietrid.is www.draugasctrid.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.